Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. nóvember 2008

126. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 20. nóvember 2008 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 2

Mættir:
Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Sigurður J. Grétarsson, Stefán Bergmann og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri. Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

  1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins:
    a.    Tvöföldun Suðurlandsvegar, tillaga að matsáætlun
    b.    Græni trefillinn, óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 
  2. Aðalskipulagsmál:
    Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð, hugmynd kynnt
  3. Deiliskipulagsmál:
    a.   
    Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi (kynning skipulagsstj.)
    b.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
            i.              Miðbæjarsvæði
            ii.             Lambastaðahverfi
            iii.            Bakkahverfi
            iv.           Bygggarðasvæði
            v.            Vestursvæði
    c.    Yfirlit yfir stýrihópa deiliskipulagsmála
  4. Byggingamál:
    a.    Erindi frá stjórnum húsfélaga Eiðistorgi 1-9:  Kaup og ísetning hljóðeinangrandi glers á norður- og vesturhlið hússins
    b.    Erindi frá íbúa Austurströnd  12: yfirbygging svala
  5. Umferðarmál:
    a.    Erindi frá íbúum:  Umferðarhraði á Suðurströnd, hraðahindrun v/gangbrautarljós
    b.    Merking gangbrauta
  6. Veðurstöð í Gróttu:
    Erindi frá Veðurstofu Íslands:  Samvinna um uppsetningu og rekstur sjálfvirkrar veðurstöðvar
  7. Önnur mál.

 

Fundur settur af formanni kl. 8:05

  1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
    a.    Tvöföldun Suðurlandsvegar, tillaga að matsáætlun.
    Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun varðandi matsáætlun vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, tvöföldun Suðurlandsvegar.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

    b.  Græni trefillinn, óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
    Erindi frá Haraldi Sigurðssyni verkefnastjóra á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar varðandi breytta skilgreiningu græna trefilsins. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
  2. Aðalskipulagsmál.
    a.  Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis við Valhúsahæð, hugmynd kynnt.
    Lagðar voru fram 2 tillögur frá Hlín Sverrisdóttur ráðgjafa nefndarinnar.
  3. Deiliskipulagsmál.
    a.    Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi.
    Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu deiliskipulags á Seltjarnarnesi öllu og jafnframt  framtíðarsýn sinni á hvern hátt megi ljúka vinnu við gerð alls deiliskipulags í bænum. Skipulagsstjóra var þakkað fumkvæði í málinu og samþykkt að taka það fljótlega til umræðu að nýju. Ákveðið að leita í millitíðinni tillagna Heimis Þorleifssonar sagnfræðings um heppileg heiti einstakra bæjarhverfa.

    b.    Staða deiliskipulagsmála í vinnslu.
    i   Miðbæjarsvæði.
    Skipulagsstjóri greindi frá  fundi nýverið með stýrihópi og ráðgjöfum en  vinna við deiliskipulagið hafi verið sett í biðstöðu vegna takmarkaðra fjárráða.
    Nefndin telur mikilvægt að séð verði fyrir nægri fjárveitingu þannig að hægt verði að hraða vinnu við framtíðarmótun bæjarins og deiliskipulag svæðisins.

    ii.  Lambastaðahverfi.
    Fram kom að góður gangur er í deiliskipulagsvinnunni. Húsakönnun á skipulagssvæðinu er langt komin. Ákveðið hefur verið að halda íbúafund  11. desember n.k. til kynningar á deiliskipulagstillögunni.

    iii.   Bakkahverfi.
    Deiliskipulagsvinnan er í fullum gangi og hefur kynningarbréf verið sent íbúum þar sem m.a. fram kemur að þeir geti sent inn ábendingar til 28. nóvember n.k. Drög að forsögn liggur fyrir.

    iv.   Bygggarðasvæði.
    Fram kom að Ívar Pálsson lögmaður bæjarins í málinu hefur fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar sent Þyrpingu bréf þar sem bærinn áskilur sér lengri frest til að svara bréfi Þyrpingar dags. 25. Ágúst 2008 varðandi deiliskipulagsmálið. Unnið er að formlegri stefnumótun bæjarstjórnar varðandi skipulag byggðarinnar á svæðinu.

    v.   Vestursvæði.
    Skipulagsstjóri greindi frá því að ábendingum nefndarinnar varðandi deiliskipulagið hefði verið komið á framfæri við hönnuði og væri  deiliskipulagsvinnan á lokastigi.

    c.    Skipulagsstjóri lagði fram lista yfir skipan stýrihópa deiliskipulagsmála.
  4. Byggingarmál.
    a.    Erindi frá stjórnum húsfélaga Eiðistorgi 1-9: Kaup og ísetning hljóðeinangrandi glers á norður- og vesturhlið hússins.
    Á fundinum lágu fyrir reglur Reykjavíkurborgar um styrki vegna hljóðvistar.
    Nefndin telur eðlilegt að sambærilegar reglur verði settar fyrir Seltjarnarneskaupstað. Ennfremur var samþykkt að gerðar verði hljóðstigs- og umferðarmælingar til gagnaöflunar svo unnt sé að taka afstöðu til erindisins.

    b.    Erindi frá íbúa Austurströnd 12: Yfirbygging svala.
    Nefndin tekur jákvætt í erindið enda liggi fyrir uppdrættir ásamt samþykki meðeigenda hússins.
  5. Umferðarmál.
    a.    Erindi frá íbúum: Umferðarhraði á Suðurströnd, hraðahindrun við gangbrautarljós.
    b.    Merking gangbrauta.
    Samþykkt var að endurbæta lýsingu við gangbrautarljósin á Suðurströnd.
    Ennfremur var samþykkt að lækka beri hámarksökuhraða niður í 30 km/klst. á Suðurströnd frá gatnamótum við Nesveg að gatnamótum við Hrólfsskálavör. Brýnt var talið vegna skammdegisins að hraða aðgerðum. Jafnframt var ákveðið að taka málið til heildarskoðunar í samráði við umferðarráðgjafa.
  6. Veðurstöð í Gróttu.
    Erindi frá Veðurstofu Íslands: Samvinna um uppsetingu og rekstur sjálfvirkrar veðurstöðvar.
    Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
  7. Önnur mál.
    a.    Nefndin leggur ríka áherslu á góðan frágang byggingarsvæða þar sem framkvæmdir stöðvast um stundarsakir, bæði að því er öryggi og ásýnd snertir.
    b.    Samþykkt var að varamönnum í skipulags- og mannvirkjanefnd sem þess óska verði sent fundarboð um leið og aðalmönnum.

                 Fundi slitið kl. 10:00

 

                 Ólafur Egilsson (sign)

                 Þórður Ó. Búason (sign)

                 Stefán Bergmann (sign)

                 Sigurður J. Grétarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?