Fara í efni

Bæjarstjórn

12. desember 2012
765. (1691.) Bæjarstjórnarfundur.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson, setti fund og stjórnaði.

Forseti bað bæjarfulltrúa að rísa úr sætum og votta minningu Snæbjörns Ásgeirssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa virðingu sína með einnar mínútu þögn.

 1. Fundargerð 466. fundar Fjárhags- og launanefndar.
  Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
  Undir lið 3 tilkynnir minnihluti bæjarstjórnar breytingu á fulltrúa sínum í fulltrúaráði Eirar. Nýr fulltrúi verður Ragnhildur Ingólfsdóttir
  Til máls tóku: ÁE,
 2. Fundargerðir 179. og 180. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 3. Fundargerð 252. fundar Skólanefndar.
  Fundargerðin lögð fram.
 4. Fundargerð 34. fundar stjórnar Lækningaminjasafns.
  Fundargerðin lögð fram.
 5. Fundargerðir 8. og 9. fundar undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
  Til máls tóku: SSB
 6. Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
  Fundargerðin lögð fram.
 7. Fundargerð 308. fundar stjórnar SORPU bs.
  Fundargerðin lögð fram.
 8. 801. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.
 9. Fundargerðir 29. og 30. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Fundargerð SBH frá 30. október sl.
  Tekið fyrir erindi Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 27.10.12 sem sendir breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði 5, innkomnar athugasemdir og álit fagráðs til afgreiðslu í sveitarstjórnum skv. 2. mgr. 25. greinar skipulagslaga.

  Borin er upp til samþykktar: ,,Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breyttu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsgangna og byggingamagns á byggingarreit 5. Samþykkt með 5 atkvæðum, ÁH, LBL, SES, ÁE og SB einn sat hjá BTÁ.

  Eftirfarandi bókun lögð fram:

  Vegna óvissu um þróun byggðar við Landspítala, á flugvallarsvæðinu og í vesturbæ Reykjavíkur norðanvert er miklum vandkvæðum bundið að áætla hvernig umferð muni þróast um þær samgönguæðar gegnum höfuðborgarsvæðið sem mesta þýðingu hafa fyrir íbúa Seltjarnarness. Á þetta bæði við venjulegar aðstæður og einnig ef kemur til náttúruhamfara eða annars konar hættuástands er krefst skjótrar hóprýmingar. Af þessum ástæðum þykir bæjarstjórn orka tvímælis að Holtsgöng verði felld út af skipulagi. Þessar fyrirætlanir Reykjavíkurborgar kalla enn frekar á skoðun á því á hvern hátt umferðarflæði til og frá höfuðborginni til og frá suðri verður háttað í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til öryggis- og rýmingarsjónamiða fyrir íbúa Seltjarnarness.
  Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Lárus B. Lárusson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Árni Einarsson (sign) og Sigurþóra Bergsdóttir (sign).

  Bókun frá BTÁ: „Í ljósi þess hversu mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi umhverfi Hringbrautar og hins nýja Landspítala hefði undirritaður kosið að Holtsgöngum væri enn haldið inni í kynntu Svæðisskipulagi. Enn er alls óvíst með framtíð flugvallarins sem og áhrifa af flutningi miðstöðvar Strætó bs í Vatnsmýrina. Réttara væri að halda Holtsgögnum inni þar til betri forsendur væru til staðar fyrir allt svæðið í heild.
  Bjarni Torfi Álfþórsson (sign).

  Tillögur og erindi:
  a.   Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2013.
  Bæjarstjórnarfundir á árinu 2013 verða á eftirfarandi dögum:
  16. janúar, 13. febrúar, 27. febrúar, 13. mars, 27. mars, 10. apríl, 24. apríl, 8. maí, 22. maí, 12. júní, 26. júní, 10. júlí, 14. ágúst, 11. september, 25. september, 9. október, 23. október, 13. nóvember, 27. nóvember og 11. desember.

  b.   Lagt var fram bréf dags. 12. desember 2012 til mennta- og menningarmálaráðherra v/Lækningaminjasafns.

  Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi tillögu:

  Tillaga um næstu skref vegna Lækningaminjasafns og menningarhúss í Nesi.
  Við leggjum til að óskað verði eftir því við menntamálaráðuneytið að núgildandi samningur verði framlengdur um eitt ár og tíminn nýttur til viðræðna um nýjan samning sem feli m.a. í sér athugun á breyttu hlutverk safnins, breyttu rekstrarformi eftir atvikum og nýja tímaáætlun og áfangaskiptingu framkvæmda. Vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

  Bréf meirihluti bæjarstjórnar borið upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum ÁH, LBL, SEJ, BTÁ, tveir greiddu atkvæði á móti ÁE, SSB.

  Bókun frá minnihluta bæjarstjórnar:

  Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista vegna bréfs meirrihluta Bæjarstjórnar Seltjarnarness til Mennta og menningarmálaráðherra, dags 12/12/12 v. Lækningaminjasafns. Bæjarfulltrúar Neslista og Samfylkingar samþykkja ekki fyrir sitt leiti bréf það sem lagt er fram í bæjarstjórn til samþykktar.
  Eins og staðan er í dag lítum við svo á að ýmsir aðrir kostir séu í þessari stöðu sem skapast hefur og höfum unnið tillögu að næstu skrefum. Tillaga okkar tekur mið af breyttum forsendum vegna uppbyggingar og reksturs Lækningaminjasafnsins í ljósi breyttra aðstæðna og byggir á nýjum lausnum sem gerir Seltjarnarnesbæ kleift að leiða málið til lykta af reisn og ábyrgð.
  Með bréfi til ráðherra er meirihluti að gefast upp fyrir verkefni sem að sami meirihluti hóf og hleypur þannig frá skuldbindingum með ófyrirséðum afleiðingum
  Að okkar mati lýsir bréfið skort á úthaldi, stefnu og sýn á þeim möguleikjum og tækifærum sem Lækningaminjasafnið hefur upp á að bjóða fyrir samfélag okkar til framtíðar. Þetta verkefni hefur kostað bæinn og stofnaðila umtalsvert fé sem líkur eru á að fari forgörðum.
  Þegar svo veigamiklar ákvarðanir eru teknar eins og með Lækningaminjasafnið þarf að hugsa til framtíðar og taka tillit til vilja íbúa bæjarfélagsins en ekki skyndiákvarðana. Við teljum að hagsmunir íbúa Seltjarnarness sé betur borgið til framtíðar að eiga hlut í Lækningaminjasafni sem getur orðið kennileiti og þáttur í sjálfsmynd Seltirninga, styrkt menntun, skapað tengsl við sögu og náttúru, aukið lífsgæði og orðið sérstakur styrkur eða bakhjarl hins nýja íbúðahverfis við Bygggarða.
  Því er það miður að farin sé sú leið sem afgreiðsla meirihlutans felur í sér
  Virðingarfyllst
  Sigurþóra Bergsdóttir
  Árni Einarsson

  Til máls tóku: ÁE, SSB, ÁH

  c.   Samningur um framkvæmd verkefnisins ,,Virkni og Vinna – Átak til atvinnu á árinu 2013“. Bæjarstjórn samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

  d.   Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar lögð fram og frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

  e.   Umsögn um áramótabrennu árið 2012. Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við útgáfu á leyfi fyrir brennu 31.12.2012. Samþykkt samhljóða

  Fundi var slitið kl. 17:27
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?