Fara í efni

Bæjarstjórn

11. nóvember 2009

Miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 17:15 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar nr. 703.
Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð.

Að því búnu var gengið til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009. Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum að breytingum og helstu niðurstöðum við endurskoðun fjárhagáætlunar fyrir árið 2009 og svaraði fyrirspurnum.
    Helstu niðurstöður endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2009 eru eftirfarandi:
                                                           A hluti    Samstæða.
                                                  Var              Verður                 Var            Verður
    Heildar tekjur  (í þús)     2.201.333.   2.067.579.  2.344.503.   2.177.987.
    Gjöld (í þús)                    2.221.447.   2.449.829.  2.315.516.    2.532.079. 
    Niðurstaða án fármagnsliða
    og afskrifta (í þús)              -20.114.     -382.250.       28.987.      -354.092.
    Fjármagnsliðir og
    afskriftir  (í þús)                    46.107.          -7.324.     -39.573.     -131.222.
    Rekstrarniðurstaða (í þús)  25.993.    -389.574.     -10.586.    -485.314.
    Fjárfestingar   (í þús)             72.000.       64.243.    177.000.      183.942.
    Breytingar á fjárf. (í þús)          7.757.        -6.942.

    Til máls tóku: ÁH, GHB, SH, JG, SEJ og LBL.
    Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2009 var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Rekstur bæjarins og fjármálastjórn hefur gengið vel það sem af er þessu ári og er fjárhagsstaða bæjarins mun sterkari en flestra annarra sveitarfélaga.
    Sveitarfélagið hefur náð að halda uppi óbreyttu þjónustustigi án þess að skuldsetja bæjarfélagið.
    Útlit og ásýnd hefur verið til fyrirmyndar þar sem bærinn réði til sín allt það unga fólk sem sótti um vinnu sl. sumar m.a. til að sinna ýmsum verkefnum sem snúa að umhverfi og fegrun bæjarins.
    Helstu frávik má rekja til utanaðkomandi áhrifa vegna þróunar í efnahagsumhverfi þjóðarinnar og það var sameiginleg ákvörðun bæjarfulltrúa að láta það ekki hafa áhrifa á þjónustu við íbúa, þegar fjárhagsáætlunin 2009 var samþykkt.

    Megin frávikin liggja í:
    Aukning á útgjöldum vegna sumarstarfa                                                          kr.   32.000.000.-
    Niðurfærsla á reiknuðum verðbótatekjum af Lýsislóð                                   kr. 150.000.000.-
    Minnkun í áætluðum vaxtatekjum                                                                       kr.   40.000.000.-
    Aukning í fjármagnsgjöldum og fjármagnstekjuskatti                                   kr.   11.000.000.-
    Aðrar breytingar                                                                                                     kr. 195.524.000.- 
    Ásgerður Halldórsdóttir  Jónmundur Guðmarsson
                         (sign)                        (sign)
    Sigrún Edda Jónsdóttir  Lárus B Lárusson
                        (sign)                          (sign)
    Þór Sigurgeirsson
           (sign)

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
    “Fulltrúar Neslista í bæjarstjórn hafa oft í síðustu árum gert athugasemdir við lausatök í fjármálastjórn bæjarins með bókunum. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar hefur í mörg ár verið þannig að rekstur málaflokka hefur útheimt tæplega 90% af tekjum bæjarins. Það er hátt hlutfall og skilgreind hættumörk félagsmálaráðuneytisins eru 85%. Það vekur sérstaka athygli að laun hafa verið gróflega vanáætluð á mörgum sviðum í nokkur ár og hafa fulltrúar minnihlutans oft bent á það í bókunum. Nú er staðan hins vegar grafalvarleg. Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009 kemur í ljós viðbótarútgjöld eru tæpar 480 M króna eða um 25% . Það hefur oft  komið fyrir í fjárhagsáætlunum bæjarins bæði að liðir séu vanáætlaðir og framkvæmdir á vegum bæjarins hafa oft farið langt fram úr áætlun. Þetta hefur allaf bjargast þar sem skatttekjur hafa stöðugt aukist. Nú eru tekjur hins vegar að lækka og kostnaður að hækka.
    Það liggur fyrir að þessum viðbótarútgjöldum 2009  verður mætt með því að ganga á peningalegar eignir bæjarsjóðs. Þeir sjóðir verða ekki stórir eftir þetta ár og nú reynir á að Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið á málum í þessari erfiðu stöðu. Meirihluti sjálfstæðismanna fer jafnan hástemmdum orðum um afrek sín í fjármálastjórn bæjarins og vitnar þá jafnan máli sínu til stuðnings til greinargerðar “óháðra aðila”, sem eru aðkeyptir álitsgjafar meirihlutans. Það er auðvelt að stjórna þegar skatttekjur eru alltaf að aukast en nú reynir raunverulega á.  Fulltrúar Neslistans lýstu sig fúsa til aðgerða í vor þegar lá fyrir í hvað stefndi en lítið hefur verið gert. Við sitjum því hjá við þessa afgreiðslu.”
    Guðrún Helga Brynleifsdóttir      Sunneva Hafsteinsdóttir
                       (sign)                                      (sign)
  2. Lögð var fram fundargerð 416. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. október 2009, og var hún í 14 liðum.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 18.  fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 21. október 2009, og var hún í 9 liðum.
    Til máls tóku: SH og ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 346. (40.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. október 2009, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: SH, LBL og ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 86. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 26. október 2009, og var hún í 6 liðum.
    Til máls tóku: SH, ÁH, ÞS, JG og SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 22. fundar vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, dagsett 23. október 2009, og var hún í 4 liðum. Einnig lagt fram minnisblað Ásgerðar Halldórsdóttur og Snorra Aðalsteinssonar um fund með Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þann 15. október 2009. 
    Til máls tóku: ÁH, SH, JG og ÞS.
    Lið 4 í fundargerðinni er vísað til Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs, 125. fundar, dagsett 30. október 2009 sem var hún í 3 liðum og 126. fundar, dagsett 4. nóvember 2009, sem var í 3 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 342. fundar, dagsett  21. október 2009 sem var í 4 liðum og 343. fundar, dagsett 2. nóvember 2009 sem var í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SORPU bs, 265. fundar, dagsett  12. október 2009 sem var í 5 liðum og 266. fundar, dagsett 2. nóvember 2009 sem var í 8 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett  30. október 2009 og var hún í 34 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Tillögur og erindi:
    a) Forseti gerði grein fyrir fundi með Þyrpingu vegna Bygggarðasvæðis.
    Til máls tóku: JG, GHB, ÁH, SH, LBL og ÞS.
    b) Tillaga var lögð fram um breytingu á skipan Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness. Stefán Pétursson verði skipaður formaður nefndarinnar og Sigrún Edda Jónsdóttir verði kjörin sem aðalmaður í stað Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjarstjóra.
    Tillagan var samþykkt með  4  atkvæðum en    3  fulltrúar sátu hjá GHB,SH og ÞS .
    c) Lagt var fram bréf, dagsett 11. nóvember 2009, frá Gunnari Lúðvíkssyni þar sem hann biður um leyfi frá setu í Skólanefnd fram að næstu kosningum 2010.
    Till máls tók: ÁH.
    Samþykkt samhljóða.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi var slitið kl. 18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?