Fara í efni

Bæjarstjórn

527. fundur 14. febrúar 2001


Miðvikudaginn 14. febrúar 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.
 
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árin 2002-2004 til fyrri umræðu.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir áætluninni.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Áætluninni var vísað til fjárhags- og launanefndar og til síðari umræðu.

2. Lögð var fram 250. fundargerð skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness, dagsett 1. febrúar 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
4. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða, aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 81. fundargerð skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. janúar 2001 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 263. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. janúar 2001 og var hún í 13 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 762. fundargerð byggingarnefndar Seltjarnarness, dagsett 24. janúar 2001 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

6. Lögð var fram 138. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. janúar 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Samþykkt var að vísa 5. lið fundargerðarinnar til skólanefndar, aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 
7. Lögð var fram 1. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 2001, dagsett 15. janúar 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lagðar voru fram 22., 23. og 24. fundargerðir Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsettar 18. september og 30. nóvember 2000 og 29. janúar 2001 og voru þær í 7, 4 og 5 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 207. fundargerð Bláfjallanefndar, dagsett 15. nóvember 2000 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lagðar voru fram 9. og 10. fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dagsettar 9. desember 2000 og 26. janúar 2001 og voru þær í 6 og 8 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 167. fundargerð stjórnar SORPU dagsett 4. janúar 2001 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð K.M.R.S. dagsett 29. desember 2000 ásamt fylgigögnum og fjárhagsáætlun 2001.
Sameining við almannavarnarnefndir Hafnarfjarðarumdæmis og Kópavogs var samþykkt samhljóða.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

13. Lagðar voru fram fundargerðir formanna samvinnunefndar og ráðgjafa með fulltrúum Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar dagsettar 3. og 4. janúar 2001 um athugasemdir sveitarfélaganna við tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Til máls tóku Erna Nielsen og Högni Óskarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

14. Lögð var fram 59. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 8. janúar 2001 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15. Erindi:
a. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:
“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að ganga til samstarfs við Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg um stofnun sameignarfélags/byggðasamlags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni.
Hlutverk félagsins/samlagsins verði að sinna almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu í umboði eigenda sinna.  Félagið/samlagið starfræki almenningsvagnaþjónustu á svæðinu með einu leiðakerfi og einni gjaldskrá og leiti hverju sinni hagkvæmustu leiða í rekstri og starfrækslu.  Félagið/samlagið verði samstarfsvettvangur sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu til þess að knýja á um betri rekstrarskilyrði greinarinnar.
Samningum skal lokið eigi síðar en 1. mars n.k. og verður stofnsamningur lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Starfshópur fulltrúa framkvæmdastjóra sveitarfélaganna vinni að undirbúningi stofnunar félagsins/samlagsins.  Heimilt er að ráða sérfræðinga til aðstoðar við undirbúninginn.
Greinargerð:
Félagið/samlagið verði sjálfstæður aðili með eigin stjórn og stjórnskipulag.  Eignaraðild, stofnframlög, hlutdeild í rekstrarkostnaði og stjórnunarlegri aðild skulu að grunni til byggjast á einhvers konar margfeldi af íbúafjölda, fjölda farþega sem hlutfalli af íbúafjölda, núverandi fjárframlagi og akstursmagni.  Höfð verði til hliðsjónar fordæmi úr hliðstæðum erlendum fyrirtækjum við ákvörðun skiptihlutfalla.  Tryggt skal að ekkert sveitarfélag taki á sig meiri kostnað en nú er vegna annarra sveitarfélaga.
Strætisvögnum sem aka á vegum félagsins verði tryggður samræmdur forgangur í umferð innan allra sveitarfélaganna.
Við stofnun félagsins skal sérstaklega gætt réttinda núverandi starfsmanna sveitarfélaganna við almenningsvagnaþjónustu.  Sérstökum samráðshópi undirbúningsnefndarinnar og fulltrúa starfsmanna verði komið á fót.
Höfuðstöðvum fyrirtækisins verði fundinn staður á hentugum stað miðsvæðis í byggðaheildinni.
Fyrirtækið hafi yfirumsjón með allri ferðaþjónustu fatlaðra á svæðinu.
b. Lögð voru fram drög að bréfi bæjar- og sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi, þjónustan dagsett 5. febrúar 2001 til félagsmálaráðherra um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem sett var fram á Alþingi.
Samþykkt var samhljóða að heimila bæjarstjóra að undirrita bréfið.
c. Tillaga um stofnun einkahlutafélags um Alþjóðahús.
Þátttaka var samþykkt samhljóða.
d. Lagt var fram bréf Landsskrifstofu “Ungt fólk í Evrópu” dagsett 17. janúar 2001.
Bréfinu var vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs.


16. Knattspyrnuvallarnefnd.
Ræddar voru hugmyndir um knattspyrnuvöll.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Edda Jónsdóttiir, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að stefna bæjarins í íþróttavallarmálum væri óbreytt.

17. Samþykkt var að fela íþrótta- og æskulýðsráði að finna heimili fyrir 8 unglinga frá vinabæjum Seltjarnarness sem koma til með að vera hér um tíma í sumar.

18. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans sbr. 11. lið síðustu bæjarstjórnarfundar.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Erna Nielsen og Jens Pétur Hjaltested.
Afgreiðsla tillögunnar var frestað til næsta fundar.

 

 

  Fundi var slitið kl.19.13. Álfþór B. Jóhannsson.


Sigurgeir Sigurðsson (sign)  Erna Nielsen (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)   Högni Óskarsson (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?