Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

06. maí 2020

Fundargerð 102. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn miðvikudaginn 6. maí 2020 kl. 8.00, fjarfundur.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Arnar Hannes Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Skipulags- og umferðarnefnd býður nýjan sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjartanlega velkominn til starfa.

Fundargerð ritar Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

 1. Mál nr. 2020040238

  Heiti máls: Verkefnislýsing deiliskipulags á reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Lýsing: Drög lögð fram.

  Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir lagfærðri verkefnislýsingu miðað við umræður nefndarinnar á fundinum.

 2. Mál nr. 2019010347

  Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðar.

  Lýsing: Lagt fram.

  Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir leiðréttingum á framlögðum gögnum.

 3. Mál nr. 2020040221

  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - Fyrirspurn/umsókn til skipulagsstjóra um afléttingu hverfisverndar á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör.

  Lýsing: Eigendur Bakkavarar 5 óska eftir að deiliskipulagi verði breytt þannig að eftirfarandi texti verði felldur niður: „Hverfisvernd er sett á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör sbr. húsakönnun“, þ.e.a.s. að hverfisvernd verði aflétt af húsunum. Samþykki allra eigenda húsanna sem hverfisvernd nær til lögð fram.

  Afgreiðsla: Samþykkt að heimila eigendum Bakkvarar 5 að leggja fram breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 4. Mál nr. 2019050407

  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - tillaga að breytingu vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.

  Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.

  Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við aðila í samræmi við umræður nefndarinnar á fundinum.

 5. Mál nr. 2020040127

  Heiti máls: Tjarnarstígur 9 - skipting lóðar.

  Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.

  Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið.

 6. Mál nr. 2020040225

  Heiti máls: Sæbraut 9 - fyrirspurn um gerð setlaugar.

  Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.

  Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fá álit skipulagshönnuðar, Umhverfisstofnunar og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

 7. Mál nr. 2020040223

  Heiti máls: Fyrirspurn um aðstöðu fyrir hjólhýsi.

  Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.

  Afgreiðsla: Skipulagt svæði fyrir ferðavagna er ekki til staðar í bæjarfélaginu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.

  B.
  Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

 8. Mál nr. 2019010443

  Heiti máls: Hamarsgata 6, bygging húss.

  Lýsing: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu málsins fyrir nefndinni.

  Afgreiðsla: Frestað.

 9. Mál nr. 2020040204

  Heiti máls: Nesbali 36, bygging einbýlishúss.

  Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.

  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina en nýtingarhlutfall á framlögðum teikningum, dags.17. apríl 2020, er of hátt.

 10. Mál nr. 2020040242

  Heiti máls: Golfklúbbur Ness - teikning brunavarnir.

  Lýsing: Teikning lögð fram.

  Afgreiðsla: Samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 11. Mál nr. 2020040227

  Heiti máls: Golfklúbbur Ness - Nesklúbburinn - Uppsetning á geymsluhúsnæði.

  Lýsing: Óskað eftir leyfi til að reisa varanlegt geymsluhúsnæði vestan við núverandi mannvirki.

  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla ítarlegri gagna.

  C.
  Önnur mál

 12. Mál nr. 2020040015

  Heiti máls: Valhúsabraut 19 - eftirlitskýrsla v/útleigu á bílskúr.

  Lýsing: Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lagt fram.

  Afgreiðsla: Kynnt.

 13. Mál nr. 2017090204 og 2020030031

  Heiti máls: Kirkjubraut 7 – skúr á lóð.

  Lýsing: Bréf aðila lagt fram.

  Afgreiðsla: Framkvæmdin er óleyfisframkvæmd sbr. fyrri afgreiðslur nefndarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu og ítreka fyrri afgreiðslu nefndarinnar.

 14. Mál nr. 2020040063

  Heiti máls: Fyrirspurn Hopp um þjónustusvæði rafskútuleigu á Seltjarnarnesi.

  Lýsing: Erindið lagt fram.

  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með fyrirspyrjanda.

  Karen María Jónsdóttir (Samfylkingunni) bókar eftirfarandi: Ég fagna þeirri ákvörðun skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar að heimila stöðvalausu rafskútuleigunni Hopp að þjónusta Nesbúa. Rafskútur hafa síðustu misserin verið sífellt meira áberandi í umferðinni í Reykjavík. Rafskúturnar eru umhverfisvænn ferðamáti til viðbótar við að vera snjöll örflæðis-samgöngulausn. Rafskútur Hopp falla undir það sem á ensku kallast MaaS (Mobility as a Service) eða samþættanlegar ferðalausnir. Horfið er frá þeirri hugmynd að ferðamáti þurfi að vera eign einhvers (s.s. einkabíll) í þá átt að ferðamáti sé þjónusta við einhvern. MaaS hefur þann tilgang að tengja saman þarfir fólks sem er á ferðinni og allar þær samgönguþjónustur sem í boði eru (s.s. strætó, deilibíla, deilihjól, deilirafskútur, leigubíla, gönguleiðir etc.) og mynda eina heildstæða lausn fyrir íbúa og gesti. Markmiðið er að auðvelda fólki með ólíkar þarfir að ferðast með ýmsum og ólíkum leiðum hverju sinni með aðgengilegum og auðveldum hætti. Ákvörðun nefndarinnar er í takt við þróun í samgöngumálum sem m.a. er verð að vinna að á vettvangi Strætó bs. m.t.t. höfuðborgarsvæðisins í heild sinni.

 15. Mál nr. 2019060295

  Heiti máls: Umferð um Geirsgötu.

  Lýsing: Málið tekið til umræðu vegna yfirstandandi framkvæmda við Geirsgötu, m.a. strætóstoppistöð án útskots og áhrif þess á umferð um götuna til Seltjarnarness.

  Afgreiðsla: Nefndin telur með 4 atkvæðum af 5 að framkvæmdirnar séu ekki í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness vegna svæðisskipulags, sbr. bókun bæjarstjórnar Seltjarnarness 8. maí 2013 og bókun við samþykkt svæðisskipulags í svæðisskipulagsnefnd 18. október 2013, dags. 12. nóvember 2013, þar sem framkvæmdirnar þrengi að umferð að Seltjarnarnesi. Ámælisvert er að ekki hafi verið haft samráð við Seltjarnarnesbæ vegna framkvæmdanna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar.

  Karen María Jónsdóttir (Samfylkingunni) bókar eftirfarandi: Ég geri ekki athugasemd við framkvæmdina. Umrædd framkvæmd snýr að frágangi á yfirborði Bryggjugötu sem liggur frá Geirsgötu að nýbyggingum við Austurbakka, gerð nýs hjólastígs meðfram Geirsgötu og gerð nýrrar biðstöðvar fyrir strætó við Miðbakka. Legið hefur fyrir í fjölda ára, með samþykktu deiliskipulagi fyrir Austurhöfn, að Geirsgötu verði breytt þannig að hún verði falleg borgargata, hafði Seltjarnarnes rými til að koma sínum athugasemdum á framfæri í skipulagsferlinu. Borgargötur eru skilgreindar sem lykilgötur hverfa og mikilvægar samgöngutengingar við borgarhluta fyrir alla helstu ferðamáta. Lögð áhersla á að borgargötur séu hannaðar heildstætt byggmeð aðliggjandi byggð í huga, þ.e. hús, götur og opin rými mynda órofa heild, til að skapa aðlaðandi og mannvænt borgarumhverfi. Er hér verið að vinda ofan af þróun 20. aldarinnar og hagsmunir annarra þátta en bílaumferðar fái aukið vægi. Mikil íbúabyggð er að rísa við Bryggjugötu, tugþúsundir farþega skemmtiferðaskipa stíga fæti á land þar við Miðbakkann á ári hverju auk þess sem Hafnartorg er orðið að kraftmiklu þjónustusvæði. Framkvæmdirnar taka mið af þörf svæðisins og allra sem um það fara óháð ferðamáta.

Fundi slitið kl. 10:51.

Ragnhildur Jónsdóttir formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Karen María Jónsdóttir

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Arnar Hannes Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?