Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. október 2018

83. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn

10. október, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Ari Hallgrímsson, er fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.

Fundur settur kl. 8.00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018050359.

    Heiti máls:.Nýr leikskóli – samkeppni um nýjan leikskóla.

    Lýsing: Umsögn S&U við drög að gögnum um samkeppni um nýjan leikskóla.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd fagnar tillögu að samkeppnislýsingu fyrir nýjan leikskóla fyrir bæjarfélagið og beiðni bæjarráðs um umsögn um keppnislýsingu.

    Skipulags- og umferðarnefnd setur hér fram umbeðna umsögn og ábendingar til bæjarráðs til frekari skoðunar
    .

    1.
    Matsrammi samkeppnisgagnanna.
    S&U bendir á að tryggja verði sem best að ramminn sé sem skýrastur til að koma í veg fyrir þann möguleika að samkeppnisniðurstaðan verði kærð eða umboðsmaður Alþingis verði beðinn um að fara yfir matið síðar.

    2.
    Matið sjálft byggir á „sjónarmiðum dómnefndar“ eins og það er sett fram í kafla 1.4. Þar eru níu þættir tilgreindir er samkvæmt lýsingu munu þeir „vega þungt“ á fyrsta þrepi samkeppninnar.
    - Ekki er tilgreint hvert vægi hvers þáttar er. Til að mynda er aðeins „hvatt til" að byggingin sé vistvæn á sama tíma og um Grænfánaskóla er að ræða. Þessum þætti gæti verið ætlað að vega þungt í mati. Nefndin bendir bæjarráði á að skoða orðalagið með tilsjón af því. Einnig væri æskilegt að fram kæmi að leikskólinn verði skilgreindur sem heilsueflandi leikskóli.

    3.
    Matsþættir eru ekki skilgreindir fyrir annað þrepið.
    - Gott væri að láta fylgja með hlutlægan kröfugerðalista sem segir til um annars vegar lágmarkskröfur sem uppfylla þarf til að komast áfram yfir á annað þrep, og hins vegar þær skilgreindu matskröfur sem koma til mats á seinna þrepi.

    Að öðru leyti gerir Skipulags- og umferðarnefnd ekki athugasemd við keppnislýsingu dómnefndar vegna tveggja þrepa samkeppni um byggingu nýs leikskóla á reit merktum S3 við Suðurströnd/Nesveg í aðalskipulagi bæjarsins, sbr. 6. gr. samnings Seltjarnarnesbæjar og Arkitektafélags Íslands um samkeppnishald og vísar umsögninni til afgreiðslu bæjarráðs.

    Tvær bókanir voru lagðar fram.
    Eins og staðan er í dag er Suðurströndin ákveðin hindrun sérstaklega fyrir börn til að fara yfir og skipulagslega séð væri betra að leikskólinn og skólinn væru sömu megin Suðurstrandar og aðeins væru biðstæði í tenglum við leikskólann. Þar sem það er ekki þannig legg ég til að með tilliti til umferðaröryggis og þá sérstaklega til umferðaröryggis barna að skoðað verði samhliða samkeppninni að tengja svæðin betur saman og ná þannig því markmiði að um eina skólaheild sé að ræða. Það væri t.d. hægt með því að taka Suðurströndina niður eða gera þrengingar þar sem það á við eða á annan hátt. Þannig gætu grunnskólabörn, ef keyrð eru, gengið til skóla yfir Suðurströndina en ekki verið keyrð að Mýrarhúsa-, Valhúsaskóla eða báðum skólum.
    Einnig verði lögð áhersla á algilda hönnun.
    f.h. N-lista Ragnhildur Ingólfsdóttir

    Samfylkingin setur spurningamerki við það að opnað sé á gerð bílakjallara allt að 50 bifreiða í tillögunni þar sem það hlýtur að teljast ansi óraunhæf hugmynd fyrir leikskólann vegna kostnaðar og aðkomu að leikskólanum. Samfylkingin telur að tilgangur samkeppninnar sé að fá sem flestar nothæfar tillögur með það að markmiði að komast að þeirri bestu.
    f.h. S-lista Þorleifur Örn Gunnarsson

  2. Mál nr. 2018090207.

    Heiti máls:.Ný tillaga um Bygggarða.

    Lýsing: Umsögn S&U við kynningu um nýja tillögu.

    Afgreiðsla: S&U samþykkir að Landey ehf. kynni á íbúafundi fyrir íbúum bæjarins tillögu að verkefnislýsingu í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar, nr. 90/2013. Mikilvægt er að kynna hugmyndir fyrir íbúum svo þeir hafi tök á að koma með ábendingar við þær tillögur sem lagðar hafa verið fram. Til þess að kynna framangreindar fyrirætlanir Landeyjar á byggingarreit við Bygggarða verður haldinn íbúafundur. Þar verða hugmyndir um skipulagsbreytingarnar kynntar af hálfu Landeyjar ehf. Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram með málið. S&U vill m.a. taka fram að samkvæmt gildandi aðalskipulagi er nýtingarhlutfall svæðisins 0,6.

  3. Mál nr. 2018080209

    Heiti máls: Unnarbraut 19 – fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Ósk lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina sem gerir ráð fyrir hækkun á bílskúr m.v. núverandi skipulagsheimildir.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við húseigendur að aðliggjandi lóðarmörkum við Unnarbraut 19.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  4. Mál nr. 2018080445
    Heiti máls:
    Nesvegur 101, umsókn um byggingarleyfi.

    Lýsing: Forstofubygging, kvistur og geymsla. Málinu frestað á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Borist hefur jákvætt svar frá Minjastofnun og Reykjavíkurborg. S&U óskar eftir skýrari afstöðumynd um innkeyrslu og fjölda bílastæða á lóð.

  5. Mál nr. 2018080090
    Heiti máls:
    Austurströnd 10, umsókn um byggingarleyfi.

    Lýsing: Atvinnuhúsnæði er endurhannað undir veislusal.
    Afgreiðsla: Óskað er eftir samþykki húsfélagsins ásamt upplýsingum um fjölda bílastæða.

  6. Mál nr. 2017070035
    Heiti máls:
    Unnarbraut 10, umsókn um byggingarleyfi.

    Lýsing: Innra skipulagi breytt.

    Afgreiðsla:Samþykkt.

    C.
    Umferðarmál

  7. Mál nr. 2018080620
    Heiti máls:
    Hraðamælingartæki, staðsetning.
    Lýsing: Umfjöllun um staðsetningu hraðamælingartækja. Málinu frestað á síðasta fundi.
    Afgreiðsla:
    Staðsetning hraðamælingartækja, s.k. broskarla, var samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að upplýsa þjónustumiðstöð um staðsetningu tækjanna og koma í framkvæmd.

  8. Mál nr. 2018060030
    Heiti máls:
    Lindarbraut – lækkun umferðarhraða eða hraðahindrun.
    Lýsing: Bent hefur verið á að umferðarhraðinn á Lindarbraut er of mikill. Málinu frestað á síðasta fundi.
    Afgreiðsla:
    Þjónustumiðstöð bæjarfélagsins hefur látið mála hvítar línur beggja vegna við götuna til að draga úr umferðarhraða. Á götunni eru einnig tvær hraðahindranir. S&U bíður enn útkomu úr hraðamælingum til að meta hvort ástæða er til að lækka umferðarhraðann og er málinu frestað þar til þær hafa borist.

    Bókun lögð fram.
    Samfylking Seltirninga telur mikilvægt að kannaður verði möguleikar til að lækka umferðarhraða á Lindarbraut. Fyrirhugað hefur verið síðan snemma í sumar að kanna umferðarhraða eftir að ábendingar frá íbúum um háan umferðahraða bárust Skipulags- og umferðarnefnd. Samkvæmt Umferðaröryggistáætlun Seltjarnarness 2108-2022 sem unnin var af ráðgjafastofunni VSÓ kemur fram í umferðar- og hraðagreiningu „að á Suðurströnd, Norðurströnd og Lindarbraut eru töluvert margir sem aka yfir leyfðum hámarkshraða.“
    Gatan er mikilvæg samgöngulína í bænum þar sem hún þjónar margþættu hlutverki; sem akstursleið fyrir einkabíla, strætisvagna, reiðhjól og gangandi vegfarendur. Enn fremur þurfa öll börn sem búa fyrir vestan Lindarbraut að þvera götuna á leið í skóla og frístundir. Samfylking Seltirninga telur að tilefni sé til að taka heildarmynd götunnar til endurskoðunnar með hagsmuni allra ofan talinna í huga.
    Eitt af markmiðum samgöngukafla aðalskipulags Seltjarnarness 2015-2033 er að „hönnun göturýmis taki mið af þörfum og öryggi allra notendahópa; gangandi, hjólandi, akandi og farþegum með almenningsvögnum“. Því hvetur Samfylking Seltirninga að leitað verði eftir ráðgjöf sérfræðinga til að breyta ásýnd götunar til að stuðla að lægri umferðarhraða en rannsóknir sýna að breiðar götur ýta undir að ökumenn keyri hraðar óháð gildandi hámarkshraða. Þetta er í samræmi við Umferðisöryggisáætlun Seltjarnarnes 2018-2022.
    f.h. S-lista Þorleifur Örn Gunnarsson

  9. Mál nr. 2017120083

    Heiti máls: Skerjabraut 1, sorpgerði.

    Lýsing: Tillaga A, að djúpgámi við Skerjabraut 1.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við húsfélagið um þær lausnir sem lagðar voru fram á fundinum.

    D.
    Önnur mál

  10. Mál nr. 2017070155

    Heiti mál: Úrskurður frá 31.ágúst, vegna Unnarbrautar 32.

    Lýsing: Úrskurður umhverfis- og auðlindarmála var lagður fram á 81.fundi. Greinargerð frá lögmanni bæjarfélagsins um málið lögð fram til umræðu um stöðu málsins.

    Afgreiðsla: Niðurstaða úrskurðarins er hin sama og í fyrri úrskurði nefndarinnar þ.e. að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans á Seltjarnarnesi frá 3. júlí 2017 um að veita byggingarleyfi fyrir Unnarbraut 32 að því er varðar breytta notkun kjallararýmis, þegar gerðan hringstiga. Til viðbótar felldi nefndin úr gildi samþykki byggingarfulltrúa fyrir breytingum og fjölgun á gluggum kjallararýmis. Nefndin staðfesti á ný að byggingarfulltrúa hafi verið rétt að heimila framkvæmdir við drenlagnir.

    Í minnisblaði lögmanns bæjarfélagins frá 25. september 2018 er lögð áhersla á neðanritað. Eftir úrskurð nefndarinnar frá 28. september 2017 hefur byggingarfulltrúi litið svo á að engar breytingar hafi verið samþykktar á aðaluppdráttum hússins frá því sem var í upphafi. Sveitarfélagið hefur því ekki samþykkt fjölgun eða breytingar á gluggum á kjallara. Hinn nýi úrskurður breytir því engu hvað varðar stöðu málsins hjá sveitarfélaginu. Nefndin sér ekki þörf á sérstökum viðbrögðum af hálfu sveitarfélagsins vegna úrskurðarins og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  11. Mál nr. 2018090092

    Heiti mál: Aðstaða fyrir kajakræðara við höfnina.

    Lýsing: Uppsetning á rekkum fyrir kajakræðara.

    Afgreiðsla: Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni næsta sumar um þetta verkefni. Byggingarfulltrúa falið að ræða við sviðstjóra umhverfissviðs og umsækjendur um fyrirkomulag og staðsetningu á kajakrekkum við smábátahöfnina.

  12. Mál nr. 20180900288

    Heiti mál: Nestorg ehf og húsfélagið Eiðistorgi 13 – 15 óskar eftir breytingu á aðgengi að sorpgeymslu.

    Lýsing: Ósk um breytingu á aðgengi að sorpgeymslu.

    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir nákvæmari teikningu.

  13. Mál nr. 2018070125

    Heiti mál: Aðgerðaráætlanir í kjölfar hávaða 2018-2023
    Lýsing: Drög að aðgerðaráætlun kynnt. Kristjana Erna Pálsdóttir frá VSÓ kom á fund nefndarinnar. Samkvæmt reglugerð nr. 1000/2005 ber Seltjarnarnesbæ að auglýsa aðgerðaráætlun gegn hávaða og kynna hana með almennum hætti í sveitarfélaginu. Reglugerðin byggir á tilskipun 2002/49/EB um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu.
    Afgreiðsla: S&U gerir ekki athugasemdir við framlagða aðgerðaráætlun en hún er byggð á niðurstöðum kortlagningar á hávaða frá árunum 2013 og 2017. Áætlunin hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.
    Bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum er nú gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við áætlunina. Athugasemdir skulu berast bæjarfélaginu fyrir 30. október 2018. Aðgerðaráætlunin verður til kynningar á heimasíðu bæjarins frá 2. október – 30. október 2018. Að kynningu lokinni verða athugasemdir teknar til umfjöllunar og tekið tillit til þeirra eftir atvikum.
    Öllum athugasemdum verður svarað. Endanleg áætlun verður svo til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  14. Mál nr. 2018070020

    Heiti mál: Sævargarðar 12 heimild til viðbyggingar.

    Lýsing: Lagt fram bréf dagsett í október frá umsækjendum.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi lagði fram tillögu að lausn málsins. Nefndin samþykkir framlagaða tillögu dagsetta 9. október 2018 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  15. Mál nr. 2018090192

    Heiti mál: Nesvegur – heiti á götu.

    Lýsing: Heiti á götu frá Suðurströnd að kirkju - ábending frá bæjarstjórn.

    Afgreiðsla: Vegurinn heitir Nesvegur – ekki Kirkjubraut. Bókun frá síðasta fundi leiðrétt. Byggingarfulltrúa falið að láta breyta skilgreiningu götunnar á upplýsingasíðum ja.is og í kortasjá bæjarins.

  16. Mál nr. 2018100097

    Heiti mál: Lögð var fram tillaga frá bæjarstjórn um skipun verkefnahóps yfir gerð nýs miðbæjarskipulags og er málinu vísað til skoðunar í Skipulags- og umferðarnefndar.

    Lýsing: Er rétt að skipa verkefnahóp fyrir nýtt miðbæjarskipulag.
    Afgreiðsla: Málinu frestað.

  17. Mál nr. 2018100098

    Heiti mál: Lögð var fram tillaga frá formanni nefndarinnar.

    Lýsing: Um staðsetningu sambýlis.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa er falið að ræða við Styrkarfélagið Ás um hvort lóð við Kirkjubraut 20 henti fyrir byggingu sambýlis.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundarlok kl. 10.10

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður.

Ingimar Sigurðsson

Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir

Þorleifur Örn Gunnarsson

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?