Fara í efni

Bæjarstjórn

654. fundur 25. apríl 2007

Miðvikudaginn 25. apríl 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Lúðvík Hjalti Jónsson.

Fundargerð 653. fundar samþykkt.

  1. Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur ársins 2006 fyrir Bæjarsjóð Seltjarnarness.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

    Ársreikningur fyrir árið 2006 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

    Ársreikningur ársins 2006 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi undirritaður.

    Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2006 er án nokkurs vafa sú allra besta í ríflega þrjátíu ára sögu bæjarfélagsins.   Aðgát og ráðdeild í rekstri bæjarins endurspeglast jafnframt í góðu samræmi á milli ársreiknings og fjárhagsáætlunar. 

    Bæjarfélagið býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest ef ekki öll önnur sveitarfélög landsins. Velgengni í rekstri bæjarsjóðs sem hefur einnig farið vaxandi ár frá ári og öflug fjárhagsleg staða skapar skilyrði til að veita íbúum bæjarfélagsins, ungum sem öldnum, enn betri þjónustu.  Vert er að benda á að kannanir á viðhorfum Seltirninga til þjónustu bæjarins sína m.a. að yfirgnæfandi hluti þeirra er ánægður með þjónustu bæjarins eða um 85%. 

    Jafnframt er rétt að ítreka að skattgreiðendum á Seltjarnarnesi er hlíft við á þriðja hundrað milljónum króna árlega í álögum og þannig sparast hverju heimili hundruð þúsunda króna í opinberum gjöldum á við það sem gerist annarsstaðar.  Slíkt kemur öllum Seltirningum til góða og á stóran þátt í að gera Seltjarnarnes að eftirsóknarverðu og fjölskylduvænu bæjarfélagi.

    Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2006  námu rúmum 2.000 mkr. og vaxa skatttekjur um um 4,5% milli ára þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignagjalda og lítilsháttar fólksfækkun.  Gjöld samstæðunnar vaxa um 15% á milli ára en eru einungis um 3,5% umfram fjárhagsáætlun sem ber markvissum vinnuferli við gerð fjárhagsáætlana bæjarins gott vitni. 

    Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2006 nam þannig rúmum 1.750 milljónum króna og samstæðunnar 1.705 milljónum króna sem er um hálfum milljarði betri en fjárhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir.  Tekjur ársins jukust þannig verulega umfram forsendur fjárhagsáætlunar eða um 35% sem skýrist helst af verulega betri samningum um sölu byggingarréttar á Hrólfsskálamel og við Bygggarða en væntingar stóðu til.  Ljóst er því að stöðugleiki er í rekstri bæjarins og afkoman árið 2006 í samræmi við verulega batnandi afkomu bæjarsjóðs allt frá upphafi síðasta kjörtímabils. 

    Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs tæpum 700 milljónum króna og tvöfaldast á milli ára.  Veltufé frá rekstri nemur um 35% af tekjum bæjarsjóðs og  undirstrikar peningalegan styrk Seltjarnarnesbæjar sem aldrei hefur verið meiri.  Sömu sögu er að segja um veltufé frá rekstri í samstæðu.   Veltufjárhlutfall bæjarins styrktist þannig enn á milli áranna 2005 og 2006 og hækkaði úr 2,91 í árslok 2005 í 8,30 í árslok 2006. Hlutfallið er því ríflega átta sinnum hærra en æskilegt lágmarkið 1,0. Það er því óhætt að segja að vel hafi tekist til í rekstri bæjarins á síðasta ári þrátt fyrir að framkvæmdir á hans vegum hafi aldrei verið meiri á einu ári. Fjárfestingar námu um 664 milljónum króna.  Engin lán voru tekin til framkvæmda á árinu en hartnær áratugur er frá því Seltjarnarnes sló síðast lán fyrir framkvæmdum.  Þvert á móti ávaxtar bæjarssjóður nú um 1.200 milljónir króna á innlánsreikningum viðskiptabanka sinna og nýtir vaxtatekjur til framkvæmda.

    Fjármögnunarhreyfingar námu samtals um 89 mkr. og  er fyrst og fremst um að ræða áframhaldandi niðurgreiðslu  langtímalána bæjarsjóðs.

    Efnahagur Seltjarnarnesbæjar undirstrikar eina traustustu fjárhagsstöðu á meðal sveitarfélaga á Íslandi.  Eignir bæjarjóðs vaxa um rúmar 1.800 mkr. á milli ára, úr rúmum 3.060 mkr. árið í 2005 í 4.864 mkr. árið 2006 eða um tæplega 59% og eignir samstæðu einnig.  Eigið fé bæjarsjóðs hækkar um röskar 1.750 mkr. á milli ára eða um 89% sem gerir um 82% raunávöxtun eiginfjár þegar mið er tekið af verðbólgu á árinu 2006.  Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs  í árslok var 76,33% en samstæðunnar um 65%  Langtímaskuldir bæjarins og samstæðu hafa farið hratt lækkandi síðustu ár og nema nú um 300  sem hlýtur að teljast óverulegt í ljósi fjárhagslegra burða Seltjarnarnesbæjar. 

    Niðurstaða endurskoðenda bæjarins, Deloitte  í endurskoðunarskýrslu er meirihluta Sjálfstæðisflokks í senn ánægjuefni og hvatning til að halda áfram á sömu braut  - en þar segir m.a. annars að “..... allar kennitölur beri með sér trausta fjárhagsstöðu og rekstur.”

    Mikilvægur þáttur í fjármálastjórn meirihluta Sjálfstæðisflokks hefur ávallt verið það markmið að bæjarstjórn veiti íbúum lögbundna þjónustu á sem bestum kjörum.   Dæmin sanna að traustur rekstur sveitarfélaga ræðst ekki af tilviljunum, heldur á stefnufestu, ábyrgðarkennd og sýn á langtímahagsmuni bæjarbúa.   Meirihluti Sjálfstæðisflokks  á Seltjarnarnesi hefur ætíð einbeitt sér að því að lágmarka álögur á skattgreiðendur en veita um leið samkeppnisfæra þjónustu.  Þrátt fyrir lækkandi álögur á bæjarbúa  hefur rekstur bæjarins aldrei skilað meiri afgangi.”

    Jónmundur Guðmarsson         Ásgerður Halldórsdóttir
                 (sign)                                      (sign.)

    Sigrún Edda Jónsdóttir              Lárus B. Lárusson
                 (sign.)                                     (sign.)
                                        
                                  Þór Sigurgeirsson
                                               (sign)


    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun: 

    “Fulltrúar Neslistans benda á að afkoma bæjarfélagsins helgast af óreglulegum liðum þ.e. sölu á eignum.  Er því afkoma bæjarfélagsins ekki venjubundin.  Sé horft frá því er afkoman svipuð og verið hefur undanfarin ár.  Er því ekkert óvenjulegt við þennan ársreikning.”

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir                          Sunneva Hafsteinsdóttir
               (sign)                                                                        (sign)  

  2. Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2006.

  3. Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2006.

  4. Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2006.

    Til máls tók: Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram skriflega fyrirspurn.

    “Hvernig hyggst meirihluti sjálfstæðismanna bregðast við þeim ábendingum sem kemur ítrekað frá endurskoðanda bæjarins vegna ársreikninga Fráveitunnar um að hugað verði að því með hvaða hætti hægt verði að ná jöfnuði í rekstri Fráveitunnar.  Endurskoðandi bæjarfélagsins talaði um “reikningshaldslega leikfimi” þegar hann kynnti endurskoðunarskýrslu sína í sambandi við uppgjör Fráveitunnar á síðasta bæjarstjórnarfundi.

    Óskað er eftir skriflegu svari.”

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir                 Sunneva Hafsteinsdóttir
                         (sig
    n)                                              (sign)

  5. Lögð var fram fundargerð 105. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. apríl 2007 og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  6. Lögð var fram fundargerð 190. (13.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. apríl 2007, og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Þór Sigurgeirsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  7. Lögð var fram fundargerð 200. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 2. apríl 2007 og var hún í 8 liðum.

    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  8. Lögð var fram fundargerð 319. (13.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness,  dagsett 18. apríl 2007 og var hún í 4 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Samþykkt samhljóða að vísa lið 1 til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

    Fundargerðin gaf að öðru leiti ekki tilefni til samþykktar.  

  9. Lögð var fram fundargerð 304. fundar SSH, stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,  dagsett 2. apríl 2007 og var hún í 9 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

  10. Lögð var fram fundargerð 742. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 22. mars 2007 og var hún í 24 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

  11. Lögð var fram fundargerð 269. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 20. febrúar 2007 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

  12. Tillögur og erindi:

  • Lagt var fram bréf frá Samgönguráðuneytinu, dagsett 3. apríl 2007, vegna ábendinga um skort á leigubifreiðum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum.
  • Lögð fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um veitingaleyfi fyrir Wilson´s ehf., veitingastofa/greiðasala, að Austurströnd 1.

    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.
  • Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í undirkjörstjórn á Seltjarnarnesi vegna Alþingiskosninga 12. maí 2007:

    Fyrir D- lista:

    Aðalmenn í undirkjörstjórnum:

    Kristján Guðlaugsson, Bollagörðum 1,

    Jón Guðmundsson, Látraströnd 12

    Ómar V. Gunnarsson, Skólabraut 8,

    Þórður Búason, Sólbraut 16,

    Hildur B. Guðlaugsdóttir, Sólbraut 16,

    Jónas Friðgeirsson, Barðaströnd 31,

    Kristinn Guðmundsson, Vallarbraut 6,

    Jóhanna Runólfsdóttir, Lindarbraut 15.

    Varamenn:

    Guðmundur Jón Helgason, Nesbala 102,

    Jakobína Jónsdóttir, Bollagörðum 55,

    Elín Jónsdóttir, Bollagörðum 55,

    Stella Auður Auðunsdóttir, Tjarnarbóli 2,

    Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd 39,

    Gréta M. Birgisdóttir, Bollagörðum 119,

    Margrét Sigurgeirsdóttir, Unnarbraut 2,

    Agnar Þór Guðmundsson, Austurströnd 2.

    Fyrir N- lista:

    Varamaður yfirkjörstjórnar er Stefán Bergmann.

    Aðalmenn undirkjörstjórn:

    Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30

    Edda Sif Bergm. Þorvaldsdóttir, Miðbraut 3

    Margrét Steinunn Bragadóttir, Vallarbraut 10

    Helga Charlotta Reynisdóttir, Hrólfsskálavör 15.

    Varamenn:

    Felix Ragnarsson, Vallarbraut 8,

    Brynjúlfur Halldórsson, Tjarnarmýri 37,

    Þórunn Júlíusdóttir, Unnarbraut 32,

    Kristján Þór Þorvaldsson, Miðbraut 3

 

 

Fundi var slitið kl.  17:35



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?