Fara í efni

Bæjarstjórn

583. fundur 12. nóvember 2003


Miðvikudaginn 12. nóvember 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 ásamt greinargerð bæjarstjóra með áætluninni.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni.

Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana eru áætlaðar kr. 1.308.000.000 og gjöld kr. 1.143.818.069.

Rekstrarhagnaður af rekstri er áætlaður kr. 164.181.931.

Rekstrarhalli B-hluta fyrirtækja og stofnana er áætlaður kr. 51.400.000.

Rekstrarhlutfall A-hluta aðalsjóðs af skatttekjum er 88.59%

Til eignabreytinga og afborgana lána eftir rekstur, afskrifta og reiknaðra verðbóta eru kr. 196.685.250.

Forsendur tekjuliða eru eftirfarandi:
Álagningaprósenta útsvar verður 12.46%
Álagningaprósenta fasteignaskatts verður:
Gjaldflokkur A, íbúðahúsnæði  0.36% af fasteignamati.
Gjaldflokkur B, aðrar fasteignir 1.12% af fasteignamati.
Lóðarleiga verður 0,75-1,5% af lóðarhlutamati.
Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati fullbúinnar eignar.
Urðunargjald sorps verður kr. 5.000 á hverja eign.
Sorphreinsigjald verður kr. 1.000 á hverja eign.
Holræsigjald verður ekki lagt á.
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eign nota.
Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um 4% og tekjur vegna fasteignaskatts um 5%. Þá munu flestar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka um 4 % frá og með 01. jánúar 2004.
Gjaldaliðir hækka almennt um 3.2% frá árinu 2003.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.

2. Lögð var fram fundargerð 337. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 23. október 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 338. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 3. nóvember 2003 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 131. (26.) fundar Skólanefndar  Seltjarnarness dagsett 27. október 2003 og var hún í 1 lið.

Til máls tóku:  Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar 131. fundar (26) skólanefndar frá 27. október 2003:

Málsmeðferð meirihluta Sjálfstæðismanna í skólanefnd á þessu máli er skýlaust brot á stjórnsýslulögum þar sem kveðið er á um andmælarétt og meðferð svona mála (IV. Kafli, 13. og 14. grein). Formanni skólanefndar bar að sjá til þess að andmælaréttur væri virtur og aflað væri skriflegra svara þeirra er málið varðar áður en fjallað væri um málið í skólanefnd. Ákvörðun formanns skólanefndar um að taka málið á dagskrá nefndarinnar með þeim hætti sem gert var er ámælisverð.

Árni Einarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir
             (sign)                       (sign)                                     (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð 132. (27.) fundar Skólanefndar  Seltjarnarness dagsett 31. október 2003 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 54. fundar stjórnar veitustofnana dagsett  1. október 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 29. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett  6. nóvember 2003 og var hún í 11 liðum.
Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 50. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett  6. nóvember 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram fundargerð 161. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett  30. október 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram fundargerð 230. fundar Bláfjallanefndar dagsett  30. september 2003 og var hún í 13 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram fundargerð 29. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett  17. október 2003 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð 29. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett  31. október 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Lögð var fram fundargerð 195. fundar fulltrúaráðs SORPU dagsett 8. október 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14. Lögð var fram fundargerð 196. fundar stjórnar SORPU dagsett 23. október 2003 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15. Lögð var fram fundargerð 27. aðalfundarfundar SSH dagsett 17. október 2003 og var hún í 12 liðum, ásamt ályktun aðalfundarins.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16. Lögð var fram fundargerð 18. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 15. október 2003 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17. Lögð var fram fundargerð 707. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 17. október 2003 og var hún í 37 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

18. Erindi:
a.) Lagt fram bréf Bláfjallanefndar dagsett 13. október 2003 um breyttar samþykktir fyrir nefndina ásamt nýjum samþykktum fyrir stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs (áður Bláfjallanefnd) sem eru í 13 greinum.

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Samþykktirnar voru samþykktar samhljóða.

b.) Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dagsett 14. október 2003 varðandi sameiginlegan fræðslubækling um hundahald fyrir höfuðborgarsvæðið.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

c.) Lagt fram bréf Barkar Ákasonar dagsett 30. júní 2003 varðandi skjólvegg og gróður á lóðamörkum lóðanna Sefgarðar 16 og 24.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Lögð var fram umsögn bæjarlögmanns. Með vísan til umsagnarinnar er samþykkt samhljóða að senda erindið til skipulags- og mannvirkjanefndar til efnislegrar meðferðar og úrskurðar.

d.) Lagt fram bréf Svövu Sæberg dagsett 5. nóvember 2003 varðandi umsókn um vínveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Rauða ljónið.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Afgreiðslu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

e.) Lagðar voru fram spurningar um viðhorfskönnun IMG Gallup vegna deiliskipulags Hrólfskálamelar og Suðurstrandar.

Til máls tóku:  Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna vinnubragða formanns Skipulagsnefndar á samhljóða samþykkt nefndarinnar.

Fulltrúar Neslistans fordæma vinnubrögð formanns Skipulags- og mannvirkjanefndar Ingu Hersteinsdóttur vegna misnotkunar á samhljóða samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar hinn 2. október s.l.  Fundarmenn samþykktu samhljóða þær spurningar sem bera átti upp í viðhorfskönnun Gallups vegna deiliskipulags á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Eftir þá samþykkt fundarins gerir formaðurinn sig sekan um að breyta um helminga samþykktrar spurninga. Þetta er gróft brot á öllum meginreglum um fundarsköp, samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar og sveitarstjórnarlaga. Fundarmenn samþykktu samhljóða þær spurningar sem nota átti í umræddri viðhorfskönnun með eftirfarandi bókun í fundargerð: “Trausta falið að breyta spurningunum til samræmis við umræður á fundinum. Samþykkt að færa markhópinn í 20 til 65 ára. Samningsdrögin samþykkt samhljóða.” Þessa ákvörðun kjörinna fulltrúa í nefnd leyfir sér formaður nefndarinnar að breyta. Er von að spurt sé hvort formaðurinn viti virkilega ekki hvaða undirrituð og staðfest fundargerð þýðir?
Slík fádæma valdníðsla og afbökun þess sem samþykkt var á fundi sem fundarmenn hafa staðfest með undirritun sinni getur vart haft annað markmið en að reyna að ná fram æskilegri niðurstöðu úr umræddri viðhorfskönnun. Fulltrúar Neslistans telja umrædda könnun hafa takmarkað gildi um raunverulegan vilja markhópsins í máli þessu og sýnt þykir að henni sé ætlað að vera tæki fyrir meirihlutann við ákvörðun um hvað byggja skuli á umræddum svæðum.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir          Sunneva Hafsteinsdóttir
                (sign)                                                   (sign)
Árni Einarsson
          (sign)

Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar lagði fram eftirfarandi bókun:
Eins og fram hefur komið var það fagleg ákvörðun hönnuða og verkefnisstjóra að gera breytingar á spurningavagni þeim sem Gallup kom með tillögur að og samþykkt hafði verið í skipulags- og mannvirkjanefnd. Markmið þeirra var að sjálfsögðu að nýta spurningavagninn sem best til að skilgreina þarfir og óskir Seltirninga og annarra sem hafa áhuga á að festa sér íbúðir á byggingasvæðunum á Hrólfskálamel og við Suðurströnd. Málflutningi minnihlutans er því hafnað.

Inga Hersteinsdóttir
        (sign)

19. Lögð var fram fundargerð Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar dagsett 13. október 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Fundi var slitið kl. 19:07  



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?