Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

323. fundur 21. nóvember 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Einnig mættu á fundinn Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina

1.    Lögð var fram fjárlagaáætlunartillaga fyrir árið 2003 og endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2002 til samanburðar.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum og lagði fram eftirfarandi forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2001 tekjuforsendur eru samkvæmt tillögu bæjarstjóra:

·        Álagningarprósenta útsvars verður 12,46%.

·        Álagningaprósenta fasteignagjalda er 0,36% af fasteignamati.

·        Álagningarprósenta fasteignagjalds af atvinnuhúsnæði verður 1,12%.

·        Álagningarprósenta vatnsskatts verður 0,15% af fasteignarmati.

·        Urðunargjald verður kr. 4.000 á hverja íbúð og sorphreinsigjald verður kr. 800 á hverja íbúð.

·        Holræsigjald er ekki álagt.

·        Elli og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignargjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

·        Álagningarforsendur eru óbreyttar frá fyrra ári.

Gjöld:

Við gerð gjaldahluta áætlunarinnar er m.a. stuðst við:

·        Endurskoðaða fjárhagsáætlun 2002.

·        Áætlaðan útgjaldaramma sem m.a. byggir á umsömdum launahækkunum sem nema um 3%.

·        Verðbólguskrá Seðlabanka Íslands um 2% verðbólgu árið 2003.

·        Fyrirhuguðum framkvæmdum sem ákveðnar hafa verið.

·        Umsömdum eða áætluðum lækkunum tiltekinna rekstrarliða s.s. orkukostnaður, síma, öryggisgæslu, fjármagnskostnaði.

Lántökur:

·        Reiknað er með því að tekin verði ný langtímalán allt að 100 milljónum kr. til lækkunar á skammtímaskuldum bæjarins og styrkingar á veltufjárhlutfalli í samræmi við skýrslu Grant Thornton endurskoðanda um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar (nóv. 2002). Tekið skal fram að ráðstöfun þessi hefur ekki áhrif á nettó skuld bæjarsjóðs

                   Seltjarnarnesi 19.11.2002

                   Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri

 

Samþykkt var að vísa áætlunartillögunum samhljóða til bæjarstjórnar.

2.     Tillaga bæjarstjóra um nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar og gerði Jónmundur Guðmarsson grein fyrir tillögunum.

Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Samþykkt var með 2 atkvæðum við vísa tillögunni til bæjarstjórnar.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir sat hjá og áskildi sér rétt til að leggja fram bókun um tillögun á næsta bæjarstjórnarfundi.

3.     Greinagerð Grant Thornton endurskoðanda um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar.

Fulltrúar Grant Thornton mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu sinni.

Fulltrúar Grant Thornton endurskoðanda kynna og gera grein fyrir skýrslu sinni á næsta fundi.

4.     Kjör sveitarstjórnarfólks.

Lagt var fram yfirlit um greiðslu til sveitarstjórnarfólks í nágrannasveitarfélögunum.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóra var falið að leggja fyrir næsta bæjarstjórnarfund tillögu um launakjör sveitarstjórnarfólks á Seltjarnarnesi.

5.     Tillaga um gjalddaga uppgjörseðla fasteignagjalda fyrir árið 2002.

Samþykkt var samhljóða að gjalddagarnir yrðu 2, þ.e. 1. desember 2002 og 1. janúar 2003.

6.     Lagt var fram erindi Líknarfélagsins Forgjafar dagsett 16/11/02. Erindinu var vísað til félagsmálaráðs.

7.     Lagt var fram bréf Samtaka um kvennaathvarfs dagsett 31/10/02. Erindinu var vísað til félagsmálaráðs.

8.     Lagt var fram bréf Gróttu/KR dagssett.

Samþykkt var samhljóða að veita styrk kr. 300.000 vegna þátttöku í Evrópumóti í handknattleik og ÆSÍS hvatt til að styrkja Gróttu um sömu upphæð.

 

Fundi var slitið kl.11:30             Álfþór B. Jóhannsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?