Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. september 2008

124. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 25. september 2008 n.k. kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson, Sigurður J. Grétarsson og Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi. Erna Gísladóttir boðaði forföll. Einnig sat fundinn Ólafur Melsteð sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs frá 1. okt. nk. og var hann boðinn velkominn til starfa.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

Deiliskipulagsmál.

a. Deiliskipulag lóðar hjúrunarheimilis við Valhúsahæð.

b. Önnur deiliskipulagsmál í vinnslu.

2. Erindi frá Petreu Jónsdóttur f.h. Slysavarnardeildarinnar Vörðunnar varðandi umferðarmál.

3. Erindi frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs Seltjarnarness varðandi hugmyndir að stækkun bæjarskrifstofa við Austurströnd samkv. uppdráttum ASK arkitekta.

4. Erindi frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa f.h. menningarnefndar Seltjarnarness vegna staðsetningar útilistaverks Sigurjóns Ólafassonar ,, Skyggnst bak við tunglið”

5. Lagðar fram af Þórleifi Jónssyni Selbraut 9 reyndarteikningar af húsinu að Selbraut 9 unnar af Hauki Viktorssyni arkitekti. Ennfremur er óskað leyfis fyrir hurð úr kjallara ásamt heitum potti og garðhýsi.

6. Hraðahindranir á Melabraut og Lindarbraut.

7. Önnur mál.

Fundur settur af formanni kl. 8:05

  1. Deiliskipulagsmál.
  2. a. Deiliskipulag lóðar hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð.
    Lögð var fram samhljóða samþykkt 679. fundar bæjarstjórnar hinn 10. sept. sl. svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela starfshópnum (um hjúkrunarheimili) að vinna áfram að framgangi málsins í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneyti og annast frekari tillögugerð til bæjarstjórnar um framkvæmdina. Jafnframt samþykkt samhljóða að skoða sérstaklega sataðsetingu hjúkrunarheimilis á svæði vestan Seltjarnarneskirkju og er skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins falið að huga að nauðsynlegu undirbúnings- og skipulagsferli í tengslum við lóð hjúkrunarheimilisins.”

Einnig lagt fram minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf(Grími Má Jónssyni) dagsett 19. sept. sl.:

,,SELTJANARNES Lóð fyrir hjúkrunarheimili – frumathugun”, þar sem m.a. kemur fram að stærð umræddrar byggingar með 30 hjúkrunarrýmum sé áætluð 3.000-3.500 ferm.

Nefndarmenn fóru í vettvangsskoðun og telja að á svæðinu sé rétt að athuga í byrjun staðsetningu við Kirkjubraut (sem í minnisblaði er talin heppilegust) – enda verði þess gætt að útsýni af Valhúsahæð skerðist ekki. Æskilegt sé að frumhugmyndir um hönnun hjúkrunarheimilisins liggi fyrir sem fyrst svo kveða megi nánar á um staðsetningu og lóðarmörk og hefja skipulagsferlið sem lýtur að aðal- og deiliskipulagi. Við hönnunina beri að taka fyllsta tillit til kirkjubyggingarinnar þannig að báðar njóti sín vel. Í því sambandi er talið mikilvægt að arkitekt kirkjunnar taki þátt í hönnunarstarfinu. – Framangreint samþykkt samhljóða.

Ennfremur taldi meirihluti nefndarmanna heppilegt að Hlín Sverrisdóttir sem vann að aðalskipulagi Seltjarnarness 2004-2024 verði falið að vera nefndinni og hönnuðum til ráðgjafar varðandi nauðsynlegar skipulagsbreytingar.

b. Önnur deiliskipulagsmál í vinnslu.

1) Deiliskipulag Lambastaðahverfis.Tekin fyrir forsögn unnin af Kanon arkitektum í samráði við fulltrúa nefndarinnar, ásamt drögum að kynningarbréfi til íbúðaeigenda í hverfinu. Eftir fáeinar orðalagsbreytingar var forsögnin ásamt kynningarbréfinu samþykkt samhljóða.

2) Deiliskipulag Suðurhverfis. Staðan í skipulagsvinnunni var rædd og jafnframt var samþykkt samhljóða að fulltrúar nefndarinnar í verkefninu verði Þórður Ó. Búason og Stefán Bergmann. Lögð er áhersla á að verktakinn hraði vinnu við verkefnið.

3) Bygggarðasvæði. Staða málsins rædd, m.a. viðhorf Þyrpingar hf.

2. Erindi frá Petreu Jónsdóttur f.h. Slysavarnardeildarinnar Vörðunnar varðandi umferðarmál.

-Samþykkt var að lækka hámarkshraða niður í 50 km./klst. á Suðurströnd, frá gatnamótum Nesvegar-Suðurstrandar að gatnamótum við Hrólfsskálavör. Ennfremur að lækka hámarkshraða á aðkeyrslu að bílastæðum við íþróttamannvirkin niður í 15 km/klst.

3. Erindi frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs varðandi hugmyndir að stækkun bæjarskrifstofa við Austurströnd samkv. uppdráttum ASK arkitekta.

-Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina sem krefjast mun breytingar á aðal-

og deiliskipulagi og hefur áhrif á hugmyndir um miðsvæði á Seltjarnarnesi ef af framkvæmdinni verður.

4. Erindi frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa f.h. menningarnefndar Seltjarnarness vegna staðsetningar útilistaverks Sigurjóns Ólafssonar ,, Skyggnst bak við tunglið” Nefndin samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leyti enda fallist lóðareigendur á hana.

5. Lagðar fram af Þórleifi Jónssyni Selbraut 9 reyndarteikningar af húsinu að Selbraut 9 unnar af Hauki Viktorssyni arkitekti. Ennfremur er óskað leyfis fyrir hurð úr kjallara ásamt heitum potti og garðhýsi. -Samþykkt.

6. Hraðahindranir á Melabraut og Lindarbraut. Lögð voru fram tvö bréf annars vegar frá Hildi Katrínu Rafnsdóttur Melabraut 34 og hins vegar frá Dagbjörtu H. Kristinsdóttur Lindarbraut 8 þar sem óskað er eftir að settar verði upp hindranir í ofangreinar götur til að draga úr umferðarhraða. -Nefndin óskar eftir umsögn um erindin frá umferðarráðgjafa. Jafnframt telur nefndin brýnt að lagfæra þær hraðahindranir sem fyrir eru.

7. Önnur mál voru engin.

Fundi slitið kl. 10:15.

Ólafur Egilsson (sign), Þórður Ó. Búason, (sign). Stefán Bergmann (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Sigurður J. Grétarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?