Fara í efni

Bæjarstjórn

24. október 2018

Miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG).

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 69. fundar Bæjarráðs.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 69 voru borin upp til staðfestingar:

    Málsnúmer 2018090136.
    Lögð fram húsnæðisáæltun Seltjarnarnesbæjar sem ráðgjafafyrirtækið Efla hefur unnið fyrir bæinn. Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og einn sat hjá afgreiðslu Bæjarráðs.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og einn sat hjá fundargerðina sem er 19 tl.
    Til máls tóku: GAS, ÞÖG, ÁH, KPJ, MÖG, BTÁ

    Bókun Samfylkingar við lið 2:
    Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga fagna gerð húsnæðisáætlunar Seltjarnarnesbæjar en þar er margt áhugavert sem kemur í ljós. Má þar nefna staðfestingu á málflutningi okkar um mikilvægi þess að fjölga litlum íbúðum á Seltjarnarnesi til að auðvelda ungu fólki að setjast hér að. Í húsnæðisáætluninni kemur fram að rúmlega helmingur íbúða á Seltjarnarnesi eru stærri en 150 fermetrar. Einnig kemur fram að hlutfall íbúa á aldrinum 25-55 ára er undir landsmeðaltali en hlutdeild fólks á aldrinum 56-75 er yfir landsmeðaltali. Aldurshópurinn 25-29 ára er langt undir meðaltali og teljum við miður að ungt fólk þurfi að hverfa af Nesinu þegar það flytur að heiman.
    Áhugavert er að bera þessar upplýsingar saman við nýlega skýrslu Analytica um Sjálfbærni fjármála sveitarfélaga sem unnin var fyrir samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál. Þar kemur fram að vegna íbúa samsetningar á Seltjarnarnesi er sveitarfélagið talið fjárhagslega ósjálfbært til lengri tíma litið. Það skýrist af því að fyrirséð er að kostnaður muni hækka umfram tekjur á næstu árum vegna fækkunar einstaklinga á vinnufærum aldri.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Þorleifur Örn Gunnarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Samfylkingar við lið 17.
    Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga lýsa yfir áhyggjum sínum yfir því að ekki sé búið að ganga frá rekstrarfyrirkomulagi á hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi. Við hvetjum bæjarstjóra til að gera það að algjöru forgangsmáli að tryggja rekstraraðila á heimilið um leið og það verður tilbúið í byrjun næsta árs. Það er óafsakanlegt ef húsið verður látið standa autt á sama tíma og biðlisti eftir hjúkrunarrýmum lengist og lengist.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Þorleifur Örn Gunnarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Samfylkingar við lið 18.
    Samfylking Seltirninga leggur áherslu á að Seltjarnarnesbær gangi til samninga við ríkið um að taka yfir þjónustu við íbúa á Bjargi á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólk nr. 38/2018 sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Þar er skýrt kveðið á um að fatlaðir eigi rétt á þjónustu þar sem hver kýs að búa og á lögheimili. Við teljum einsýnt að ráðuneyti munu telja Seltjarnarnes bera skyldu til að sjá um þjónustu íbúa Bjargs enda eru þeir með lögheimili á Seltjarnarnesi. Það er því betra að vinna málið í samvinnu frekar en að lenda í lagadeilum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þessa íbúa okkar góða sveitafélags.
    Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Þorleifur Örn Gunnarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Sjálfstæðismanna við lið 18.
    Stjórnvöld tryggi óbreyttan rekstur Bjargs
    Upphaflegir samningar um starfsemina eru gerðir af Kleppsspítala og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, staða Vistheimilisins Bjarg er samkvæmt því skilgreind sem heilbrigðisstofnun. Þess vegna hafa íbúar ekki notið réttar til örorkubóta því þeir voru innritaðir á heilbrigðisstofnun.
    Í lögskýringargögnum með frumvarpi því sem flutt var til þess að framkvæma samkomulagið á sínum tíma að Vistheimilið Bjarg hefði verið undanskilið við yfirfærsluna 1. Janúar 2011.
    Flutningur á fjármagni vegna rekstrar Vistheimilisins Bjargs átti sér því ekki stað við yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá tíki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011.
    Vistheimilið Bjarg var einnig undanskilið við endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga, sem lauk með gerð samkomulags í desember 2015. Þetta kemur skýrlega fram í endurmatsskýrslunni sem og lögskýringargögnum með frumvarpi því sem flutt var til þess að framkvæma áframhald samkomulagsins frá 5. október 2011.
    Sjálfstæðismenn telja réttast að samið verði áfram við Hjálpræðisherinn um rekstur vistheimilisins Bjargs eða annan aðila með sérþekkingu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 15. október síðastliðinn. Vandi vistheimilis hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en saga Bjargs spannar hálfa öld og hófst með samstarfi Hjálpræðishersins og Kleppsspítala. Árið 1996 tóku heilbrigðisyfirvöld við samstarfinu af Kleppsspítala og um leið fjármögnun rekstrarsamningsins við Hjálpræðisherinn. Við sameiningu ráðuneyta kom rekstur Bjargs í hlut velferðarráðuneytisins og með samningi frá 5. oktober 2011 fól ráðuneytið Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ábyrgð á fjármögnun vistheimilisins.
    Fyrir liggur að samningur við núverandi rekstraraðila rennur út um áramótin og því eru íbúar Bjargs og aðstandendur þeirra nú í mikilli óvissu um framtíðina. Velferðarráðuneytið hefur sagt að Seltjarnarnesbær skuli taka við umönnun þessara einstaklinga þar sem þeir hafi lögheimili á vistheimilinu og þar af leiðandi í bæjarfélaginu.
    Seltjarnarnesbær upplýsti ráðuneytið með bréfi þann 13. september síðastliðinn að vandi vistheimilisins verði ekki leystur með þeim hætti. Engin sérþekking sé til staðar hjá bænum á sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu af þessum toga og að lögin sem ráðuneytið vísi til um málefni fatlaðs fólks hafi gert ráð fyrir að þjónustusvæði fyrir fatlaða þurfi að hafa að minnsta kosti 8.000 íbúa en Seltjarnarnesbær er fámennt sveitarfélag með aðeins um 4.700 íbúa.
    Mestu skiptir að tryggja velferð og hagsmuni íbúa Bjargs og bærinn telur ljóst að það verði ekki gert með því að hætta skyndilega rekstri vistheimilis eftir hálfa öld, leysa heimilið upp og treysta á að málið leysist af sjálfu sér innan viðkomandi sveitarfélags. Ábyrgðin á áframhaldandi rekstri vistheimilisins er stjórnvalda og það er þeirra að finna lausn sem tryggir íbúum Bjargs þann stuðning og þjónustu sem þeir eiga skilið að fá.
    Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ragnhildur Jónsdóttir.

  2. Fundargerð 83. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina sem er 17 tl.
    Til máls tóku: GAS, RJ, KPJ

  3. Fundargerð 143. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS

  4. Fundargerð 289. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG

  5. Fundargerð 40. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 14. eigendafundar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir 369. og 370. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  9. Fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerðir 461. og 462. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  11. Fundargerð 292. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÞÖG,

  12. Tillaga Sjálfstæðismanna um að draga úr plastmengun í rekstri Seltjarnarnesbæjar og stofnana á vegum bæjarins lögð fram

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Til máls tóku: GAS, BTÁ, MÖG.

Fundi slitið kl. 17:57

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?