Fara í efni

Bæjarstjórn

630. fundur 08. febrúar 2006

Miðvikudaginn 8. febrúar 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 629. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram til seinni umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2007-2009.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi breytingatillögu við langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2007-2009:

“Lagt er til að bætt verði 20 mkr. við fjárfestingar bæjarsjóðs árið 2007 til breytinga og endurbóta á mötuneyti Valhúsaskóla”.

            Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                     (sign)                                        (sign)

            Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                     (sign)                                        (sign)

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 3 fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 3 fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn sitja hjá við afgreiðslu langtímafjárhagsáætlunar meirihluta sjálfstæðismanna 2007-2009, Langtímafjárhagsáætlun er hástemmd stefnuyfirlýsing meirihlutans, sem fulltrúar Neslistans hafa ekki haft neina aðkomu að.

Þar er m.a. ráðgert að verja 140 milljónum kr. á árinu 2007 vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Lýsislóðinni. Ekki er annað í hendi nú en viljayfirlýsing sem hefur mjög takmarkað skuldbindingargildi. Ekki hefur verið gengið frá hvað verði um þau 14 rými sem bæjarfélagið á í Eir. Ljóst er að 44 rými er miklu meira en áætluð þörf bæjarfélagsins.

Ljóst er að byggingaframkvæmdum við Hrólfsskálamel hefur verið frestað um a.m.k.. ár, en fyrirhugaðar tekjur vegna sölu landsins eiga ekki að koma til fyrr en á árinu 2007.

Fulltrúar Neslistans telja ekki efni til að fjölyrða frekar um þessa langtímafjárhagsáætlun fyrir árin 2007-2009. Langtímafjárhagsáætlanir meirihlutans hafa fram að þessu ekki verið sérstaklega áreiðanlegar, séu þær bornar saman. Nægir í því sambandi að benda á langtímafjárhagsáætlun fyrir árin 2005-2007, sem lögð var fram í ársbyrjun 2004, en glöggt má sjá að allar framkvæmdir sem voru á teikniborðinu hjá meirihlutanum þá eru enn á teikniborðinu, þ.e. vegna klúðurs meirihlutans í skipulagsmálunum hefur ekki enn tekist að hrinda áformuðum framkvæmdum af stað. Ekki er því ástæða til að taka þessa langtímafjárhagsáætlun 2007-2009 sérstaklega alvarlega.

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir          Árni Einarsson         Stefán Bergmann

                   (sign)                                   (sign)                         (sign)          

 

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2007 til 2009 sýnir trausta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og ber vitni um áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu langtímalána og metnaðarfulla þjónustu við íbúa. Ekki er gert  ráð fyrir hækkun á álagningastuðlum opinberra gjalda á tímabilinu frekar en í fjárhagsáætlun þessa árs og endurspeglar það stefnu meirihlutans um að Seltjarnarnesbæjar veiti íbúum öfluga þjónustu en láti skattgreiðendur um leið njóta traustrar fjármálastjórnar og ráðdeildar í rekstri bæjarsjóðs.

Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun á Seltjarnarnesi og tekjum af sölu byggingaréttar vegna fyrirsjáanlegra byggingarframkvæmda á Hrólfsskálamel og Bygggörðum í samræmi við drög að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er í vinnslu.

Áætlunin ber vitni um framfarasókn í þjónustu við íbúa og framkvæmdum á næstu árum. Gangi áætlunin eftir verður á næstu þremur árum varið rúmlega einum milljarði króna til nýframkvæmda á sviði fræðslumála, íþrótta, heilsueflingar og öldrunarþjónustu sem efla munu lífsgæði Seltirninga. Að auki er gert ráð fyrir fjárveitingum til ýmissa annarra umbótamála, svo sem til endurbóta á Nesstofu og umhverfi hennar, Eiðistorgi, veglegu gatnagerðarátaki, endurnýjun gangstétta og fegrun bæjarins.

Rúmum 160 mkr. óráðstafað á tímabilinu. Er það gert í varúðarskyni, til að mæta sveiflum í rekstri eða nýjum framkvæmdum svo sem við skólamannvirki og íþróttamannvirki.

            Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                     (sign)                                        (sign)

            Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                     (sign)                                        (sign)

         

2.           Lögð var fram fundargerð 317. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. janúar 2006 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað til næsta fundar.

3.           Lögð var fram fundargerð 171. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. febrúar 2006 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Bjarni Torfi Álfþórsson.

Liður 1 í fundargerðinni var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 221. fundar stjórnar SORPU bs.,  dagsett 30. janúar 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 287. fundar stjórnar SSH  dagsett 16. janúar 2006 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 53. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.  dagsett 20. janúar 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 69. fundar stjórnar Strætó bs.  dagsett 6. janúar 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lagðar voru fram eftirtaldar fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga:

210.fundar dagsett 14. desember 2005 og var hún í 8 liðum.

211.fundar dagsett 20. janúar 2006 og var hún í 2 liðum.

212.fundar dagsett 25. janúar 2006 og var hún í 3 liðum.

213.fundar dagsett 28. janúar 2006 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

9.           Tillögur og erindi:

a)        Lögð var fram umsókn Veislunnar ehf. um vínveitingaleyfi fyrir Félagsheimili Seltjarnarness til 14. ágúst 2007.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu á vínveitingaleyfi þessu að uppfylltum lögboðnum umsögnum.

Þá var lögð fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna útgáfu á tækifærisveitingaleyfi fyrir herrakvöld Íþróttafélagsins Gróttu þann 17. febrúar 2006.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu veitingaleyfisins.

b)       Lagðar voru fram samþykktir Launanefndar sveitarfélaga um tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamninga, annarsvegar við Félag leikskólakennara og hinsvegar við Samflot bæjarstarfsmannafélaga og fleiri stéttarfélaga sem samið hafa um starfsmat við nefndina.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir að nýta heimildir, sem Launanefnd sveitarfélaga hefur veitt, til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna stéttarfélaga sem samið hafa við LN um starfsmat sem tillögur launanefndar frá 28. janúar s.l. gera ráð fyrir. Gildistími verði frá 1. janúar 2006. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samráði við Fjárhags- og launanefnd.

c)       Lagt var fram erindi frá Þyrpingu ehf. dagsett 11. janúar 2006, varðandi fyrirhugaða uppbyggingu við Bygggarða og Sefgarða á Seltjarnarnesi, vegna reits sunnan og austan Sefgarða.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.

Erindinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

10.      Lögð var fram fundargerð 83. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. janúar 2006 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.

Liðir 6 og 9 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

Fundi var slitið kl.  17:35



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?