Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

57. fundur 13. janúar 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Elín H. Guðmundsdóttir, Stefán Bergmann og Þórður Ólafur Búason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1. Deiliskipulag Vesturhverfis.

Á fundinn mætti Valdís Bjarnadóttir, arkitekt. Gerði hún grein fyrir fundi sínum og byggingarfulltrúa með fulltrúa skipulagsstofnunar þar sem farið var yfir þau drög sem fyrir liggja að deiliskipulagi Vesturhverfis. Vék Valdís af fundi.

Afgreiðslu frestað.

2. Staðsetning sparkvallar með gervigrasi.

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir 3 svæðum sem hann taldi koma til greina fyrir staðsetningu sparkvallar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í staðsetningu sparkvallar á svæðinu Lindarbraut-Hofgarðar.

Nefndin felur byggingarfulltrúa að kanna afstöðu næstu nágranna til málsins.

 

3. Umsókn frá Erni Erlingssyni, Sæbraut 20 um byggingu sólstofu og anddyris við húsið að Sæbraut 20.

Samþykkt.

 

4. Kaffihús á Snoppu.

Á fundinn mætti Bjarni Geir Alfreðsson ásamt Gunnlaugi Johnson, arkitekti.

Gerðu þeir grein fyrir áhuga og fyrirkomulagi á byggingu og rekstri þjónustuhúss á Snoppu sem jafnframt yrði veitinga- og kaffihús.

Véku þeir Bjarni og Gunnlaugur síðan af fundi.

Á fundinn mætti Hermann Ingi Arason og gerði hann grein fyrir áhuga og fyrirkomulagi á byggingu og rekstri þjónustuhúss á Snoppu sem jafnframt yrði veitinga- og kaffihús.

Vék Hermann síðan af fundi.

 

5. Aðalskipulagsbreyting Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

Lagt var fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 29. desember 2004.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks í Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness leggur fram eftirfarandi tillögu í 4 liðum:

a. Skipulagsnefnd ljúki hið fyrsta vinnu við að móta drög að heildarstefnu bæjarins vegna aðalskipulags 2005-2025 í samvinnu við ráðgjafa Alta.

b. Nefndin feli ráðgjöfum Alta að taka saman yfirlit yfir aðra uppbyggingarkosti á Seltjarnarnesi, sbr. ósk Skipulagsstofnunar, sem og aðrar upplýsingar sem Skipulagsstofnun telur skorta. Alta dragi jafnframt saman upplýsingar um aðrar skipulagstillögur um svæðið sem komið hafa fram og fjallað hefur verið um í nefndinni.

c. Skipulagsnefnd stefni að kynningu á drögum að heildarstefnu og uppbyggingarkostum með almennum hætti og óski eftir ábendingum og athugasemdum íbúa við stefnudrögunum með hliðsjón af öðrum kostum. Ráðgjöfum Alta verði falið að leggja fram hugmyndir um hvernig staðið verði að kynningu.

d. Skipulagsnefnd komi á fót rýnihópi bæjarbúa. Ráðgjöfum Alta verði falið að leggja fram hugmynd um stærð og skipan rýnihópsins.

Skipulagsnefnd fjalli um athugasemdir bæjarbúa og nýti rýnihópinn til samráðs um verkefnið áður en til afgreiðslu kemur.

Greinargerð

Með bréfi Skipulagsstofnunar dags. hinn 29.12. síðastliðinn telur meirihluti Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Seltjarnarness að nokkur vatnaskil hafi orðið við vinnslu deili- og aðalskipulags Seltjarnarness. Á sama tíma og stofnunin staðfestir málatilbúnað Seltjarnarnesbæjar við breytingu á núgildandi aðalskipulagi bæjarins og að vinnulag og ferli sé í samræmi við skipulags- og byggingarlög felst m.a. í niðurstöðu stofnunarinnar sú skoðun, að forsenda fyrir endanlegri afgreiðslu aðalskipulagsbreytingarinnar til staðfestingar umhverfisráðherra sé að skipulagsyfirvöld á Seltjarnarnesi geri stofnuninni betur og almennt grein fyrir öðrum uppbyggingarkostum í bæjarfélaginu í tengslum við heildarendurskoðun á aðalskipulagi bæjarins.

Þótt erindi Skipulagsstofnunar beri með sér að tæknilega sé mögulegt að afgreiða með tiltölulega einföldum hætti, þ.e. með nánari greinargerð um uppbyggingarkosti, telja fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks að niðurstaða stofnunarinnar gefi ágætt og eðlilegt tilefni til að nálgast framhald skipulagsvinnunnar með öðrum hætti.

Bæjarfulltrúar telja málefnalegar forsendur liggja til þess að skipulagsyfirvöld bæjarins efni til opinnar umræðu, samvinnu og frekara samráðs við íbúa um umrædd skipulagsáform og mögulega framtíðaruppbyggingu á Seltjarnarnesi. Tilgangurinn væri að opna íbúum betri sýn á forsendur skipulagsvinnunnar, mismunandi tillögur sem komið hafa til umfjöllunar í skipulagsvinnunni og aðra mögulega uppbyggingarkosti innan bæjarins. Markmiðið með kynningu skipulagsyfirvalda væri einkum að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum íbúa um stefnumörkun bæjarins með skilgreindum hætti með skýrari heildarmynd og að vonum góða sátt um uppbyggingu Seltjarnarness á skipulagstímbilinu að leiðarljósi, áður en til formlegs kynningarferils á nýju aðalskipulagi kemur. Telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að með þessari viðleitni verði komið til móts við óskir fjölmargra íbúa og áherslur þeirra um tilhögun skipulagsvinnunnar. Að auki leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-flokks til að skipulagsnefnd komi á laggirnar sérstökum rýnihópi bæjarbúa sem hafi það hlutverk að vera nefndinni til ráðgjafar og samráðs um endanlega mótun skipulagsstefnunnar.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Elín Helga Guðmundsdóttir (sign) Þórður Ólafur Búason (sign)

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.

 

Fulltrúar Neslista leggja fram eftirfarandi bókun:

Skipulagsstofnun hefur sent tillögu meirihluta sjálfstæðismanna um breytingar á aðalskipulagi bæjarins aftur til bæjaryfirvalda til frekari vinnslu vegna galla á efnismeðferð málsins. Hlýtur það að teljast áfellisdómur yfir meirihluta sjálfstæðismanna.

Í bréfi Skipulagsstofnunnar kemur fram að áður en stofnunin getur afgreitt tillöguna til staðfestingar umhverfisráðherra þarf bæjarstjórn að skýra frá öðrum uppbyggingarkostum í sveitarfélaginu sem og að bregðast við athugasemdum frá 1100 bæjarbúum sem mótmæltu tillögunni.

Þá leggur Skipulagsstofnun til að í aðalskipulagi verði m.a. sett ítarlegri ákvæði um hæðir húsa, húsgerðir og annað yfirbragð fyrirhugaðrar byggðar þannig að bindndi forsendur liggi fyrir við útfærslu deiliskipulagsins.

Á þessi atriði bentu fulltrúar Neslistans í bókunum í bæjarstjórn og í skipulags- og mannvirkjnefnd þegar þeir greiddu atkvæði gegn tillögunni að breytingu á aðalskipulaginu. Sveitarstjórnum ber að vinna aðalskipulag í samráði við íbúana. Kynning tillagna og athugasemdir sem berast í kjölfar hennar er hluti af þessu samráði. Hörð viðbrögð 1100 Seltirninga og Áhugahóps um betri byggð á Nesinu sem og athugasemdir Skipulagsstofnunar við breytingartillögunni kalla, að mati Neslistans, á heildar-endurskoðun aðalskipulagsins. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur hingað til látið sér mótmæli í léttu rúmi liggja og sýnt lítinn samstarfsvilja við bæjarbúa. Á því strandar málið nú hjá Skipulagsstofnun, þar sem efnismeðferð hefur einfaldlega ekki uppfyllt kröfur skipulagslaga. Það er því frjálslega farið með staðreyndir þegar því er haldið fram að Skipulagsstofnun hafi aðeins beðið um smávægilegar viðbótarupplýsingar. Hið rétta er að gerðar eru athugasemdir við efnismeðferð málsins m.a. að brugðist verði við athugasemdum frá rúmlega 1100 bæjarbúum.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign).

 

 

 

Fulltrúar sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

Bréf Skipulagsstofnunar kveður á um að málsmeðferð hafi verið rétt þó svo viðbótar upplýsinga sé óskað.

Meirihluti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi mun vinna faglega að framgangi skipulagsmála hér eftir sem hingað til.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Elín Helga Guðmundsdóttir (sign) Þórður Ólafur Búason (sign)

6. Önnur mál.

a. Erindi frá Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, þar sem óskað er eftir athugasemdum bæjaryfirvalda Seltjarnarnesbæjar, ef einhverjar eru varðandi óverulegar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við ofangreinda breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

 

Fundi slitið kl.10:20. Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)

Elín H. Guðmundsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?