Fara í efni

Flóð og fjara við Gróttu

Grótta er afar vinsælt útivistarsvæði en þegar þangað er farið er mjög mikilvægt að gæta sín því Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda og fer á kaf á flóði.

Hægt er að fara fótgangandi út í Gróttu á fjöru og dvelja þar í að hámarki 6 klukkustundir, fylgja þarf flóðatöflu þegar farið er til og frá eyjunni.

Grótta er lokuð á varptíma fuglanna frá 1. maí til 31. júlí ár hvert.

Grótta er friðland en eyjan var friðlýst árið 1974 og ber í ljósi þess að ganga um Gróttu og fjöruna af mikilli virðingu. Í Gróttu er fjölskrúðugt fuglalíf og mikið varpsvæði auk þess sem búsvæði fuglanna er í lífríki fjörunnar og grunnsævinu við Gróttu. Öll umferð um Gróttu er því bönnuð á varptíma.        

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?