Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. október 2013

481. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Mánudaginn 28. október 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Lárus B. Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir sátu fund undir lið 1.

Þórður Ó.Búason sat undir lið 6.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013090073.
    Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2014.
    Fjármálastjóri Gunnar Lúðvíksson gerði grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning að framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 - 2017. Fjármálstjóri fór yfir drög að ramma er byggir á áætlun sviðstjóra . Bæjarstjóri kynnti drög að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2014 - 2017.
    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni 2014 – 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  2. Málsnúmer 2011080121.
    Hjúkrunarheimili.
    Lagt fram bréf stjórnar Grundar dags. 15.10.2013 varðandi samstarf um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. F&L felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna um verkefnið.
  3. Málsnúmer 2013100049.
    Bréf SSH varðandi tillögu að eigendasamkomulagi aðildarsveitarfélaga
    Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs, dags. 21.10.2013.
    Lögð fram tillaga að eigendasamkomulagi Sorpu bs. um framtíðarlausnir vegna meðhöndlunar úrgangs sem m.a. byggir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009/2020 og skiptist í tvo meginkafla. a) Aðgerðir vegna starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi, þ.e. uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar, aðgerða og tímasetninga við lokun á Gými, móttöku og förgun á lyktarsterkum úrgangi og aðgerðar- og tímaviðmiðum vegna lokunar urðunarstaðar í Álfsnesi. b) Mótun framtíðarstefnu og mögulegs samstarfs sorpsamlaga sem standa að svæðisáætlun um meðhöndlun og förgun úrgangs 2009/2020 um markvissar aðgerðir á grundvelli megintillagna í svæðisáætluninni.

    F&L samþykkir eigendasamkomulagið fyrir sitt leyti en gerir fyrirvara um endanlegan kostnað en í samkomulaginu er gengið út frá því að hann verði um 2 milljarðar króna.
    F&L samþykkir tillöguna með ofangreindum fyrirvara og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
  4. Málsnúmer 2013100048.
    Bréf stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21.10.2013.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir samþykkt stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um að tilkynna heilbrigðisráðherra um verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga en fjárlagafrumvarpi kemur fram að ríkið gerir ekki ráð fyrir að samkomulag um endurskoðaða kostnaðarskiptingu verði staðfest.

    F&L tekur undir sjónarmið stjórnar SHS og lýsir yfir áhyggjum sínum um aðskilnað sjúkraflutninga og slökkvistarfs á höfuðborgarsvæðinu.
  5. Málsnúmer 2012030031.
    Drög að samkomulagi varðandi tilraunaverkefni um sameiginlegar bakvaktir Í barnaverndarmálum.
    F&L vísar samningnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

  6. Málsnúmer 2013100041.
    Bréf húsfélags Tjarnarból 2-8 vegna frárennslismála, dags. 14.10.2013 lagt
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  7. Málsnúmer 2013100043.
    Bréf Landssamtaka hjólreiðamanna varðandi hjólreiðar, samgöngusamninga og fl. mótt. 15.10.2013.

    Með bréfinu fylgir fræðsluefni um hjólreiðar sem samtökin hafa nýlega gefið út. Lagt fram og vísað til nefndar um hjólreiðar.

  8. Málsnúmer 2013100036.
    Bréf SSH varðandi nýjan samstarfssamning um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 09.10.2013.
    Stjórn SSH leggur til við samstarfs sveitarfélögin varðandi rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði á árinu 2013 og að Skálafell verði opið um helgar. Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. Desember 2012. Nýr samningur taki gildi frá og með 1. janúar 2014.

    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning um reksturs skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

  9. Málsnúmer 2013100007.
    Bréf Sorpu dags. 02.10.2013 varðandi samning við Endurvinnsluna hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum.
    Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags. 2.10.2013 um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160 mkr. til 11 ára.

    F&L samþykkir hér með að veita Sorpu bs., sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. desember 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160 mkr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs., sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    F&L samþykkir fyrir sitt leyti heimild til lántöku og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  10. Málsnúmer 2013100009.
    Rekstraráætlun Sorpu 2014-2018.
    Lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2014.

  11. Málsnúmer 2013090079.
    Bréf Fjárlaganefndar Alþingis dags. 26.09.2013.
    Lagt fram.
  12. Málsnúmer 2013090078.
    Bréf frá Neytendasamtökum dags. 30.09.2013 beiðni um styrk.
    Samþykkt kr. 50.000.-.

  13. Málsnúmer 2013090074.
    Bréf Selkórsins dags. 24.09.2013 varðandi beiðni um styrk.
    Tekið jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að svara erindinu.

  14. Málsnúmer 2013090062.
    Bréf Raunvísindastofnunar HÍ dags. 13.09.2013 varðandi rannsókn á sótkornasniði á Seltjarnarnesi.
    Samþykkt að styrkja rannsóknina um kr. 300.000.-.

  15. Málsnúmer 2013100005.
    Bréf starfsmanna leikskóla dags. 16.10.2013
    Fjár- og launanefnd tekur undir þau sjónarmið að mikilvægt sé að Seltjarnarnesbær sé samkeppnishæfur í kjaramálum starfsfólks leikskóla og vísar erindinu til launanefndar sveitarfélaga.

  16. Málsnúmer 2012090020.
    Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu varðandi rekstur íþróttahúsa sveitarfélagsins.

    Formaður F&L, GM og ÁE lögðu fram minnisblað. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:48.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?