Fara í efni

Bæjarstjórn

956. fundur 14. desember 2022

Miðvikudaginn 14. desember 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 – síðari umræða – lögð fram.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023.

Ég fylgi hér úr hlaði fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023 auk þriggja ára áætlunar til síðari umræðu.

Ég vil þakka Fjármálastjóra og hans starfsmönnum sem og sviðsstjórum og öðru starfsfólki fyrir mjög góða vinnu við gerð þessarar áætlunar. Farið hefur verið ítarlega ofan í reksturinn og hver einasti lykill í þessari áætlun hefur verið skoðaður og metinn. Einnig er ástæða til að þakka öllu starfsfólki bæjarins fyrir að sýna ráðdeild og útsjónarsemi í sínum störfum.

Niðurstaða A hluta er óhagstæð um 168.063.000 og er þar aðallega um að kenna gífurlegri hækkun fjármagnsliða sökum þess að við gerð áætlunar á síðasta ári gerði spá Hagstofunnar ráð fyrir ríflega 3% verðbólgu en raunin er nú 9,3% verðbólga sökum stríðsátaka í Evrópu. Að auki gera aukin veikindi okkur sérlega erfitt fyrir í kjölfar Covid 19 sem geisaði á fyrstu mánuðum ársins. Málaflokkur þjónustu við fatlaða einstaklinga er okkur einnig þungur í skauti sökum þess að ekki fylgir nægilegt fé frá ríkisvaldinu til málaflokksins sem sveitarfélög sinna lögum samkvæmt. Leitað verður leiða til hagræðingar með lágmarksáhrifum á þjónustu.

Niðurstaða B hluta er hagstæð um 118.183.000

Niðurstaða A+B hluta samstæðu er óhagstæð um 49.880.000

Við erum með sterkt veltufé frá rekstri eða um 475.864.000 samanborið við 353.000.000 á líðandi ári.

Fjárfestingaáætlun hefur tekið stakkaskiptum á milli umræðna og endurspeglar metnaðarfull markmið bæjarstjórnar til að mynda um byggingu nýs leikskóla, endurnýjun skólalóða auk Félagsheimils svo eitthvað sé talið.

Forsendur fjárhagsáætlunar 2023 eru eftirfarandi:

  • Útsvar: Álagningarhlutfall 14,09%
  • Fasteignaskattur, A-hluti – íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,166%, af fasteignamati.
  • Fasteignaskattur, B-hluti – opinbert húsnæði, álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati.
  • Fasteignaskattur, C-hluti – atvinnuhúsn. og óbyggt land, álagningarhl.1,154% af fasteignamati.
  • Lóðarleiga: A-hluta verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar.
  • Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,0855% af fasteignamati.
  • Sorphirða: Kr. 62.100,- á hverja eign.
  • Fráveitugjald, 0,1425% af fasteignamati.
  • Arðgreiðsla Hitaveitu til Aðalsjóðs á árinu 2023 verður kr. 23.000.000.- og er hún tekjufærð hjá Aðalsjóði. Í ársreikningi A og B hluta er sú tekjufærsla bakfærð.
  • Gjalddagar fasteignagjalda eru 10.
  • Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. samþykktum reglum þar um.
  • Helstu gjaldskrár hækka um 9,75% til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2022.
  • Við leggjum til að leikskólagjöld taki 7,7% hækkun sem miðar við forsendur fjárlaga og er undir verðbólgu.
  • Gert er ráð fyrir 6% verðbólgu á næsta ári.

Gjöld:

  • Gert er ráð fyrir 4% hækkun á rekstrarliðum einstakra deilda frá fjárhagsáætlun 2022
  • Laun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög, sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt. Þar sem ekki eru komnir nýir kjarasamningar er gert ráð fyrir 6% breytingu milli ára og er sama hlutfall reiknað til hækkunar á útsvarstekjum.
  • Fundarfjöldi nefnda er óbreyttur frá fjárhagsáætlun 2022

Íbúafjöldi:
Ekki er gert ráð fyrir teljandi fjölgun íbúa á árinu 2023

Þór Sigurgeirsson

Bókun bæjarstjóra:

Fjárhagsáætlun ársins 2023 var unnin af sviðsstjórum og stillt upp af starfsfólki fjármálasviðs. Í því efnahagsástandi sem við búum við í dag er líklega um eina mest krefjandi vinnu við fjárhagsáætlun í sögu bæjarfélagsins. Aðgengi að gerð fjárhagsáætunar var opið og til dæmis var haldinn fundur með sviðstjórum og bæði meiri og minnihluta. Því bera að fagna og er til eftirbreytni.

Leiðarljós okkar er að verja og styrkja grunnþjónustu svo sem skóla og velferðarþjónustu við sannarlega erfiðar aðstæður.

Við gerð fjárhagsáætlunar komandi árs var einnig horft til 3 ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2024 – 2026.

Vil ég þakka sérstaklega starfsfólki bæjarins, bæjarfulltrúum, fulltrúum í nefndum og ekki síst íbúum fyrir gott samstarf, útsjónarsemi og aðhald í rekstri bæjarfélagsins á líðandi ári.

Við erum bjartsýn og einbeitt að að gera vel okkur öllum til heilla.

Þór Sigurgeirsson.

 

Forseti bar upp breytingartillögur að fjárhagsáætlun ársins 2023 sem komu fram á milli umræðna frá meirihlutanum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þessar breytingatillögur.

Breytingartillaga á fjárhagsáætlun

Breytingartillaga á fjárhagsáætlun 2023 - Verjum heimilisbókhaldið

Núverandi forsendur: “Helstu gjaldskrár hækki um 9,75% til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2022”
verði
“Gjaldskrár á þjónustu sem heyrir undir fjölskyldusvið haldast óbreyttar milli ára aðrar gjaldskrár hækki um 9,75% til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2022.”

Greinargerð:

Að mati Samfylkingar og óháðra er þessi breyting skilyrði fyrir samþykkt fjárhagsáætlunar 2023. Við vonumst til að bæjarfulltrúar meirihlutans samþykki þessa breytingatillögu svo við getum staðið saman í því að verja heimilisbókhald barnafólks, öryrkja og aldraðra Seltirninga.

Á síðastliðnum árum hefur Seltjarnarnesbær hækkað verðskrár sínar um tugi prósenta til að reyna stemma stigum við hallarekstur bæjarsjóðs. Í frétt frá verðlagseftirliti ASÍ frá 25. nóvember 2022 segir að á tímabilinu 2019-2022 hafi Seltjarnarnesbær hækkað leikskólagjöld sín mest allra sveitarfélaga. Samkvæmt ASÍ nema hækkanir á gjaldskrám 139 þúsund króna á ári hjá vísitölufjölskyldu á Seltjarnarnesi með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla.

Hér má sjá töflu með yfirliti yfir hækkun á gjaldskrám Seltjarnarnesbæjar frá árinu 2016 og eins og þær líta út í tillögu Sjálfstæðismanna að fjárhagsáætlun 2023:

  2016 2023 Hækkun
Leikskóli 8 tímar með mat 25.495 kr. 37.829 kr. 48%
Frístund 3 tímar og matur 22.060 kr. 33.033 kr. 50%
Tónlistarskóli grunnnám 92.550 kr. 128.552 kr. 39%
Félagsleg heimaþjónusta per klst. 1.700 kr. 2.420 kr.  42%
Heimaþjónusta elli- og örorkulífeyrisþega per klst. 800 kr. 1.100 kr. 38%

 

Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

 

Forseti bar upp breytingartillögur að fjárhagsáætlun ársins, Verjum heimilisbókhaldið.

Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Breytingartillaga á fjárhagsáætlun

Breytingartillaga á fjárhagsáætlun 2023 - Ábyrgð í rekstri

“Útsvar: Álagningarhlutfall 14,09%” verði “Útsvar: Álagningarhlutfall 14,48%”

Greinargerð:
Miðað við forsendur fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar og að teknu tilliti til afkomu síðustu ára er ljóst að rekstur Seltjarnarnesbæjar er ekki sjálfbær. Miðað við forsendur fjárhagsáætlunar myndi það skila 140-150 milljónum á næsta ári að hækka útsvar í 14,48% sem er sama útsvarsprósenta og er í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Tillaga að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar gerir ráð fyrir 40 milljón króna tapi þrátt fyrir fjölbreyttar hagræðingartillögur á yfirstjórn og rekstri og tæplega 10% hækkun þvert á allar gjaldskrár bæjarins.

Uppsafnaður hallarekstur Seltjarnarnesbæjar frá árinu 2017 er rúmlega milljarður og sýndi 10 mánaða uppgjör fyrir árið 2022 að hallarekstur ársins var kominn upp í 350 milljónir króna. Skuldir Seltjarnarnesbæjar hafa vaxið um 160% frá árinu 2017 og stefnt er að ráðast í stórar framkvæmdir á næstu fjórum árum fyrir 2.8 milljarða króna. Á sama tíma er gert ráð fyrir aðeins 94 milljón króna afgangi á rekstrinum næstu fjögur árin. Svona gengur ekki að reka sveitarfélag, fyrirtæki eða heimili.

Rekstrarniðurstaða Seltjarnarnesbæjar:

Ár  A - hluti A og B hluti
2017 -137.336.000 ISK -99.592.000 ISK
2018 -264.027.000 ISK -173.179.800 ISK
2019 -95.493.000 ISK 6.886.000 ISK
2020 -334.208.000 ISK -230.582.000 ISK
2021 -566.409.000 ISK -528.155.000 ISK
     
Niðurstaða: -1.397.473.000 ISK -1.024.622.800 ISK

 

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra vilja sýna ábyrgð í rekstri og að fjárhagsáætlun taki mið af fjárhagsstöðu bæjarins sem og þeirri þjónustu sem íbúar kalla eftir. Rekstur á málaflokki fatlaðra hefur verið sveitarfélögunum þungur síðastliðin ár vegna vanfjármögnunar af hendi ríkisins. Þau skilaboð sem sveitarfélögin hafa fengið frá ríkisstjórninni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og nú síðast við afgreiðslu kjarasamninga eru þau að við munum ekki fá aukinn stuðning frá ríkinu nema í formi hækkunar á hámarksútsvari. Boltinn er því hjá okkur að hækka útsvarið til að fjármagna málaflokkinn og ríkisstjórnin mun svo lækka tekjuskatt á móti til að minnka áhrifin á íbúa.

Við leggjum samhliða þessari tillögu til að bæjarstjórn verji heimilisbókhald barnafólks, aldraðra og öryrkja með því að falla frá tæplega 10% hækkun á gjaldskrár fjölskyldusviðs. Undir fjölskyldusvið heyra leik-, grunn- og tónlistarskólar, frístundastarfið, þjónusta við öryrkja og aldraða Seltirninga.

Hækkun útsvars mun vera nýtt til að reka sveitarfélagið hallalaust árið 2023 og til að minnka skuldsetningu ársins.

Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

Forseti bar upp breytingartillögur að fjárhagsáætlun ársins, Verjum heimilisbókhaldið.

Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bókun - Endurtekið efni

Rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur á síðustu árum verið ósjálfbær, fyrir Covid og enn í dag. Tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum sem hefur leitt til hallareksturs og lántöku. Í stað þess að vera sveitarfélag sem stendur undir grunnrekstrinum og á fyrir framkvæmdum og viðhaldi þá hefur Seltjarnarnesbær þurft að fjármagna framkvæmdir með lánum og rekstur á yfirdrætti.

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2023 gerir ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri bæjarins en á síðustu fimm árum hefur bærinn fjórum sinnum verið rekinn með halla. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun geri ráð fyrir halla þá eru enga síður ýmsir kostnaðarliðir lækkaðir án þess að trúverðug áætlun sé fyrir hendi hvernig eigi að ná fram þeirri kostnaðarlækkun.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu til að við myndum verja heimilisbókhald barnafjölskyldna, öryrkja og aldraðra Seltirninga með því að falla frá 9,75% hækkun á gjaldskrár fjölskyldusviðs og 7,7% hækkun á gjaldskrá leikskóla. Þessa tillögu felldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og því getum við ekki samþykkt tillögu þeirra að fjárhagsáætlun 2023.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu einnig fram tillögu um að sýna ábyrgð í rekstri. Tillagan snýr að því að útsvar verði 14,48% sem er sama útsvarsprósenta og er í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Þetta er tillaga sem við lögðum einnig fram fyrir ári síðan en þá var samþykkt að fara hálfa leið og hækka útsvarið úr 13,70% í 14,09%. Tillöguna rökstuddum við með því að skoða rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins síðastliðin ár en bærinn hefur verið rekinn með halla 5 af síðastliðnum 6 árum. Taprekstur Seltjarnarnesbæjar árið 2022 er kominn upp í 350 milljónir og því ljóst að núverandi rekstrarmódel Seltjarnarnesbæjar er ósjálfbært. Þessa tillögu felldi meirihlutinn einnig og gerir því ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri.

Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra

Bókun:

Við yfirferð á fjárfestingaáætlun v/2023 er hægt að gefa sér að ekki muni gerast mikið í málefnu nýs leikskóla á Seltjarnarnesi. Þrátt fyrir að 500 milljónir séu stór tala er nokkuð ljóst að þær duga ekki hálfa leið í nýjan leikskóla.

Meirihluti bæjarstjórnar hefur valdið og hefur valið að nýta ekki þá tekjustofna sem til eru og þá ekki heldur þau tækifæri sem liggja í þróun miðbæjarsvæðis bæjarins, en þau eru t.d.:

Á þeirri lóð þar sem nú er Orkan bensínstöð og ísbúð er miklir möguleikar til vaxtar. Lóðin er rétt um 4.300 m2 og það liggja fyrir teikningar þar sem sýnt er hvernig svæðið gæti litið út með 25 – 40 íbúðið. Þar sem lóðin er í eigu bæjarins er ljóst að byggingaréttur á lóðinni gæti gefið bæjarsjóði álitilega upphæð.

Á bílastæði við Eiðistorg er stór hluti sem er í eigu bæjarins, en það er sá hluti sem liggur meðfram Nesvegi. Í kosningabaráttu síðasta vors kynntu Samfylkingin og óháðir sínar hugmyndir um þróun þessa svæðis, en þar eru sömuleiðis mikil tækifæri til sóknar.

Við skorum á meirihluta Sjálfstæðismanna að bretta nú upp ermar og einhenda sér í vinnu við skipulag miðbæjarsvæðisins og nýta þá möguleika sem þar eru til fjölgunar íbúa og sækja um leið fjármuni með sölu á byggingarétti á þessum reitum.

Guðmundur Ari Sigurjónsson
Sigurþóra Bergsdóttir
Bjarni Torfi Álfþórsson

Forseti bar upp fjárhagsáætlun ársins 2023 til samþykktar.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihlutans.

Til máls tóku: GAS, MÖG, SB, ÞS, BTÁ, RJ.

 

3ja ára áætlun árin 2024-2026 – síðari umræða – lögð fram.

Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árin 2024-2026.

Fjárhagsáætlun til 3ja ára fyrir árin 2024-2026 var samþykkt með fjórum atkvæðum og þrír sitja hjá.

Til máls tóku: ÞS, GAS

2. Fundargerð 137. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr. 137 voru bornir upp til staðfestingar:

1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

Bæjarstjórn samþykkir, 3. tl. fundargerðar 137, viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 366.855.000,- skv. fylgiskjali 1, vegna launbreytinga í nýjum kjarasamningum, kostnaðaraukningu, vegna leikskólabarna í leikskólum í öðrum sveitarfélögum, veikindaforfalla, vegna starfslokasamninga og fjármagnsliða . Einnig auknar tekjur að upphæð kr. 106.285.000,- sem eru vegna aukinna útsvarstekna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

2. 2021120144 - Minnisblað framkvæmdastjóra SSH -Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir þátttöku og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

3. 2022100160 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2023.
Samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

4. 2022110172 - Tillaga að loftlagsstefnu - SSH
Lögð fram. Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða.

5. 2022120076 - Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar
Bæjarráð samþykkir og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

6. Minnisblað bæjarstjóra - skipan í vinnuhóp um byggingu leikskóla
Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Bæjarstjórn tilnefnir eftirtalda í vinnuhóp.
Örn Viðar Skúlason, Unnarbraut 18, kt. 291065-4579
Karen María Jónsdóttir, Miðbraut 1, kt. 101275-5319

7. 2022120077 - Tímabundinn viðauki við ráðningarsamning Bæjarstjóra Seltjarnarness fyrir árið 2023
Bæjarráð samþykkir og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Bókun:

Við leggjum til að bæjarfulltrúar taki á sig 5% launalækkun fyrir setu sína í bæjarstjórn frá og með 1. janúar nk. Ákvörðunin gildir ekki um nefndarlaun, er tímabundin og gildir eingöngu fyrir árið 2023. Með því sýna bæjarfulltrúar gott fordæmi í þeim hagræðingaraðgerðum sem við blasa í rekstri bæjarins.
Magnús Örn Guðmundson, Ragnhildur Jónsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

Bókun bæjarstjóra:
Varðar síðasta lið í fundargerð Bæjarráðs nr. 137

Undirritaður hafði frumkvæði að tímabundinni lækkun fastra launa Bæjarstjóra um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir árið 2023. Með því vil ég sýna gott fordæmi til hagræðingar í rekstri bæjarfélagsins.
Þór Sigurgeirsson

Til máls tóku: GAS, MÖG, ÞS, RJ

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 12 liðum.

3. Fundargerð 133. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 133 var borinn upp til staðfestingar:

1. 2022110111 - Breyting á deiliskipulagi - Miðbraut 8
Lögð fram umsókn Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, dagsett 9. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna lóðarinnar Miðbraut 8. Í umsókninni felst ósk um að byggja á lóðinni bílskúr/vinnustofu allt að 82m2.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 fyrir íbúum Miðbrautar 6 og 10 og Unnarbrautar 26 og 28. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem eru 8 liðir.

4. Fundargerð 323. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, DSO, SB

5. Fundargerð 437. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 463. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 407. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 547. fundar Stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 40. fundar eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 40. fundar eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.

14. Fundargerð 152. fundar stjórnar veitustofnanna Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

Tillögur og erindi:

15 a) Tillögur að dagsetningum bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2023 lagt fram.
15 b) Umsagnarbeiðni vegna lítillar brennu á Valhúsahæð þann 31.12.2022 lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða

Fundi slitið kl.18:16

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?