Fara í efni

Bæjarstjórn

541. fundur 10. október 2001


Miðvikudaginn 10. október 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lagðar voru fram 92.-95. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 13., 21. og 27. september og 1. október 2001 og voru þær í 6, 1, 1 og 6 liðum.
Til máls um 92. fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Fundargerðir 93. og 94. gáfu ekki tilefni til samþykktar.
Til máls um 95. fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókanir:
a. Vegna 6. liðar fundargerðarinnar:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn fagna því að meirihluti sjálfstæðismanna í skólanefnd skuli hafa samþykkt að fjölga beri leikskólaplássum í bæjarfélaginu.
Af því tilefni er rétt að rifja upp að fulltrúar Neslistans lögðu fram tillögu þessa efnis í upphafi kjörtímabilsins en sjálfstæðismenn sáu ekki ástæðu til að styðja við þetta mikilvæga mál þá.
Fulltrúar Neslistans í nefndum og bæjarstjórn munu fylgja þessu máli fast eftir og reyna að tryggja að þessi samþykkt sofni ekki svefninum langa í höndum sjálfstæðismanna eins og orðið hefur að örlögum annarra mikilvægra mála í höndum meirihlutans.”
    Seltjarnarnesi, 10. október 2001.
  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)

b. Vegna 2. liðar fundargerðarinnar:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn fagna því að loks hefur meirihluti skólanefndar ákveðið að taka til umræðu af einhverri alvöru skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla.  Í upphafi þessa kjörtímabils eða þann 17.n maí 1999 skipaði skólanefnd starfshóp sem átti að gera tillögur um tilhögun hugsanlegra skólamáltíða í Mýrarhúsaskóla.  Niðurstaða hópsins lá fyrir í apríl 2000 en var aldrei lögð fram í skólanefnd.  Þáverandi formaður skólanefndar var í minnihluta og sagðist mundu skila séráliti.  Þetta sérálit hefur aldrei verið lagt fram og álit starfshópsins hefur ekki borist skólanefnd þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.  Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn og fulltrúi í skólanefnd hefur allt þetta kjörtímabil reynt að hreyfa við þessu máli, en án árangurs sbr. tillöguflutning á árinu 2000 við gerð fjárhagsáætlunar og tillögu á bæjarstjórnarfundi 13. júní 2001 og bókanir við ýmis tækifæri.
Áhugaleysi meirihluta skólanefndar og bæjarstjórnar á þessu máli er óskiljanlegt.  Í upphafi þessa kjörtímabils fór af stað mikil umræða um skólamáltíðir og nú er svo komið að skólamáltíðir eru í um 50% skóla í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögunum þ.e. Mosfellsbæ og Garðabæ, eru þessi mál miklu lengra komin.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir Högni Óskarsson
  (sign)    (sign)

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Gerðar hafa verið tilraunir með skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla síðasta vetur.
Mötuneyti hefur verið starfrækt í Valhúsaskóla í 8 ár með góðum árangri.
      Sigurgeir Sigurðsson
      (sign)
 Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


2. Lögð var fram 9. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dagsett 24. september 2001 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 260. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 4. október 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til með vísan til 7 liðar að vinna við aðalskipulag verði kynnt bæjarbúum og þeim gefinn kostur á að koma með tillögur þar að lútandi áður en aðalskipulag verði fullfrágengið.
     Seltjarnarnesi 10.október 2001.
   Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)    (sign)

Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til skipulagsnefndar.

Jens Pétur Hjaltested vék af fundi kr. 17:55.

4. Lögð var fram 10. fundargerð stjórnar Strætó sb. dagsett 21. september 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 68. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 17. september og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 41. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 2. október 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðina þarf ekki að samþykkja.

 

7. Lagðar voru fram 5. fundargerð samstarfsnefndar Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og launanefndar sveitarfélaga, dagsett 26. september 2001, 50. fundargerð samstarfsnefndar leikskólakennara dagsett 11. september 2001 og fundargerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélaga opinberra starfsmanna dagsettar 14. og 25. september 2001.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

8. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Nesstofusafns dagsett 17. júlí 2001.
Bréfinu var vísað samhljóða til Menningarnefndar.
b. Lagt var fram bréf Blindrafélagsins dagsett 28. september 2001.
Bréfinu var vísað samhljóða til Félagsmálaráðs.
c. Lagt var fram bréf Þjóðminjasafns Íslands dagsett 23.september 2001 varðandi málefni lækningaminjasafns og Nesstofu.
Jafnframt var lagt fram afrit af bréfi menntamálaráðherra til byggingarnefndar Nesstofusafns dagsett 11. júlí 2000 og afrit af bréfi Húsafriðunarnefndar ríkisins til þjóðminjavarðar dagsett 24. júlí 2001.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Erna Nielsen.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn vilja benda á að í bréfi menntamálaráðherra til byggingarnefndar Nesstofusafns frá 11. júlí 2000 er tekinn af allur vafi um það að það var aldrei ætlun menntamálaráðuneytis að hætta við byggingu læknaminjasafns þar, heldur var framkvæmdum slegið á frest.”

  Högni Óskarsson Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)   (sign)

  Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
“Bæjarstjóri vill benda á að ráðherra sendi ekki afrit af bréfi þessu til bæjarstjórnar.”
     Sigurgeir Sigurðsson
     (sign)


Bréfi Húsafriðunarnefndar var vísað til menningarnefndar til kynningar.

d. Lagt var fram ódagsett bréf Geðhjálpar.
Bréfinu var vísað samhljóða til félagsmálaráðs.

e. Lagðar voru fram ályktanir Fulltrúaráðsþings félags leikskólakennara.

f. Lagt var fram bréf Snorra Aðalsteinssonar, félagsmálastjóra dagsett 25. september 2001, varðandi verkefni húsnæðisnefndar.
Samþykkt var að frá og með næstu sveitarstjórnarkosningum færi félagsmálaráð með störf nefndarinnar.

g. Lagt var fram bréf Garðabæjar dagsett 18. september 2001 um endurskoðun markmiða og hlutverk SSH.

9. Lögð voru fram drög að samþykktum samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, skipuriti og samþykktum fyrir samstarfsráð SSH.

10. Samþykkt var samhljóða að taka til afgreiðslu 770. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 10. október 2001 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl. 18.17.            Álfþór B. Jóhannsson
       (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?