Fara í efni

Bæjarstjórn

14. mars 2012

Miðvikudaginn 14. mars 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Guðmundur Magnússon (GM), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Katrín Pálsdóttir (KP), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus Brynjar Lárusson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 451. fundar Fjárhags- og launanefndar.

    ÁH vék af fundi undir þessum lið og varamaður hennar RJ kom í hennar stað.

    SEJ vék af fundi undir þessum lið og varamaður hennar KP kom í hennar stað.

    Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.

    RJ og KP viku af fundi eftir afgreiðslu 1. Liðar og ÁH og SEJ tóku aftur sæti á fundinum.

  2. Fundargerð 246. fundar Skólanefndar.

    Til máls tók: SEJ

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 372. fundur Félagsmálaráðs.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 109. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 23. fundar Jafnréttisnefndar ásamt svörum Jafnréttisnefndar við bókun bæjarstj.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE, ÁH

  6. Fundargerð 322. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðb.svæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 109. fundar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerðir 295. og 296. fundar SORPU bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  9. Fundargerð 794. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfél.

  10. Fundargerð 167. fundar stjórnar Strætó bs.

  11. Erindi og tillögur:

    a )Kjörinn er nýr aðalmaður D-lista í Skólanefnd, Erlendur Magnússon, kt. 081056-6179, Miðbraut 31, í stað Bjargar Fenger. Kjörinn nýr varamaður í Skólanefnd, Margrét Pálsdóttir, kt. 140943-3719, Steinavör 6, í stað Erlendar Magnússonar.
    Kjörinn er nýr varamaður D-lista í Umhverfisnefnd, Sigrún Edda Jónsdóttir, kt. 181165-8399, Selbraut 84, í stað Bjargar Fenger.
    Kjörinn er nýr varamaður D-lista í fulltrúaráð Sorpu, Bjarni Torfi Álfþórsson, kt. 080560-3709, Barðaströnd 41, í stað Bjargar Fenger.
    Samþykkt af 5 fulltrúum og 2 sátu hjá.

    b) Bréf frá Innanríkisráðuneytinu nr. IRR1012502, nr. IRR1012548 og IRR1012549 lagt fram.
    ÁH vék af fundi undir þessum lið og varamaður hennar RJ kom í hennar stað.
    SEJ vék af fundi undir þessum lið og varamaður hennar KP kom í hennar stað.
    Til máls tók: ÁE, MLÓ

    Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Fyrir liggur úrskurður innanríkisráðuneytisins þann 22. febrúar síðastliðinn um að niðurlagning stöðu Ólafs Melsteð hjá Seltjarnarnesbæ í kjölfar samþykktar meirihluta Sjálfstæðisflokks á nýju skipuriti bæjarins þann 8. september 2010 hafi verið ólögmæt og fari í bága við þágildandi sveitarstjórnarlög.
    Við undirrituð bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar teljum að bæjarstjórn Seltjarnarness eigi að virða þennan úrskurð ráðuneytisins og taka hann alvarlega. Í úrskurðinum felst að rangt hafi verið staðið að málum skv. sveitarstjórnarlögum og við því þarf bæjarstjórn að bregðast.
    Við mótmæltum umræddri skipuritsbreytingu á bæjarstjórnarfundinum 8. september og greiddum atkvæði gegn henni. Við töldum skorta rökstuddar forsendur fyrir hinu breytta skipuriti og ávinning óljósan. Lögðum við til að stofnað yrði vinnuteymi til þess að yfirfara fyrirliggjandi tillögu. Því hafnaði meirihlutinn.
    Sú stjórnsýsla sem innanríkisráðuneytið úrskurðar hér um, sú handvömm sem hér kann að hafa orðið og mögulegur kostnaður bæjarsjóðs er á ábyrgð bæjarstjóra og þeirra sem samþykktu hið nýja skipurit.
    Við leggjum til í ljósi úrskurðar Innanríkisráðuneytisins að bæjarstjórn leiti sáttaleiða við Ólaf Melsted og reyni þannig að ljúka þessu máli á sem farsælastan hátt.

    Margrét Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar
    Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista

    Óskað var eftir því að tillagan væri tekin á dagskrá fundarins.
    Tillaga sú var felld með 5 atkvæðum gegn 2, og vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

    Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
    Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar leggur fram eftirfarandi bókun:

    Fundur bæjarstjórnar miðvikudaginn 14. mars 2012.
    Vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur um starfslok Ólafs Melsted hjá Seltjarnarnesbæ, vill meirihluti bæjarstjórnar koma eftirfarandi á framfæri.
    Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness telur sig hafa fylgt lögum og reglum í hvívetna við niðurlagningu á starfi fyrrverandi framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Ekki verður því frekar aðhafast að svo stöddu vegna nýgengins úrskurðar innanríkisráðuneytisins.
    Nokkuð hefur verið fjallað um aðdraganda þess að áðurnefndar skipulagsbreytingar náðu fram að ganga og ástæða er til að halda þar til haga nokkrum staðreyndum um það ferli.
    Haustið 2009 hófst ítarleg endurskoðun á starfsemi Seltjarnarnesbæjar með það fyrir augum að auka enn frekar skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Sú skylda hvílir að sjálfsögðu á bæjarstjórn gagnvart íbúum bæjarins að leita ávallt hagkvæmari leiða við rekstur og stjórn hans. Ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til að skoða þágildandi skipurit bæjarins og leggja fram tillögu að nýju og skilvirkara skipuriti. Nýtt skipurit var síðan samþykkt 8. september 2010, en með því voru gerðar grundvallar breytingar á stjórnskipulagi Seltjarnarnesbæjar. Markmiðið með hinu nýja skipuriti var nánari samvinna, meiri skilvirkni og sveigjanleiki í rekstrinum. Með þessum breytingum voru stöður allra framkvæmdastjóra sviða bæjarins lagðar niður. Ákvörðun bæjarstjórnar fól það jafnframt í sér að samþykkt var nýtt skipulag sviða og stofnaðar nýjar stöður sviðsstjóra. Ólafur Melsted var á þessum tíma framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs bæjarins. Staða hans var lögð niður eins og staða allra annarra framkvæmdastjóra sviða bæjarins.
    Í úrskurði innanríkisráðuneytisins er viðurkennt að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, hafi ekki verið vanhæfar við meðferð og afgreiðslu tillögu um nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar á fundi bæjarstjórnar 8. september 2010. Tekur ráðuneytið sérstaklega fram í úrskurðinum, að skipulagsbreytingarnar hafi verið almenns eðlis og að megintilgangur breytinganna ekki verið sá, líkt og Ólafur heldur fram, að leggja starf hans niður.
    Seltjarnarnesbær taldi einfaldlega, í samræmi við álit lögmanns bæjarins, að ráðning framkvæmdastjóra félli niður við niðurlagningu viðkomandi starfs. Er það í samræmi við framkvæmd við niðurlagningu starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Því kom sú niðurstaða innanríkisráðuneytisins um að ráðningarsamningar framkvæmdastjóra hafi ekki rofnað við niðurlagningu starfs þeirra, nokkuð á óvart.

    Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness.
    Guðmundur Magnússon (sign), Lárus B. Lárusson (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Ragnar Jónsson varamaður (sign), Katrín Pálsdóttir varamaður (sign).

Fundi var slitið kl. 17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?