Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ sumarið 2023 fyrir 18 ára og eldri
Um er að ræða fjölbreytt störf hjá stofnunum bæjarins sem ungmenni eru hvött til að sækja um og falla að áhugasviði þeirra. Umsóknarfrestur: 6. apríl 2023 og sótt er um á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar. Laun starfsmanna í sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ eru samkvæmt kjarasamningum Sameykis.
Starfslýsingar:
Leikskólar - Leikskólastörf með börnum
Starfstímabilið er frá maí til ágúst, bæði fyrir og eftir sumarlokun (sumarlokun leikskólans er 4 vikur 3. júlí til 1. ágúst). Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið:
- Uppeldi og menntun barna og önnur leikskólastörf.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 19 ára (fædd 2004 eða fyrr).
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
- Stundvísi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri
Netfang: margret.gisladottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Þjónustumiðstöð - Yfirflokkstjóri
Þjónustumiðstöð auglýsir eftir yfirflokkstjóra í sumarstörf. Vinnutími er 9. klst frá kl. 08:00 til 17:00, mánudaga til fimmtudaga, (hádegishlé er 1 klst), og 08:00 til 12:00 föstudaga. Starfstímabilið er um 16 vikur, á tímabilinu frá 15. maí og til 31. ágúst. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis
Starfssvið:
- Um er að ræða vinnu utandyra.
- Eftirlit með Vinnuskóla og vinna með ungmennum á aldrinum 18 ára og eldri við ýmis garðyrkju- og verkamannastörf.
- Yfirflokkstjóri ber ábyrgð á sínum flokksstjórum, stýrir og útdeilir verkefnum á verkstað.
- Ber ábyrgð á viðveruskráningu fyrir hópinn.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri (fæddir 2003 eða fyrr).
- Yfirflokkstjóri skal vera stundvís, hafa frumkvæði, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með samskipti.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson garðyrkjustjóri
Netfang: ingimari@seltjarnarnes.is
Sími 822-9114
Þjónustumiðstöð - Flokkstjórar 18+
Þjónustumiðstöð auglýsir eftir flokkstjórum í sumarstörf fyrir 18 ára og eldri. Vinnutími er 7 klst. 4 daga vikunnar mánudaga – fimmtudaga.
Mæting er 08:00-12:00 og 13:00-17:00. Matartími er 12:00-13:00. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis
Starfstímabil ungmenna 18-21 árs er 10 vikur, á tímabilinu 15. maí og til 18. ágúst.
Starfssvið:
- Um er að ræða vinnu utandyra.
- Eftirlit og vinna með ungmennum á aldrinum 18 ára og eldri við ýmis verkamanna- og garðyrkjustörf.
- Flokkstjóri ber ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýrir verkefnum á verkstað og ber ábyrgð á viðveruskráningu fyrir hópinn.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri (fæddir 2003 eða fyrr).
- Flokkstjóri skal vera stundvís, hafa frumkvæði, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með samskipti.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson garðyrkustjóri
Netfang: ingimari@seltjarnarnes.is
Sími 822-9114
Þjónustumiðstöð - Flokkstjórar Vinnuskólans
Auglýst er eftir flokkstjórum í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar sem er fyrir 14 - 17 ára. Vinnutími er frá kl. 08:00 til 17:00, mánudaga til fimmtudaga (hádegishlé er 1 klst) og 08:00 til 12:30 á föstudögum. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá 16. maí og til 18. ágúst. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis
Starfssvið
- Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 17 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl.
- Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka.
- Tómstunda- og forvarnastarf að hluta.
- Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni.
Reynsla og hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 2003 eða fyrr).
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
- Stundvísi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson garðyrkjustjóri
Netfang: ingimari@seltjarnarnes.is
Sími 822-9114
Þjónustumiðstöð - Verkamaður
Þjónustumiðstöðin auglýsir eftir almennum verkamönnum í sumarstörf. Unnið er 4 daga vikunnar frá kl. 08:00-16:00. Hádegishlé er 1 klst. Ekki er unnið á föstudögum. Miðað er við 9 vikna tímabil á tímabilinu 16. maí til 18. ágúst. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis
Starfssvið:
- Um er að ræða vinnu utandyra.
- Í starfinu felst að vinna við ýmis verkamanna og garðyrkjustörf.
- Aðstoð við ýmsar verklegar viðhalds og nýframkvæmdir.
- Sláttur á opnum svæðum bæjarins.
Reynsla og hæfniskröfur:
- Aldurstakmörk umsækjenda eru 18 ára eða eldri (fæddir 2004 eða fyrr).
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Samviskusemi og stundvísi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson garðyrkjustjóri
Netfang: ingimari@seltjarnarnes.is
Sími 822-9114
Bókasafn - Bókavörður
Um er að ræða starf á Þjónustu- og samskiptasviði og er starfstímabilið frá maí/júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið
- Um er að ræða afgreiðslu og almenna þjónustu við gesti safnsins, uppröðun, frágang og umsýslu á safnkosti, skipulagningu og sértæk þrif auk og ýmissa tilfallandi verkefna.
- Unnið er ýmist á fyrri eða seinni vakt fimm daga vikunnar.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri (fædd 2003 eða fyrr).
- Jákvætt og glaðlegt viðmót, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góða almenn tölvuþekking og kunnátta á algengustu notendaforrit.
- Frumkvæði, vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Stundvísi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar:
María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.
Netfang: mariab@seltjarnarnes.is
Sími: 5959100.
Bæjarskrifstofur - Fjármálasvið
Starfstímabilið er frá maí/júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið
- Í starfinu felast mismunandi fjármálatengd verkefni og afleysingar m.a. í launadeild, innheimtu og gjaldkerastörf.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 2003 eða fyrr)
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
- Stundvísi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Gunnar Lúðvíksson sviðsstjóri fjármálasviðs
Netfang: gunnarlu@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Bæjarskrifstofur - Þjónustuver
Um er að ræða starf á Þjónustu- og samskiptasviði og er starfstímabilið frá maí/júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið:
- Símsvörun, móttaka og almenn þjónusta við íbúa og aðra viðskiptavini sem og tilfallandi verkefni.
- Vinna við skjalatengd verkefni sem fela m.a. í sér flokkun, skráningu og frágang skilaskyldra gagna Seltjarnarnesbæjar.
- Sérverkefni og önnur umsýsla eftir þörfum.
Hæfniskröfur:
- Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri (fædd 2003 eða fyrr).
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
- Jákvætt og glaðlegt viðmót, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Nákvæm sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg sem og frumkvæði og vinnusemi.
- Góða almenn tölvuþekking og kunnátta á algengustu notendaforrit.
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Stundvísi, samviskusemi og heilbrigður lífsstíll.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs
Netfang: mariab@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Félagsþjónusta - Aðstoð við íbúa á Skólabraut 3-5
Um er að ræða starf á Fjölskyldusviði og er starfstímabilið frá júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið
- Aðstoð við athafnir daglegs lífs og létt aðstoð í mötuneyti.
- Þrif á heimilum fólks, aldraðra, fatlaðs fólks og annarra sem vegna veikinda þurfa aðstoð á heimilum sínum.
Hæfniskröfur:
- Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 2003 eða fyrr).
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
- Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Dagbjört Lind Orradóttir, fjölskyldusviði.
Netfang: dagbjort.l.orradottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Félagsþjónusta - Félags- og tómstundastarf með eldri borgurum
Um er að ræða starf á Fjölskyldusviði og er starfstímabilið frá júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið
- Þátttaka í hugmyndavinnu og skipulagi á félags- og tómstundastarfi eldri borgara.
- Þátttaka í fjölbreyttri afþreyingu fyrir eldri borgara s.s. samverustund, spilum, leikjum, hreyfingu og menningarstundum.
Hæfniskröfur:
- Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 18 ára (fædd 2005 eða fyrr).
- Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
- Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Kristín Hannesdóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra
Netfang: kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 147 / 893 9800
Félagsþjónusta - Húsvarsla og ýmiss umsýsla í íbúðum aldraðra
Um er að ræða starf á Fjölskyldusviði og er starfstímabilið frá júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið
- Afleysing í húsvörslu og mötuneyti á Skólabraut og Eiðismýri.
- Þrif og minni háttar viðhald og umsjón með húsi, einnig vinnu í matsal við móttöku og framreiðslu matar og frágang eftir mat.
Hæfniskröfur:
- Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 2003 eða fyrr).
- Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
- Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Dagbjört Lind Orradóttir, fjölskyldusviði.
Netfang: dagbjort.l.orradottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Félagsþjónusta - Heimaþjónusta á heimilum einstaklinga (vaktavinna)
Um er að ræða starf á Fjölskyldusviði og er starfstímabilið frá júní til ágúst 2023. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Starfssvið:
- Innlit á heimili, aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimilum einstaklinga.
- Þrif á heimilum fólks, aldraðra, fatlaðs fólks og annarra sem vegna veikinda þurfa aðstoð á heimilum sínum.
- Vaktir skiptast á morgna, kvöld og aðra hvora helgi.
Hæfniskröfur:
- Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára (fæddur 2003 eða fyrr).
- Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
- Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.
- Starfsmaður þarf að hafa gilt bílpróf og hafa bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Dagbjört Lind Orradóttir, fjölskyldusviði.
Netfang: dagbjort.l.orradottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959 100
Skapandi sumarstörf ungmenna 18-25 ára
Ungt fólk á aldrinum 18-25 ára (1998-2005) geta sótt um vinnu við skapandi sumarstörf á vegum Seltjarnarnesbæjar. Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Í umsókninni þarf að koma fram:
- Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum.
- Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
- Fjárhagsáætlun.
- Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina einn sem tengilið verkefnisins.
Þættir sem hafðir eru til hliðsjónar við verkefnaval:
- Raunhæfni og frumleiki verkefnisins
- Reynsla umsækjenda
- Fjárhagsáætlun
- Fjölbreytni verkefna og samfélagsleg vídd
Starfsfólki skapandi sumarstarfa er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari m.a. með listrænum, skapandi uppákomum. Valin verða fjölbreytt verkefni sem höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Jóna Rán Pétursdóttir
Netfang: jona.r.petursdottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959117
Jafningjafræðsla
Nánari upplýsingar eru væntanlegar
Laun samkvæmt kjarasamningi Sameykis.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk.
Nánari upplýsingar: Jóna Rán Pétursdóttir
Netfang: jona.r.petursdottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959117