Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

24. fundur 09. júlí 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas M. Sigurðsson, Stefán Bergmann og Þorvaldur K. Árnason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1.a. Tekin fyrir tillaga formanns Skipulags- og mannvirkjanefndar í 5. lið e. í fundargerð síðasta fundar.

„Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur falið skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness gerð deiliskipulags og hönnun Hrólfsskálamels og Suðurstrandar á forsendum tillögu 1A frá ráðgjafafyrirtækjunum ALTA/CPP og á grundvelli skipulagslaga. Tillaga 1A var samþykkt í skipulagsnefnd 22. maí 2003 og í bæjarstjórn 28. maí 2003.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp um verkefnið. Í hópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta og einn fulltrúi minnihluta. Bæjarstjóri sitji jafnframt fundi starfshópsins. Byggingafulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn leggur tillögur sínar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd."

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign) Tómas Sigurðsson (sign).

Fulltrúar Neslista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

Breytingartillaga við tillögu formanns um starfshóp vegna Hrólfsskálamels:

Síðari hluti tillögunnar orðist þannig:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að skipa fjögurra manna starfshóp um verkefnið.

Í hópnum sitji tveir frá meirihluta og tveir frá minnihluta. Byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins. Starfshópurinn leggur tillögur sínar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.

Stefán Bergmann (sign) Þorvaldur K. Árnason (sign).

Greidd voru atkvæði um breytingartillöguna og var hún felld með 3 atkvæðum gegn 2.

Greidd voru atkvæði um tillögu formanns og var hún samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun:

Bókun fulltrúa Neslistans vegna tillögu Sjálfstæðismanna um skipun vinnuhóps um skiptingu Hrólfsskálamels.

Við teljum þá tillögu sem hér hefur verið samþykkt ólýðræðislega og hún geti tafið eðlilegan framgang skipulagsvinnu á Hrólfsskálamel, m.a. vegna tvíverknaðar þar sem allir kjörnir fulltrúar í skipulagsnefnd eiga jafnan rétt á sjálfstæðari umfjöllun um skipulagsmálin og skal nefndin fjalla um allt sem frá vinnuhópi kemur. Samþykktin raskar auk þess vægi kjörfylgis framboðanna í skipulagsvinnunni og gerir starfsaðstöðu minnihlutans miklu erfiðaðri en ella og virðist það vera megin tilgangur Sjálfstæðismanna með samþykkt hennar. Fullyrða má að þessi vinnu-brögð eru ekki að skapi meirihluta bæjarbúa enda sönnun þess að stjórnkerfi bæjarins er ekki að þróast í átt til lýðræðislegri stjórnarhátta.

Stefán Bergmann (sign) Þorvaldur K. Árnason (sign).

1.b. Tekin fyrir tillaga Neslistans í 5. lið d í fundargerð síðasta fundar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir, að eftirtaldir þættir verði teknir til rækilegrar athugunar og afgreiðslu í nefndinni við undirbúning deiliskipulags á

1. Mótun tillögu að aðalskipulagi fyrir umrædda skipulagsreiti með tilliti til þjónusturýmis og nýtingarhlutfalls á svæðinu. Þetta verði gert með hliðsjón af „kampus" hugmyndinni frá íbúaþinginu, sem takmarkar bílaumferð og leggur áherslu á góð tengsl innan svæðisins og á mannvænt útisvæði. Athugaðir verði möguleikar á þjónusturými neðanjarðar, s.s.í gömlu malargryfjunum neðst við Kirkjubraut.

2. Þjónusta veitt á Hrólfsskálamel og vallarsvæði.

3. Þjónusta við aldraða, íbúðir, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili og félagslegt leiguhúsnæði unnið í samráði við félagsmálaráð.

4. Íbúðarhúsnæði fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur á svæðunum.

5. Viðbyggingar við Mýrarhúsaskóla, mötuneyti fyrir nemendur og nýbygging tónlistarskóla, og skólalóð.

6. Aðstaða fyrir tómstundastarf barna og unglinga, sem tekur sérstaklega mið af þörfum þess hóps, í samráði við ÆSIS.

7. Þörf bæjarskrifstofa fyrir aðstöðu, ráðhús.

8. Hvað felst í skilgreiningu á D stærð gervigrasvelli ?

Stefán Bergmann (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign).

Greidd voru atkvæði um tillöguna og var hún felld með 3 atkvæðum gegn 2.

2. Aðalskipulag – forsenduskýrsla.

Á fundinn mættu þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir frá Alta.

a) Sigurborg og Hlín lögðu fram og fóru yfir endurbætt drög að forsenduskýrslu fyrir Aðalskipulag Seltjarnarness 2004-2024.

Umræður og athugasemdir voru um einstaka liði skýrslunnar. Samþykkt var að nefndarmenn hafi tvo daga til að leggja fram frekari athugasemdir. Ennfremur var samþykkt að senda skýrsluna til allra nefnda bæjarins.

b) Fulltrúar Alta leggja fram minnisblað varðandi aðalskipulagið dags. 09.07.2003. Þar koma m.a. fram fyrstu hugmyndir að framsetningu framtíðarsýnar og meginmarkmiða í aðalskipulaginu.

Samþykkt var að senda hugmyndirnar til ráða og nefnda bæjarins með ósk um að athugasemdir verði lagðar fram fyrir 20. ágúst n.k.

Véku þær Sigurborg og Hlín síðan af fundi.

Einnig vék Inga Hersteinsdóttir af fundi. Við fundarstjórn tók varaformaður nefndarinnar Ingimar Sigurðsson.

3. Erindi frá Sigurði J. Grétarssyni, Skólabraut 14, þar sem sótt er um leyfi fyrir sólpalli og opnun út í garð að Skólabraut 14, skv. uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, arkitekts.

Samþykkt.

4. Umsókn frá Þorgrími Þorgrímssyni, Unnarbraut 8, um byggingu bílskúrs á lóðinni að Unnarbraut 8, samkvæmt uppdráttum Sigurðar Harðarsonar, arkitekts. Samþykkt, enda verði veggur á lóðarmörkum A-REIM120.

5. Umsókn frá Láru M. Benediktsdóttur, Eiðismýri 30, um byggingu sólstofu á jarðhæð hússins að Eiðismýri 30, samkvæmt uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, arkitekts.

Samþykkt.

6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Valdimar Ólafssyni, Víðiteigi 2d, Mosfellsbæ, um byggingu parhúss á lóðinni nr.22 við Lindarbraut samkvæmt uppdráttum Rúnars Gunnarssonar, arkitekts.

Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á umsóknina enda verði lagðir fram fullkomnir uppdrættir.

Byggingarfulltrúa falið að tilkynna þeim nágrönnum bréflega sem sendu inn athugasemdir í grenndarkynningu.

7. Erindi frá Borghildi Önnu Jónsdóttur, Bollagörðum 115, þar sem sótt er um leyfi fyrir hurð á norðurhlið hússins að Bollagörðum 115, samkvæmt uppdráttum Árna Þorvaldar Jónssonar, arkitekts.

Samþykkt.

8. Önnur mál.

a. Erindi frá Jóhanni G. Jóhannssyni, Melabraut 21, þar sem lögð er fram reyndarteikning af húsinu að Melabraut 21, unnin af Leifi Gíslasyni, byggingafræðingi vegna eignaskiptasamnings.

Samþykkt.

b. Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi hugmynd um hafnarsvæðið við Bakkavör:

Skipulags- og mannvirkjanefnd, sem jafnfram er hafnarnefnd Seltjarnarness vinni að því innan bæjarkerfisins að haldinn verði „Dagur hafnarinnar og Skerjafjarðar" á hafnarsvæðinu við Bakkavör í tengslum við gerð nýs aðalskipulags.

Markmiðið er að vekja athygli á hlutverki svæðisins í bæjarlífinu á Seltjarnarnesi, kanna framtíðarsýn bæjarbúa, fá fram hugmyndir um notkun þess og rifja upp sögu nánasta umhverfis. Þetta má gera í samstarfi við bátaeigendur, björgunarsveitina Ársæl, seglbrettafólk o.fl. aðila.

Stefán Bergmann (sign) Þorvaldur K. Árnason (sign).

c. Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir:

Verður hönnun gatnagerðarframkvæmda við Norðurströnd lögð fyrir nefndina ?

Hvers vegna hefur slíkt ekki verið gert nú þegar ?

Í svari byggingarfulltrúa kom fram, að unnið væri eftir umferðarskipulagi Gunnars Inga Ragnarssonar, verkfræðings sem lagt hefur verið fyrir nefndina.

d. Þorvaldur K. Árnason ítrekar fyrirspurn sína um kostnað við tvöföldun frárennslislagna í Lindarbraut.

 

Fundi slitið kl.10:00. Einar Norðfjörð (sign).

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign) Stefán Bergmann (sign)

Þorvaldur K. Árnason (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?