Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

138. fundur 13. apríl 2023

138. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 08:15

Mættir voru: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson,

Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 2022040016 - Fornaströnd 8 - byggingarleyfi

Lagðir fram nýir uppdrættir af Fornuströnd 8, dagsettir 2. mars 2023. Málið var áður á dagskrá 126. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. júní 2022, þar sem byggingaráform voru samþykkt. Í breytingunni felst að dregið hefur verið úr byggingarmagni.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi.

2. 2023030076 - Bygggarðar 25 - byggingarleyfi

Lagðir fram nýir uppdrættir af Bygggörðum 25, dagsettir 6. mars 2023. Málið var áður á dagskrá 126. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. júní 2022, þar sem byggingaráform voru samþykkt. Í breytingunni felst að kjallari er stækkaður og brunavarnir uppfærðar.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu.

3. 2023030075 - Bygggarðar 1 - byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 10. mars 2023, þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli ásamt kjallara við Bygggarða 1.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.

4. 2023030056 - Bygggarðar 7 - byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 6. mars 2023, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýli ásamt kjallara við Bygggarða 7.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu.

5. 2023030055 - Bygggarðar 9 - byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir hönd Gróttubyggðar ehf., dagsett 10. mars 2023, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýli ásamt kjallara við Bygggarða 9.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.

6. 2023030160 - Fornaströnd 19 - Fyrirspurn um garðskála

Lögð fram ódagsett fyrirspurn frá eigendum Fornustrandar 19 varðandi að koma fyrir garðskála á hluta lóðar.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.

7. 2023030166 - Melabraut 21 - Skráning lóðar í réttri stærð

Lagt fram bréf frá lóðarhöfum Melabrautar 21, dagsett 20. mars 2023, varðandi ósk um leiðréttingu á stærð lóðarinnar við Melabraut 21.

Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með íbúum Melabrautar 21.

8. 2023030113 - Lyfjafræðisafnið - auglýsingaskilti

Lögð fram fyrirspurn frá Brynhildi Briem f.h. Lyfjafræðisafnsins, dagsett 15. mars 2023, varðandi uppsetningu auglýsingaskiltis á Norðurströnd við Safnatröð þá daga sem safnið er opið.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir uppsetningu auglýsingaskiltis á Norðurströnd við Safnatröð þá daga sem safnið er opið, skilyrði leyfis er að skilti sé í samræmi við reglur um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi.

9. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð

Lagðar fram ábendingar við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 sem auglýst var á vinnslustigi frá 26. janúar sl. til og með 23. febrúar 2023 ásamt tölvupósti frá fagstjóra leyfisveitinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsettur 4. apríl 2023.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu.

10. 2023020196 - Deiliskipulag, Undrabrekka - reitur S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag reitar S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá gerð lýsingar þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

11. 2023030040 - Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða - breyting vegna Hofgarða 16

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða vegna Hofgarða 16. Í breytingunni fellst að bæta B-rýmum við nýtingarhlutfallið sem hækkar við það úr 0,41 í 0,48.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Hofgarða 17, 18, 19, 20 og21 og Melabrautar 40 og 42. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

12. 2022110111 - Breyting á deiliskipulagi - Miðbraut 8

Lagðar fram athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 8. Á 133. fundi skipulags- og umferðarnefndar 21. nóvember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 8, afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 14. desember 2022. Í tillögunni felst að heimilað verði að byggja á lóðinni bílskúr/vinnustofu allt að 82m2. Tillagan var grenndarkynnt íbúum Miðbrautar 6 og 10 og Unnarbrautar 26 og 28 frá 21. desember 2022 til og með 26. janúar 2023. Málið var áður á dagskrá 137. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem því var frestað, lagt fram að nýju með uppdrætti sem tekur tillit til athugasemda.

Athugasemdir bárust frá íbúum Miðbrautar 10.

Samkvæmt fyrrnefndu erindi (Tilv. 2022110111/512) er gert ráð fyrir byggingu allt að 82 fm. byggingu á lóð nr. 8. Íbúum á Miðbraut 10 mótmæla ekki að lóðin sé betur nýtt en telja þó að stærð byggingarinnar sé heldur rífleg á því svæði sem koma henni fyrir á, þ.e. á milli húsanna. Þess má geta að grunnflötur húss nr. 10 er um 115 fm. og er því grunnflötur þessa nýja mannvirkis um 70% að stærð okkar húss.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýbygging innan lóðarinnar geti orðið um 81,2 m². Heildarbyggingarmagn yrði þá um 330 m². og nýtingarhlutfall 0,46. Nýtingarhlutfallið 0,46 er í samræmi við nýtingarhlutfall annara lóða innan skipulagssvæðisins og eru til dæmis sömu heimildir og gilda fyrir lóðina Miðbraut 6. Heimilt byggingarmagn á lóð nr. 10 við Miðbraut er talsvert meira eða um 464,1 m². og er nýtingarhlutfall þar 0,63. Skráð stærð bílskúra á Miðbraut 10 er samtals um 86,4 m². Að mati nefndarinnar er því stærð bílskúrsins í samræmi við gildandi heimildir aðliggjandi lóða innan deiliskipulagsins.

Við gerum miklar athugasemdir að byggingarreitur sé skilgreindur alveg út að lóðarmörkum. Stærð hans í fyrrnefndu erindi er sýnt á uppdrætti sem 9x13 m. Eftirfarandi atriði teljum við vert að nefna í því samhengi:

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru bílskúrar eða byggingarreitir fyrir nýja bílskúra staðsettir á lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Er lóðin við Miðbraut 8 sú sem sker sig úr í því samhengi sem eina lóðin sem ekki er nú þegar með heimild til að byggja bílskúr á lóðarmörkum. Ekki er því fallist á þau rök að óeðlilegt sé hvernig byggingarreiturinn er staðsettur á deiliskipulagsuppdrættinum. Einnig er bent á að nýr byggingarreitur fyrir bílskúr/vinnustofu er rúmur (9m x 13m = 117 m²) sem gefur færi á að skoða nánar staðsetningu nýbyggingarinnar þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Nefndin fellst á að reitur er óþarflega stór og hefur hann nú verið minnkaður í 8m x 11m = 88 m².

a) Miðað við grófáætlaða lengd, út frá kortasjá (map.is/seltjarnarnes), er fjarlægð frá NA horni byggingarreits að húsi nr. 10 um 4-5 m sem þrengir þónokkuð að húsi nr. 10 ef bygging verður staðsett á því svæði byggingarreitsins.

Ekki eru áform um að byggja yfir lóðamörk og nýbygging þrengir því ekki að núverandi byggingu við Miðbraut 10.

b) Ef staðsetja á mannvirkið á lóðarmörkum þá verður langhlið hússins mögulega í miðju runnabeði sem aðskilur garða húsanna. Það er auðséð að það er ekki framkvæmanlegt nema með jarðraski á lóð nr. 10 sem við teljum óþarfi og illásættanlegt.

Ekki eru áform um að byggja yfir lóðamörk, lóð við Miðbraut 10 og runnabeð sem stendur á lóð Miðbrautar 10 á því að vera óhreyft.

c) Ennfremur er talað um í lýsingu að gólfplata byggingarinnar verði 1 m lægri en gólfplata íbúðarhúss nr. 8. Horfandi á aðstæður þá er lóðin, garðmegin, mögulega 10-20 cm hærri en gólfplata innanhúss, þá bætist við gólfþykkt plötunnar og þá hæð undirstöðusökkla. Þegar allt er talið þá gæti verið um að ræða að grafa þarf um 1,5-2,0 m niður svo unnt sé að byggja undirstöður og steypa plötu. Endanleg graftarhæð fer þó eðlilega eftir grundunaraðstæðum, þ.e. hvort byggingin verði reist á klöpp eða hvort laus jarðvegur sé undir. Ef laus jarðvegur er undir þarf mögulega aukinheldur að koma fyrir jarðvegspúða undir sökklunum sem eykur enn á graftarhæðina. Það eru þó til heimildir um að grunnt sé á klöpp austan megin á lóð nr. 10 en þetta þarf að kanna nánar. Ef að graftarflái er 1:1 og grafa þarf ekki nema 1,5 m þá er raskað svæði það sama lárétt auk þess sem að verktaki þarf vinnusvæði til að slá upp fyrir sökklum (80 cm) og svo þarf að koma fyrir öryggisgirðingu uppi á graftarbakkanum. Miðað við þessar forsendur þá er nauðsynlegt framkvæmdasvæði frá útvegg komið langt inn fyrir lóð nr. 10.

Tekið hefur verið tillit til framkominnar athugasemdar og gólf nú lækkað um 0,5m og hámarks heildarhæð verði 3,5m frá gólfplötu.

d) Nú er óljóst í hvað nota á bygginguna, þ.e. ýmist er nefnd bílskúr/vinnustofa eða bara vinnustofa. Það er grundvallarmunur þar á er viðkemur raski á lóðarmörkum, að hluta til eins og lýst er í lið c), þ.e. að ef byggingin verður notuð sem bílskúr þá þarf eðlilega að útbúa ramp niður að gólfplötu sem eins og áður sagði er 1 m neðar en nærliggjandi land. Það þyrfti því að huga að jarðvegsstyrkingu t.d. með stoðvegg frá bílskúr og þangað til landhæð á milli lóðanna er sú sama. Það þarf að huga að þessum þætti strax á framkvæmdartíma til að fá ekki jarðveg á lóð nr. 10 á hreyfingu, m.a. þar sem óljóst er hversu lengi framkvæmdir munu standa yfir.

Fjallað er um endanleg útfærsla byggingar í umsókn um byggingarleyfi. Frágangur á lóðamörkum er háður samþykki aðliggjandi lóðarhafa og er byggingarleyfi ekki gefið út fyrr en það liggur fyrir.

e) Það er viðbúið að 3 m há bygging mun skerða birtu og sólarljós í garðinum sunnan megin og gerir hann skuggsælli. Að því leyti væri strax kostur ef byggingarreitur yrði færður fjær lóðarmörkum.

Skuggavarp svo lágreistrar byggingar er talið óverulegt og ekki umfram það sem heimilað er á lóðum innan skipulagssvæðisins.

Framkvæmdum sem þessum fylgir óhjákvæmilega rask og truflun. Íbúar við nr. 10 hafa áhyggjur á tímamörkum framkvæmda og sér í lagi ef hætta á að framkvæmdir dragist yfir langan tíma en einnig af jarðvinnu í svo mikilli nálægt, sér í lagi ef fleyga þarf klöpp í fleiri vikur.

Almennir frestir til framkvæmda eru skilgreindir í byggingarreglugerð og skulu framkvæmdir hafnar innan árs frá útgáfu byggingarleyfis, dragist framkvæmdir ber leyfisveitanda að grípa til þvingunarúrræða.

Börn frá 5 ára aldri eru í húsi nr. 10 svo huga þarf verulega að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu, þ.e. með reisingu á traustum öryggisgirðingum á meðan framkvæmdum stendur en einnig koma fyrir viðeigandi merkingum vegna umferð vinnuvéla á svo þröngu svæði.

Vísað er til ákvæða í gr. 4.11. byggingarreglugerðar um öryggi á byggingarvinnustöðum.

Samantekt:

Íbúar á Miðbraut 10 eru ekki mótfallin að nágrannar okkar á lóð nr. 8 stækki við sig en teljum að vanda þurfi til verka, þ.e. að hönnun byggingarinnar falli vel að núverandi aðstæðum, bæði er varðar nálægt við lóð okkar en einnig útlits þar sem umtalsverð breyting verður á ásýnd garðsins með tilkomu byggingarinnar. Í því samhengi teljum við nýbygginguna heldur of stóra á þessum litla svæði sem um ræðir. Við óskum eftir því að byggingarreitur verði færður fjær lóðarmörkum með tilvísun í athugasemdir 2 a) – e) hér að ofan um að minnsta kosti 2,5 m. Að síðustu óskum við eftir að framkvæmdunum verði gefin ákveðin tímamörk svo rask og truflun sem hljótast af slíkum framkvæmdum verði lágmarkað.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum með leiðbeiningum um kærufresti.

Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

13. 2023030184 - Aðalskipulagsbreyting Reykjavíkur 2040 - Skotæfingasvæði á Álfsnesi

Lögð fram lýsing, umhverfismat og drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi skotæfingasvæði á Álfsnesi.

Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

14. 2023040016 - Lindarbraut - færsla á biðskýli almenningssamgangna

Lögð fram tillaga að færslu á biðskýli almenningssamgangna á Lindarbraut.

Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að láta færa biðstöðina í samráði við Strætó bs.

 

Fundi slitið 09:48

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?