Fara í efni

Bæjarstjórn

25. september 2019

Miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ) ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Sigríður Sigmarsdóttir (SS), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 84. fundar Bæjarráðs.

  Ákvörðun sem fram kom í fundargerðinni er 1 tl. er staðfestur samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

  Fundargerð 85. fundar Bæjarráðs.

  Bæjarstjóri kvað sér hljóðs undir lið nr. 2 í fundargerðinni og óskaði eftir við forseta að tekið yrði fundarhlé kl. 17:01
  Fundur byrjar að nýju kl.17:08

  Fyrir fundinum liggur tillaga um að veita einfalda ábyrgð í tilefni af lántöku Sorpu bs. vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar.
  Ásgerður Halldórsdóttir, gerði grein fyrir erindi Sorpu bs. um að Seltjarnarnesbær veiti einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veitingu umboðs til að undirrita lánssamning. Jafnframt fylgir að taka að sér skuldbindingar sem fram koma í lánssamningi vegna láns Sorpu bs. sem tekið er hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ásgerður lagði fram eftirfarandi tillögu.
  "Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
  Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
  Fari svo að Seltjarnarnesbær selji eignarhlut í Sorpu bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, kt. 060656-5929 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."
  Bæjarstjórn samþykkir samhjóða.

  Bókun bæjarstjórnar:
  Bæjarstjórn harmar að nú sitji sveitarfélög sem aðild eiga að Sorpu nauðug viljug uppi með svimandi bakreikninga sem ekki var gert ráð fyrir. Í ljósi þess að öll aðildarsveitarfélög hafa nú samþykkt að veita aukið fé í Sorpu bs. vegna þessara mistaka, og vegna þess að frekari tafir geta valdið frekara tjóni vegna samninga við verktaka, samþykkir Seltjarnarnesbær að taka þátt í lánveitingunni. Þetta er gert með þeim fyrirvara að úttekt óháðs aðila á starfsemi, stjórnun og rekstri Sorpu fari umsvifalaust fram og verði lokið eins fljótt og auðið er.
  Jafnframt að teknar verði upp viðræður um fyrirkomulag á rekstri og stjórnkerfi byggðasamlaganna allra sem eru í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim viðræðum verði sérstaklega horft til úttektar sem gerð var árið 2016 á stjórnkerfi byggðasamlaganna og þeirra tillagna sem þá voru fram settar.
  Umrædd mistök eru til þess fallin að veita afar slæmt fordæmi þegar kemur að ráðstöfun skattpeninga. Enn fremur telur bæjarstjórn ekki boðlegt að stjórnendur gleymi mörg hundruð milljóna króna kostnaði við tækjabúnað, sem gleymist án frekari skýringa á hvar ábyrgð liggi.
  Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem eru 11 tl. eru staðfestar samhljóða.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

  Til máls tóku: ÁH, SB, KPJ, GAS

 2. Fundargerð 295. fundar Umhverfisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SB, ÁH

 3. Fundargerðir 436. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: SB,

  Bókun vegna sérstaks húsnæðisstuðnings
  Bæjarfulltrúar Samfylkingar fagna því að tekjuviðmið hafi verið hækkuð í samræmi við tillögu okkar.
  Við hörmum þó að ekki hafi verið samþykkt að hækka viðmið greiðsla upp í 90 þúsund krónur eins við lögðum till á síðast bæjarstjórnarfundi.
  Sérstakur húsnæðisstuðningur er mikilvægt jöfnunartæki sem nýtist þeim alla tekjulægstu og 8000 krónur á mánuði geta skipt sköpum fyrir þennan hóp.
  Sigurþóra Bergsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson
  Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltjarnarness

 4. Fundargerð 47. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

  Fundargerðin lögð fram.

 5. Fundargerð 474. fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðin lögð fram.

 6. Tillögur og erindi:

  1. Tillaga um viðbótargreiðslur v/álags við fjölgun deilda frá 01/09/2019 lögð fram.

   Deildarstjórar, leikskólakennarar, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn og leikskólaliðar fái sem nemur 2 TV einingum, sem mánaðarlega viðbótargreiðslu vegna álags við fjölgun deilda, greiddar verði 2 TV-einingar samtals kr. 22.000.- m.v. 100% starfshlutfall.

   Guðmundur Ari Sigurjónsson

   Sigurþóra Bergsdóttir

   Vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

   Til máls tóku: GAS, SEJ.

  2. Málefni hitaveitu Seltjarnarness lögð fram.

   Hversu marga rúmmetra dældi Hitaveitan til notenda á hverju ári á árabilinu 2012-2018?

   Hvert var verð á hverjum rúmmetra á hverju ári á sama árabili?

   Hverjar voru tekjur hitaveitunnar af sölu á heitu vatni á sama árabili?

   Hvað seldi hitaveitan marga rúmmetra til notenda á hverju ári á sama árabili?

   Hver er framkvæmdastjóri hitaveitunnar?

   Með hvaða hætti hefur hitaveitan leitað upplýsinga um notkun hjá bæjarbúum á árabilinu 2012-2018?

   Vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

   Karl Pétur Jónsson.

   Til máls tóku: KPJ, GAS, ÁH

  3. Fyrirspurn frá síðasta fundi. Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar.

Fundi slitið kl. 17:31

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?