Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

115. fundur 13. desember 2007

115. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 13, desember 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.   

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Deiliskipulagsmál. Bygggarðasvæði.
 3. Lögð fram umsókn frá Íslenskum aðalverktökum Höfðabakka 9 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss að Hrólfsskálamel 1-7 samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
 4. Umsókn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6 samkv. uppdráttum Ulriks Arthúrssonar arkitekts.            
 5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá ORK ehf. Lágmúla 6 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 1-3 við Skerjabraut samkv. uppdráttum Sigbjörns Kjartanssonar arkitekts. 
 6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Jóhönnu Sigurveigu B. Ólafsdóttur Melabraut 17 um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan ásamt viðbyggingu við húsið að Melabraut 17 samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
 7. Erindi frá Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur og Ólafi Gunnarssyni Skerjabraut 3a varðandi nýtingu lóðarinnar að Skerjabraut 3a.
 8. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað arkitekti fh. eigenda hússins að Tjarnarstíg 3-5 um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús ásamt byggingu bílskúra á lóðinni að Tjarnarstíg 5.
 9. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut.
 10. Erindi frá Sveini Loga Björnssyni og Maríu Báru Jónatansdóttur Nesbala 26 um leyfi til að setja glugga á vesturgafl hússins að Nesbala 26.
 11. Umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um stækkun hússins að Sólbraut 10 samkv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts.
 12. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðmundi Hafsteinssyni Lindarbraut 2a um stækkun hússins að Lindarbraut 2a samkv. uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts.
 13. Tekið fyrir erindi frá Sigurði Magnússyni bæjarstjóra á Álftanesi varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
 14. Tekin fyrir að nýju umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 107 við Nesveg samkv. uppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts.
 15. Erindi frá Guðmundi Ásgeirssyni Barðaströnd 33 varðandi endurbyggingu leiðarmerkis í Suðurnesi.
 1. Fundur settur af formanni kl. 8:10.
 2. Deiliskipulagsmál.  Bygggarðasvæði.

  Tekin fyrir breytt tillaga Hornsteina að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis sem byggir á aðalskipulagi Seltjarnarness fyrir 2006-2024. Eftir umræður bar formaður upp svofellda tillögu:
  Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu með eftirfarandi breytingum:
  Gert er ráð fyrir 364 bílastæðum í stað 328 eins og fram kemur í lið G á skipulagsuppdrætti.
  Í lið I á skipulagsuppdrætti falli út eftirfarandi setning:  “Heimilt er að reisa létta þakskála á þökum í tengslum við lyftuhús og má stærð þeirra vera allt að 20% af grunnfleti viðkomandi húss.”
  Breytingatillagan um fjölgun bílastæða skv. G lið og niðurfelling texta skv. I lið samþykkt með öllum atkvæðum, en deiliskipulagstillagan ásamt breytingum samþykkt með 3 atkvæðum og vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu. Ólafur og Stefán greiddu atkvæði á móti.

  Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:
  Nú hafa 3 fulltrúar í skipulags- og mannvirkjanefnd í tvígang sent ófullnægjandi tillögur til bæjarstjórnar um deiliskipulag á Bygggarðasvæði. Í fyrra skiptið féll tillaga þeirra um sjálfa sig í meðförum bæjarstjórnar. Sú tillaga sem hér var afgreidd í dag barst fulltrúum í hendur síðdegis á þriðjudag og var rædd í u.þ.b. 1 klukkustund. Engra viðbótargagna var aflað, ekki var farið skipulega yfir athugasemdir frá hagsmunaaðilum,ekkert heildarmat var lagt á tillöguna með hliðsjón af fyrirmælum aðalskipulags um aðgæslu og samræmi við nærliggjandi svæði. Bæjarstjórn fær málið eftir takmarkaðan faglegan undirbúning af hálfu skipulags- og mannvirkjanefndar og aðeins fyrir tilstilli hluta fulltrúa í nefndinni. Þessa niðurstöðu harma ég.  
                                         
                                     StefánBergmann       

  Ólafur Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun:
  Ég tel ótímabært að afgreiða frá nefndinni þessa útfærslu hugsanlegrar byggðar á Bygggarðasvæði, sem nefndarmönnum var send fyrir 2 dögum og er nú tekin fyrir í fyrsta sinn. Mótun hins nýja bæjarhverfis krefst vandaðra vinnubragða af hálfu nefndarinnar og ljóst er, að tillagan hefur ýmsa annmarka m.a. að því er varðar yfirbragð byggðarinnar og áhrif.
  Áður en skipulags- og mannvirkjanefnd tekur afstöðu í málinu og tillagan er send frá henni í formlegt ferli er – að fenginni reynslu – full ástæða til að kanna viðhorf bæjarbúa, kynna þeim hugmyndina og gefa þeim tækifæri til að tjá sig um hana. Er slík málsmeðferð í fullu samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar 14. nóvember s.l. á fyrri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið, þar sem bæjarstjórnin áréttaði einróma “mikilvægi þess að efnt verði til kynningar á fyrirætlunum þróunaraðila fyrir hagsmunaaðilum og bæjarbúum áður en til annarra ákvarðana kemur”.
                                     
  Ólafur Egilsson

 3. Lögð fram umsókn frá Íslenskum aðalverktökum Höfðabakka 9 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss að Hrólfsskálamel 1-7 samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
  Frestað. Nefndin bendir jafnframt á að svæðið er skilgreint sem miðsvæði og því sé eðlilegt að á jarðhæð Hrólfsskálamels 1-7 sé gert ráð fyrir þjónusturýmum.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir nafn byggðarinnar og húsnúmer eins og fram kemur á afstöðumynd.

 4. Umsókn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6  samkv. uppdráttum Ulriks Arthúrssonar arkitekts.
  Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá ORK ehf. Lágmúla 6 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 1-3 við Skerjabraut samkv. uppdráttum Sigbjörns Kjartanssonar arkitekts.
  Samþykkt samhljóða.

 6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Jóhönnu Sigurveigu B. Ólafsdóttur Melabraut 17 um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan ásamt viðbyggingu við húsið að Melabraut 17 samkv. uppdráttum Þormóðar Sveinssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
  Engar athugasemdir bárust og er umsóknin samþykkt.

 7. Erindi frá Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur og Ólafi Gunnarssyni Skerjabraut 3a varðandi nýtingu lóðarinnar að Skerjabraut 3a.
  Varðandi hugmyndir að breytingu á skipulagi lóðarinnar að Skerjabraut 3a skal það tekið fram að breytingin kallar á deiliskipulag fyrir lóðina sem færi í auglýsingu með lögbundnum athugasemdarfresti. Þess skal getið að nýtingarhlutfall það sem nefnt er í erindinu er ekki raunhæft.
  Fyrsta skrefið er að útfæra þær hugmyndir sem fram koma í erindinu og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.
  Ennfremur skal á það bent að fljótlega verður hafin vinna við að deiliskipuleggja allt Lambastaðahverfið.

 8. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað arkitekti fh. eigenda hússins að Tjarnarstíg 3-5 um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús ásamt byggingu bílskúra á lóðinni nr. 3-5 við Tjarnarstíg.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að fljótlega hefst vinna við deiliskipulag Lambastaðahverfisins og verður fyrirspurnin innlegg í þá vinnu.

 9. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut. Fyrir liggur umsögn höfundar deiliskipulags Vesturhverfis.
  Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir nánari útfærslu og felur jafnframt byggingarfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri.

 10. Erindi frá Sveini Loga Björnssyni og Maríu Báru Jónatansdóttur um leyfi til að setja glugga á vesturgafl hússins að Nesbala 26. Samþykkt.

 11. Umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um stækkun hússins að Sólbraut 10 samkv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts. Umsókninni synjað þar sem farið er út fyrir byggingarskilmála.

 12. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðmundi Hafsteinssyni Lindarbraut 2a um stækkun hússins að Lindarbraut 2a samkv. uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts. Samþykkt.

 13. Tekið fyrir erindi frá Sigurði Magnússyni bæjarstjóra á Álftanesi varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 14. Tekin fyrir að nýju umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 107 við Nesveg samkv. uppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts.
  Ennfremur er tekið fyrir erindi frá Einari Tryggvasyni arkitekti f.h. eigenda Nesvegar 115 varðandi ofangreinda umsókn.
  Umsóknin er samþykkt og jafnframt er það upplýst að á næstu vikum hefst deiliskipulagsvinna við aðlægar lóðir.

 15. Erindi frá Guðmundi Ásgeirssyni Barðaströnd 33 varðandi endurbyggingu leiðarmerkis í Suðurnesi. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið en óskar jafnframt eftir umsögn umhverfisnefndar.

 Fundi slitið kl. 10:35

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson  (sign)

Þórður ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?