Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

05. júní 2020

Fundargerð 103. fundar skipulags- og umferðarnefndar, haldinn föstudaginn 5. júní 2020 kl. 8:00.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, varamaður fyrir Sigríði Sigmarsdóttur, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Arnar Hannes Halldórsson. Svanhildur Jónsdóttir og Sverrir Bollason frá VSÓ Ráðgjöf mættu undir dagskrárlið 18 og Baldur Grétarsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, mætti undir dagskrárlið 19.

Fundargerð ritaði: Arnar H. Halldórsson.

Fundur settur kl. 8:00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Málsnúmer 2019010347
    Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðakjarna.
    Lýsing: Lagðar fram tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða, sem gerir ráð fyrir staðsetningu fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga við Kirkjubraut 20.
    Afgreiðsla: Samþykkt að kynna á vinnslustigi, sbr. gr. 4.6.1. og 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, drög að tillögum um breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar og breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar. Sviðsstjóra er falið að annast kynninguna í samræmi við ákvæði reglugerðar. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
  2. Málsnúmer 2020040238
    Heiti máls: Verkefnislýsing deiliskipulags á reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Lýsing: Heildarstærð lóðarinnar er 9591m². Tillaga að leikskóla sem nú liggur fyrir er u.þ.b. 3700m². Þar að auki er gert ráð fyrir 800m² bílakjallara með 22 bílastæðum og 50 hálfyfirbyggðum bíla- og reiðhjólastæðum undir leiksvæðinu Undrabrekku, eða alls um 2000m². Það rými er að hluta til opið upp. Leyfilegt er að byggja 3836m² á lóðinni m.v. nýtingarhlutfall 0,4 í gildandi aðalskipulagi.
    Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar á hvort að byggingin ásamt bílastæðum rammist innan ákvæða aðalskipulagsins.
  3. Málsnúmer 2020050286
    Heiti máls: Beiðni um umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna Borgarlínu. 
    Lýsing: Breytingar felast í að staðsetja legu 1. lotu Borgarlínu milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík og staðsetja svokallaðar kjarnastöðvar Borgarlínu. Jafnframt er gerð grein fyrir breytingum á Sæbraut og Miklubraut í Reykjavík.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir hvorki athugasemdir við verkefnislýsinguna né matslýsinguna.
  4. Málsnúmer 2020050245
    Heiti máls: Borgarlína - Ártún - Hamraborg - Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.
    Lýsing: Í drögum að matsáætlun vegna 1. lotu Borgarlínu, Ártúnshöfði – Hamraborg er gerð grein fyrir forsendum og markmiðum Borgarlínu, framkvæmdum vegna hennar og tillögu að stöðvum. Þá er fjallað um hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum, umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum svo og þau gögn og rannsóknir sem liggja til grundvallar matinu.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir hvorki athugasemdir við verkefnislýsinguna né matslýsinguna.
  5. Málsnúmer 2020050321
    Heiti máls: Breyting á Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 - Fannborgarreitur - Traðarreitur-vestur - Vinnslutillaga II.
    Lýsing: Vinnslutillagan, dags. 14. maí 2020, er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.
  6. Málsnúmer 2020050267
    Heiti máls: Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Traðarreitur - eystri, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð.
    Lýsing: Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði en í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en að svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði.Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020. 
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
  7. Málsnúmer 2020060021
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Sérstök búsetuúrræði. Drög að breytingartillögu til kynningar.
    Lýsing: Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er send til kynningar drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í tillögunni er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin að breytingartillögunni.
  8. Málsnúmer 2020060020
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Elliðaárvogur, smábátahöfn. Drög að tillögu til kynningar.
    Lýsing: Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er send til kynningar drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Áformuð breyting felur í sér lítislháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
  9. Málsnúmer 2020060019
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir.
    Lýsing: Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru send til kynningar og umsagnar, drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að breytingum á skipulaginu.
  10. Málsnúmer 2020060017
    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Nýi Skerjafjörður. Drög að tillögu.
    Lýsing: Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru send til kynningar og umsagnar, drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi breytta landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
  11. Málsnúmer 2020040221
    Heiti máls: Bakkavör 5 – aflétting hverfisverndar.
    Lýsing: Bakkavör 5 liggur undir skemmdum og ljóst að ekki er hægt að gera múrviðgerð á húsinu. Fyrir liggur samþykki íbúa á Bakkavör 3, 5, 7, 9 og 11 að óska eftir því að hverfisvernd umræddra húsa verði aflétt. Nefndin hefur áður fjallað um málið.
    Afgreiðsla: Nefndin leggur til, í samræmi við almenn ákvæði í aðalskipulagi, að fallið sé frá hverfisvernd svo og fallið frá grenndarkynningu þar sem samþykki eigenda þeirra fasteigna sem hverfisverndin nær yfir liggur nú þegar fyrir og aðrir ekki taldir eiga hagsmuna að gæta utan þeirra og sveitarfélagsins sjálfs. Nefndin leggur enn fremur áherslu á að haldið sé í heildstætt yfirbragð byggðarinnar á þessu svæði eins og kostur er þrátt fyrir að hverfisvernd verði aflétt og að það komi fram í skilmálum deiliskipulagsbreytingar. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  12. Málsnúmer 2020040227
    Heiti máls: Golfklúbbur Ness - Nesklúbburinn - Uppsetning á geymsluhúsnæði.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að reisa varanlega geymslu vestan við núverandi gólfskála.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
  13. Málsnúmer 2020050322
    Heiti máls: Vallarbraut 6 - umsókn um byggingarleyfi til að setja gólfsíðan glugga og hurð út í garð á suðurhlið 1. hæðar úr stofu.
    Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir gólfsíðum glugga og hurð út í garð á suðurhlið 1. hæðar á Vallarbraut 6.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.

    C.
    Önnur mál
  14. Málsnúmer 2020050172
    Heiti máls: Umsókn Gróttu um uppsetningu á LED skjá á útvegg Félagsheimilisins.
    Lýsing: Um er að ræða umsókn um uppsetningu á 4x3 m LED skjá sem hægt er að nýta m.a. fyrir auglýsingar. 
    Afgreiðsla: Sviðstjóra er falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
  15. Málsnúmer 2020050329
    Heiti máls: Lambastaðabraut 14 - kærur til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamála nr. 41 og 42/2020.
    Lýsing: Stjórnsýslukærur bárust Úrskurðarnefnd 26. maí 2020 þar sem kærð er ákvörðun um veitingu á byggingarleyfi á Lambastaðarbraut 14 á Seltjarnarnesi.
    Afgreiðsla: Málið kynnt fyrir nefndinni. Nefndin felur lögmanni bæjarins að svara úrskurðarnefndinni.
  16. Málsnúmer 2020050191
    Heiti máls: Erindi til bæjarstjórnar Seltjarnarness frá íbúum í Mýrunum vegna umferðaröryggismála og tillögu að vistgötum í Mýrunum.
    Lýsing: Umferðaröryggismál í Mýrunum – bréf frá íbúum.
    Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að tryggja öruggar gönguleiðir skólabarna og annarra vegfarenda um bílastæði við Eiðistorg í samræmi við áður samþykktar tillögur sem þegar hafa verið kynntar íbúum bæjarins. Enn fremur að stillingum umferðarljósa á gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegar verði breytt til samræmis við fyrri tillögur nefndar. Þá mun nefndin boða til íbúafundar við fyrsta tækifæri með íbúum í Mýrunum til að fara yfir möguleika á að bæta umferðaröryggi í Mýrunum.
  17. Málsnúmer 2020060010
    Heiti máls: Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði.
    Lýsing: Hreinsunarátakið felst í því að hvetja lóðahafa á iðnaðarsvæðunum við Bygggarða og framkvæmdaraðilum á nýbyggingarsvæðum til að taka til á lóðum sínum og gæta góðrar umgengni, umhverfinu og bæjarbúum öllum til hagsbóta.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að hafinn verði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfis við Bygggarða og nýbyggingarsvæðis. Sviðsstjóra er falið að kynna átakið fyrir lóðahöfum.
  18. Málsnúmer 2020010156
    Heiti máls: Stofnhjólaleiðir á Seltjarnarnesi/höfuðborgarsvæðinu.
    Lýsing: Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir tillögur að hjólastígum á Nesvegi ásamt umferðaröryggismati Vegagerðarinnar á tillögunum. Breytingartillaga að deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar við Suðurmýri er lögð fyrir nefndina.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd þakkar Svanhildi og Sverri fyrir kynninguna og góða yfirferð. Nefndin samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðarmýrar við Suðurmýri og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdir við hjólastíga á Nesvegi hefjist eins fljótt og auðið er.
  19. Málsnúmer 2019060295
    Heiti máls: Umferð um Geirsgötu.
    Lýsing: Baldur Grétarsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, mætir á fundinn til að fara yfir umferðarmál út frá sjónarhóli Seltirninga.
    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Baldri fyrir hans kynningu. Hann bendir á mikilvægi þess að samtal eigi sér stað milli bæjarins og Vegagerðarinnar um umferðarmál á Hringbraut.

Fundi slitið kl. 10:44.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?