Miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Benediktsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
Forseti bæjarstjórnar Inga Hersteinsdóttir gerði grein fyrir heimsóknum Fjárhags- og launanefndar í stofnanir bæjarins fyrr um daginn, en þeim lauk með heimsókn í áhaldahús bæjarins, en þar var verið að taka í notkun nýja starfsmannaaðstöðu með fullkominni kaffistofu og hreinlætisaðstöðu.
Í áhaldahúsinu tóku til máls Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og Árni Sigurjónsson, formaður starfsmannafélags Seltjarnarness.
1. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2001.
Jafnframt var lögð fram greinargerð bæjarstjóra sem gerði grein fyrir áætluninni, en gjöld eru áætluð kr. 890.976.000, tekjur kr. 1.028.000.000, og til eignabreytinga kr. 137.024.000.
Ennfremur voru lagðar fram 291, 292 og 293 fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 31. október og 7. og 14. nóvember 2000 og var hver um sig í 3 liðum.
Samkvæmt 1. gr. 293. fundargerðar Fjárhags- og launanefndar voru eftirfarandi álagningarreglur samþykktar í nefndinni:
a. Gjalddagar fasteignagjalda 2001 verða 5 þ.e. 15. dag janúar, febrúar, mars, apríl og maí mánaða.
b. Álagning útsvars verður 12.46% með fyrirvara um lagabreytingu.
c. Álagning fasteignagjalda verður 0.375% af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1.12% af atvinnuhúsnæði og lóð og af óbyggðum lóðum og löndum.
d. Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati.
e. Urðunargjald verður kr. 4.000 pr. íbúð.
f. Sorphreinsunargjald verður kr. 800 pr. íbúð.
g. Niðurfelling fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega verður: Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.182.860 100% niðurfelling. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 1.624.563. Hjá hjónum með tekjur allt að kr. 1.479.027, 100% niðurfelling. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 1.920.765.
Til máls tók Högni Óskarsson og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi breytingartillögur sem þeir lögðu til að vísað yrði til Fjárhags- og launanefndar:
Liður 04 22 8520: Húsgögn og innréttingar:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að í stað 4.8 M til kaupa á nemendastólum og borðum verði veittar 7.8 M.
Stefnt verði að því að ljúka löngu tímabærri endurnýjun á húsgögnum Valhúsaskóla.
Húsgögn verði endurnýjuð í átta stofum í stað fjögurra”.
Hækkun 3.000 þús.
Liður 04 01 9620: Skólanefnd vegna gæðamats, skólaþróunar, annarra verkefna:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að þessi liður verði hækkaður um 1.000 þús. og þeir fjármunir verði notaðir til að móta samræmda stefnu og framkvæmdaáætlun í tölvu og upplýsingatækni hjá leikskólum og grunnskólum Seltjarnarness.
Mikilvægt er að fyrir liggi markmið sem kveða á um hvaða hlutverki tölvuvæðing á að þjóna og með hvaða hætti Seltjarnarneskaupstaður vill sinna þessum málaflokki”.
Hækkun 1.000 þús.
Liður 09 24 4320: Aðkeypt skipulagsþjónusta:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að sérmerktir verði fjármunir undir þessum lið, til úttektar og tillögur til úrbóta á umferðarmálum, gangandi og akandi vegfarenda við grunnskóla Seltjarnarness.
Vísað er til tillögu Neslistans sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn 18. ágúst 1999 og hefur ekki komið til framkvæmda”.
Liður 10 21 5390: Nýbygging og viðhald gatna:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að þessi liður verði hækkaður um 1.0 M vegna framkvæmda vegna umferðaröryggismála við grunnskóla Seltjarnarness”.
Hækkun 1.000 þús.
Fulltrúar Neslistans leggja til eftirfarandi breytingartillögu við lið sem nefnist Eignabreytingar/Ráðstöfun:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að komið verði upp nemendamötuneyti í Mýrarhúsaskóla nú í sumar og það verði tekið í notkun haustið 2001.
Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður greiði stofnkostnað og greiði starfsfólki laun, en maturinn verði seldur á kostnaðarverði. Þetta er sama fyrirkomulag og viðhaft er á leikskólum bæjarins og í Valhúsaskóla. Engin rök eru fyrir því að nemendur Mýrarhúsaskóla njóti ekki sömu kjara og aðrir leikskóla- og grunnskólanemendur í bæjarfélaginu. Til þessa verkefnis verði varið 5.0 M af ráðstöfunarfé bæjarsjóðs”.
Fulltrúar Neslistans leggja til eftirfarandi breytingartillögu viðbætur við lið sem kallast: Eignabreytingar / Ráðstöfun:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að hafist verði handa við nýbyggingu Valhúsaskóla strax í vor og verkinu lokið haustið 2001.
Skipaður hefur verið starfshópur og vonandi er farin í gang fagleg umræða þar eð mikilvægt er að vel takist til og byggingin taki mið af nýrri aðalnámsskrá grunnskóla.
Til þessa verkefnis verði varið 40.0 M ekki 25.0 M eins og gert er ráð fyrir í ráðstöfun fjármuna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2001”.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
og
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að áður samþykkt tillaga um gerð hringtorgs á mótum Norðurstrandar og Suðurstrandar og áður samþykkt tillaga um umferðareyjar á gangbrautum yfir fjölförnustu götur bæjarfélagsins verði settar inn í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2001.
Seltjarnarnesi 22. nóvember 2000.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Samþykkt var að vísa tillögum Neslistans til Fjárhags- og launanefndar.
Álagningarreglur í 293. fundargerð Fjárhags- og launanefndar voru samþykktar samhljóða og vísuðu bæði meiri- og minnihluti bæjarstjórnar sinnar til röksemda sinna í 9. gr. 1448. fundargerðar bæjarstjórnarfundar.
Aðrir liðir í 291., 292. og 293. fundargerða Fjárhags- og launanefndar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
Samþykkt var samhljóða að vísa fjárhagsáætlunartillögunni til síðari umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi sem samþykkt var að halda 13. desember n.k.
2. Lagðar voru fram 75., 76., 77. og 78. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 31. október og 6., 8. og 15. nóvember 2000 og voru þær í 3, 6, 4 og 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
3. Lögð var fram 760. fundargerð Byggingarnefnar Seltjarnarness dagsett 7. nóvember 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
4. Lögð var fram 24.(244) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 2. nóvember 2000 og var hún í 2 liðum.
Til máls tók Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 261. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 31. október 2000 og var hún í 11. liðum.
Jafnframt var lögð fram fundargerð samstarfshóps um áfengis- og vímuvarnir dagsett 12. október 2000.
Til máls tóku: Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Benediktsdóttir, Erna Nielsen og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lagðar voru fram 22. og 23. fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness dagsettar 14. september og 26. nóvember 2000 og voru þær í 4 og 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
7. Lögð var fram 249. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 2. nóvember 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Sigrún Benediktsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.
1. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.
2. Samþykkt var að vísa 2. lið fundargerðarinnar til nefndarinnar til frekari úrvinnslu.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 137. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 14. nóvember 2000 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Erna Nielsen.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
TILLAGA
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að Golfklúbbi Ness verði þegar gert að fjarlægja moldarfyllingu sem sett hefur verið niður við norðausturenda Daltjarnar. Skal verkið framkvæmast strax og gengið frá svæðinu þannig að sem minnst verksummerki sjáist eftir það rask sem orðið er.
Seltjarnarnesi, 22. nóvember 2000.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
og
TILLAGA
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að Golfklúbbi Ness verði þegar gert að fjarlægja moldarfyllingu sem sett hefur verið niður á svæði milli ljóskastarahúss og Daltjarnar.
Seltjarnarnesi, 22. nóvember 2000.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
og
TILLAGA
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að gera drög að leigusamningi vegna afnota Golfklúbbs Ness af golfvallarsvæðinu í Suðurnesi. Þar komi fram m.a. lýsing á skyldum leigutaka, greiðslum fyrir afnot af svæðinu, umgengni um svæðið og afdráttarlaus yfirlýsing um forræði Seltjarnarnessbæjar yfir svæðinu og hvers kyns framkvæmdum þar. Jafnframt verði getið viðurlaga fylgi leigutaki ekki samningnum í hvívetna.
Seltjarnarnesi, 22. nóvember 2000.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
Samþykkt var með 6 atkvæðum að vísa tillögunni til Umhverfisnefndar. Högni Óskarsson var á móti.
Samþykkt var samhljóða að fela Umhverfisnefnd að hefja undirbúning að gerð leigusamnings við Golfklúbb Ness.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram 206. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 26. október 2000 og var hún í 16. liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram 9. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dagsett 30. október 2000 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lagðar voru fram 47. og 48. fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 23. október og 1. nóvember 2000 og voru þær í 7 og 3 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram 223. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 6. október 2000 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram 165. fundargerð stjórnar SORPU dagsett 9. nóvember 2000 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram 6. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 6. október 2000 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram 7. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 10. nóvember 2000 og var hún í l lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
16. Erindi:
a) Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dagett 1.nóvember 2000 um endurnýjun á samningi milli heilbrigðiseftirlits og Mosfellsbæjar vegna veittrar þjónustu.
Afgreiðslu erindisins var frestað.
b) Lagt var fram bréf systkinanna frá Blómvöllum dagsett í júní 2000, þar sem þau óska eftir að gefa Seltjarnarnesi málverk sem móðir þeirra hafði átt.
Bæjarstjóra var falið að þakka gjöfina.
c) Vínveitingaleyfi fyrir Traustar veitingar, Eiðistorgi.
Samþykkt samhljóða að veita leyfið til 3ja ára með venjulegum fyrirvara.
d) Lagt var fram bréf formanns félagsmálanefndar Alþingis dagsett 10. nóvemver 2000 um eftirfarandi þingmál:
1. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991.
2. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að mæla með frumvarpinu um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt.
e) Jafnréttisáætlun:
Afgreiðslu áætlunarinnar var frestað til næsta fundar.
Fundi var slitið kl. 19.05. Álfþór B. Jóhannsson (sign)
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Sigrún Benediktsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)