Fara í efni

Bæjarráð

31. mars 2020

Fjarfundur stýrt frá fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 31. mars, 2020 og hófst hann kl. 08:00

Fjarfundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnarfulltrúi.

Einnig sat fundinn Bjarni Torfi Álfþórsson og Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúar.

Enn fremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Viðbrögð vegna áhrifa COVID19 – neyðarstig almannavarna.

  Bæjarstjóri gerði grein stöðu mála og samstarfi við almannavarnir vegna áhrifa Covid19 og sagði að neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fundaði reglulega. Bæjarstjóri fór yfir breytingar á starfsemi stofnana bæjarins eftir að samkomubann var sett á. Þakka ber starfsfólki bæjarins fyrir óeigingjarnt starf á mjög erfiðum tímum. Starfið hefur gengið vel bæði í leik- og grunnskóla mv. aðstæður vegna COVID19. Einnig hafa bæjarbúar verið upplýstir eins og oft og þurfa þykir, auk þess að þeir hafa verið hvattir til að stunda hreyfingu og útivist.

 2. Tillögur að aðgerðaráætlun – fyrstu viðbrögð.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbrögð Seltjarnarnesbæjar vegna áhrifa Covid19:

  1. Gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda fjölgað

  Gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins er fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verður dreift á mánuðina apríl/maí til desember og mun því gjalddagi fasteignagjalda í apríl færast til 15 maí 2020 (eindagi 15. júní). Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahags aðstæðna sem nú ríkja.

  Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

  2. Gjöld lækkuð/leiðrétt/bakfærð vegna sóttkvíar

  Gjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundar verði lækkuð, felld niður eða leiðrétt í samræmi við skerðingu þjónustu vegna afleiðinga af COVID-19, bæjarstjóra falið að útfæra m.v. samþykkt bæjarstjórnar frá 27.3.2020.

  3. Innheimtureglur endurskoðaðar tímabundið

  Innheimtureglur verða endurskoðaðar tímabundið og ekki sett í milliinnheimtu. Fjármálastjóra bæjarfélagsins falið að gera tillögu að tímabundnum reglum varðandi innheimtu þjónustugjalda með það að markmiði að auka sveigjanleika varðandi gjaldfresti. Markmiðið er að auka sveigjanleika í ljósi núverandi ástands, innheimta verði sanngjörn og dráttarvextir og kostnaður í lágmarki.

  4. Árskort

  Gildistími árskorta í sund og á bókasafni verði framlengdur í samræmi við skerðingu opnunartíma og framlengdur sem því nemur.

  5. Verklegar framkvæmdir

  Að færa fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir ársins í stofnunum bæjarins framar á árið og nýta þannig það svigrúm til framkvæmda sem myndast við takmarkaða starfsemi stofnana í samkomubanni.

  Möguleikar til að auka stofn- og endurbótaverkefni úr fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun.

  • Bygging sambýlis með þátttöku ríkisins

  • Endurbætur á Mýrarhúsaskóla (gulu álmu)

  • Gatnaframkvæmdir malbikun á Nesvegi og Lindarbraut til að auka öryggi vegfarenda

  • Hefja gerð hjólastígs við Nesveg í samvinnu við Vegagerðina

  • Endurbætur á félagsheimilinu

  • Deiliskipulagsvinna fari af stað varðandi nýjan leikskóla.

  • Viðhald á göngu- og hjólreiðastígum

  • Flýta viðhaldi og endurnýjun lagna

  • Unnið verði áfram með ríkinu að koma húsi Lækningaminjasafnsins við Safnatröð að safnabyggingu fyrir Náttúruminjasafn Íslands[SEJ1]

  • Fara í samgönguframkvæmdir í samræmi við samgöngusáttmálann s.s. göngu- og hjólastíga og endurnýjun umferðarljósa eins og samningurinn gerir ráð fyrir

  Að unnið verði að því að ná samningum við ríkið að yfirtaka húsnæðið bæjarins við Safnatröð eins og rætt hefur verið um hjá menntamálaráðuneytinu fyrir Náttúruminjasafni Íslands í samráði við niðurstöðu vinnuhóps sem hafði málið til skoðunar hjá ráðuneytinu.

  6. Fráveitumál aukið viðhald og fjárfestingar

  Viðhaldi við fráveitu bæjarins verði flýtt og sótt um styrk til ríkisins sbr. frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu um að veita styrki í fráveituframkvæmdir sveitarfélaga.

  7. Samvinna við ríkið um fjárfestingarverkefni

  Skoðuð verði brýn samgönguverkefni á höfuðborgarsvæðinu, sbr. samkomulag um samgöngupakka, verkefni sem ríkið er með til skoðunar hverju sinni.

  8. Fjölgun starfa í sumarvinnu

  Unnið verði að því að tryggja fjölbreytt og gagnleg sumarstörf fyrir öll ungmenni á vegum Seltjarnarnesbæjar sumarið 2020. Aukin útgjöld vegna annarrar vinnu með stuðningi Vinnumálastofnunar eins og eftir hrun, sem myndi þá greiða atvinnuleysisbætur á móti þarf að skoða með ríkinu og Vinnumálastofnun.

  9. Íþróttir

  Skoðað verði hvernig hægt verði að styðja við Íþróttafélagið Gróttu, með það að markmiði að verja rekstur félagsins. Samstarf við Íþróttafélagið Gróttu verði eflt og viðspyrna í íþrótta- og menningarmálum efld í samstarfi við félögin og ÍSÍ.

  Seltjarnarnesbær sem heilsueflandi samfélag leggur áherslu á að göngustígar og útisvæði séu aðgengileg almenningi og app um gönguleiðir og útvistarmöguleika sett í framkvæmd.

  10. Aukið aðhald í rekstri

  Unnið áfram með ábendingar og tillögur HLH ehf., varðandi rekstur bæjarins.

  11. Velferðarsvið - samstarf

  Fjölskyldusvið verði falið að safni saman gögnum um þróun aðstæðna hjá einstaklingum og fjölskyldum næstu mánuði til að leggja grunn að frekari tillögugerð í samráði við hagsmunaaðila. Stofnaður verði faghópur innan sveitarfélagsins og milli sveitarfélaganna með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa.

  Efla fræðslu og upplýsingar til fatlaðs fólks og tryggja tengsl með eftirliti á aðstæðum hvers og eins til að koma í veg fyrir einangrun og skort á þjónustu. Huga sérstaklega að þeim sem eiga heimili á sambýlum.

  Fjölskyldusvið safni saman upplýsingum um aðstæður eldri borgara til að kanna tengsl við ættingja og tryggja að allir búi við þær aðstæður að fá mat. Starfsmenn á fjölskyldusviði taki að sér að skipuleggja útihringispjall við eldri borgara sem búa einir.

  Stofnaður verði faghópur skólastjórnenda í leikskólum og í grunnskólum til að vinna að forgangsröðun verkefna, miðla á ábyrgan hátt upplýsingum til foreldra og styðja og vernda nemendur á erfiðum tímum.

  12.  Velferð bæjarbúa

  Lögð verður áhersla á velferð bæjarbúa, afkomu þeirra og að halda úti órofinni grunnþjónustu bæjarfélagsins. Myndað verði samvinnuteymi með heilsugæslunni og velferðarsviði bæjarins, auk grunn- og leikskóla til að miðla upplýsingum til bæjarbúa og sérstaklega til þeirra sem falla undir viðkvæma hópa. Lögð verður áhersla á mjög virka upplýsingamiðlun til bæjarbúa í gegnum vef bæjarins um aðgerðir og þjónustu.

  13. Ferðaþjónusta

  Stutt verði við eftirspurn eftir heimsóknum ferðamanna á höfuðborgarsvæðið um leið og það er metið tímabært. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði áfram virkur þátttakandi í útfærslu og framkvæmd markaðsátaks stjórnvalda í ljósi Covid19.

  14. Reykjavík LOVES verkefni höfuðborgarsvæðisins

  Skipuð verði nefnd á vegum sveitarfélaganna til að útfæra markaðsátak og viðbrögð við hruni í ferðamannaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið Reykjavík LOVES verði eflt.

  15. Starfsfólk bæjarins

  Að hlúð verði að starfsmönnum Seltjarnarnes við þær aðstæður sem nú ríkja. Starfsmenn Seltjarnarness hafa lyft grettistaki við að endurskipuleggja starfsemi bæjarins og þannig tryggt órofa starfsemi þeirrar mikilvægu þjónustu sem bærinn veitir.

  16. Skapandi greinar

  Seltjarnarnesbær leggur áhersluá að ríkið og sveitarfélög vinni áfram að því að efla skapandi greinar. Með ,,skapandi greinum“ er átt við starfsemi sem sprettur úr sköpunargleði, þekkingu og hæfileikum fólks og sem eflir velferð og eykur atvinnutækifæri með því að skapa og nýta þekkingarlegan auð. Unnið verði með Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að frekari eflingu í samstarfi við framhaldsskóla bæjarfélaganna.

  17. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

  Farið verði í frekara samstarf við VIRK til að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

  18. Velferðarvaktin

  Lögð verði áhersla á að fara í samstarf við stjórnvöld og stofna aftur ,,Velferðarvakt“ til að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu vegna COVID19.

  19. Nýsköpun og tækni

  Tækifæri verði nýtt til að auka nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu og óskað eftir samvinnu við félagsmálaráðuneytið. Jafnframt verði unnið með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að frekari eflingu skapandi greina í samstarfi við skóla bæjarins.

  Vinnu við verkefni í tengslum við stafræna framþróun verði flýtt og lögð áherslu á að nýttir verði möguleikar til að bæta þjónustu Seltjarnarnesbæjar með stafrænum lausnum.

  20. Lántökur

  Lántökur vegna fjárhagslegra áhrifa á sjóðsstreymi, áætlað tekjufall, frestun gjalddaga og niðurfellingu gjalda og ofl.

  21. Uppbygging á Bygggarðasvæðinu
  Aukin áhersla á að hraða uppbyggingu á Bygggarðasvæðinu.

  22. Mismunandi tilvik
  Fjármálastjóri bæjarfélagsins hefur verið að skoða mismunandi tilvik á áhrif atvinnuleysis og efnahaga eftir þróun á COVID smitum.

  Bæjarráð samþykkir tillögu að aðgerðaráætlun að fyrstu viðbrögðum Seltjarnarnesbæjar og vísar tillögunni til frekari úrvinnslu og framkvæmd bæjarstjóra.

  Bæjarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins er fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs.

  Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verður dreift á mánuðina apríl/maí til desember og mun því gjalddagi fasteignagjalda í apríl (eindagi 15. maí) færast til 15 maí 2020 (eindagi 15. júní). Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahags aðstæðna sem nú ríkja.

  Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

  Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar mun í framhaldinu skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu, fylgjast með aðgerðum ríkisstjórnar og annarra sveitarfélaga ásamt því að fylgja leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Almannavarna ríkisins.

  Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar felur bæjarstjóra og fjármálastjóra heimild til fullnaðarafgreiðslu á ofangreindum málum.

 3. Viðauki við fjárhagsáætlun.
  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 14.100.000,- vegna leiðréttingar á þjónustugjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimilis. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 2 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

 4. Sviðsmynd vegna fjárhagslegra áhrifa.

  Bæjarstjóri fór yfir sviðsmynd þar sem skoðað var lækkun á útsvarstekjum um 7.

  Sviðsmyndir – fjárhagsleg áhrif – fyrstu viðbrögð V-leið.

  2020 
  Útsvar  -206,417,000
  Jöfnunarsjóður  -24,346,000
  Félagsþjónusta  -57,616,000
  Gjaldskrár   -41,000,000
  Fasteignaskattur og gjöld  -6,635,000
  Fasteignagjöld atv.h.   -4,487,000
  Hagræðing   50,000,000
   Alls  -301,501,000

 5. Málsnúmer 2019110082 deiliskipulag.
  Bæjarstjóri upplýsti að svar hefði borist frá Skipulags- og umferðarnefnd varðandi hvort breyta þyrfti aðalskipulagi bæjarins við hönnun á nýjum leikskóla. Í svari nefndarinnar kom fram að svo þurfi ekki. Bæjarstjóri lagði til að farið yrði í vinnu við gerð deiliskipulags og að Andrúm arkitektar yrðu fengnir til að vinna verkið. Bæjarráð samþykkir að vinna við deiliskipulag verði sett í gang strax.

  Fundi slitið kl. 9:20


[SEJ1]Þetta er líka hér fyrir neðan þarf kannski ekki endurtaka – hafa annað hvort…

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?