Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

28. janúar 2014

5. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 28. janúar, 2014, kl.16:40 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson boðaði forföll, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Eiríkur Stefánsson, bæjarverkfræðingur, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

 1. Mál.nr. 2013060023
  Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarðar
  Lýsing:  Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarðar ,Soffía Valtýsdóttir arkitekt hjá Batteríinu kynnir úrvinnslu ábendinga.
  Afgreiðsla: Kynnt og ákveðið að fela hönnuði að vinna áfram með tillögur.
 1. Mál.nr: 2013040047/2013070019
  Heiti máls: Svæðisskipulagsamkomulag Reykjavíkur og Seltjarnarness vegna deiliskipulags í Austurhöfn og deiliskipulagsáætlana við Höfnina í Reykjavík.
  Lýsing: Reykjavík, deiliskipulag Austurhöfn, auglýsing tillögu sem gæti varðað samkomulag Seltjarnarness og Reykjavíkur um stofnbrautir vegna Svæðisskipulags.
  Afgreiðsla:  Nefndin óskar skýringar á breytingu stofnbrauta og hvernig breytingin fellur að samkomulagi Reykjavíkur og Seltjarnarness dags. 12 . nóvember, 2013 .
 2. Mál.nr: 2013120072
  Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör
  Lýsing: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör er í undirbúningi og verður lýsing til umfjöllunar í næsta mánuði .
  Afgreiðsla:  Kynnt áform um lýsingu.
 3. Mál.nr: 2013050042
  Heiti máls: Sjóvarnir, haugsetning efnis vegna framtíðar verkefna og viðhalds.
  Lýsing: Erindi bæjarverkfræðings um framkvæmdaheimid í sambandi við sjóvarnir þar sem haugsetningu efnis vegna framtíðar verkefna er nú hagkvæm.
  Afgreiðsla:  Kynnt og samþykkt leyfi til tímabundinnar haugsetningar sunnan á Seltjarnarnesi á svæðinu frá byggðarenda og að Lindarbraut að undangengnu samþykki Umhverfisstofnunar.

  Halldór Halldórsson lagði fram eftir farandi bókun:
  Á fundi Skipulags og umferðanefndar þann 15. október 2013 var tekinn fyrir liðurinn:
  Umhverfismál
  3.     Mál.nr: 2013050042
  Heiti máls: Sjóvarnir á Seltjarnarnesi 2013
  Lýsing: Haugsetning efnis vegna viðhalds sjóvarna á Seltjarnarnesi
  Afgreiðsla: Kynnt og vísað til umhverfisnefndar. Bæjarverkfræðingi verði falið að kanna heildar efnisþörf vegna sjóvarna á Seltjarnarnesi á næstu árum.
  Við kynningu þessa máls var lögð fram teikning sem sýndi mat á þörf á sjóvörnum á Seltjarnarnesi.Teikning sýndi alla strandlengju Seltjarnarness. Merkt var á hana með heilli breiðri línu meðfram ströndinni þar sem sjóvarnir væru í lagi. Náði sú lína meðal annars um allt Suðurnes. Merkt var með brotinni línu þar sem segir „styrkingar þörf“ og var það við enda Kotagranda þar sem trönur standa nú sunnan við eiðið milli Gróttu og lands.
  Á fundinum annaðist Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur einkum kynningu málsins. Hann lagði aðallega áherslu á að styrkja þyrfti sjóvarnir á stuttum kafla við norðvestanvert Suðurnes í grennd við ljóskastarahús. Var mat Stefáns all frábrugðið framlagðri teikningu Siglingamálastofnunar sem fyrir fundinum lá. Afgreiðsla málsins varð sú að málið var kynnt eins og kemur fram hér að ofan. Bæjarverkfræðingi falið að kanna heildar efnisþörf vegna sjóvarna á Seltjarnesi á næstu árum.
  Óskaði ég eftir að einnig kæmi fram að leitað yrði álits Siglingamálastofnunar aftur og jafnvel fleiri ráðgjafa sem hefðu sérþekkingu á sjóvörnum. Fundarritari Þórður Búason taldi svo augljóst að bæjarverkfræðingur myndi leita til Siglingamálastofnunar og jafnvel fleiri aðila, að slík viðbótarsetning væri óþörf.
  Þann 17. janúar síðastliðinn barst mér bréf frá Þórði Búasyni vegna fundar Skipulagsnefndar í dag þann 28. janúar. Með bréfinu fylgdu þrjú viðhengi. Eitt þeirra var bréf Tækni og umhverfissviðs Seltjarnarness, „Minnisblað um sjóvarnir“ unnið af Stefáni Eiríki Stefánssyni þann 9. desember 2013.
  Efni bréfsins var: Heildar-efnisþörf vegna sjóvarna á Seltjarnarnesi á næstu árum. Álit þetta er svo frábrugðið öllum gögnum sem ég hef fengið að sjá á liðnum áratugum um sjóvarnir á Seltjarnarnesi að ég tel að frekari upplýsinga sé þörf.
  Upplýsa þarf um öll samskipti bæjarverkfræðings við Siglingamálastofnun viðvíkjandi þetta mál. Einkum á tímabilinu frá fundi skipulagsnefndar 15. október til ritunar minnisblaðsins 9. desember síðastliðinn. Jafnvel á að fara lengra aftur í tímann ef einhver samskipti hafa farið fram um breytt mat á sjóvörnum.
  Einnig  verði og kynnt öll gagnaöflun bæjarverkfræðings hjá öðrum ráðgjöfum sem leitað var til og þeir tilgreindir og hvað hefur verið unnið í þessum málaflokki sl. áratug?
 4. Mál.nr: 2013010037
  Heiti máls: Erindisbréf Skipulags- og umferðanefndar
  Lýsing: Endanleg útgáfa erindisbréfs Skipulags- og umferðanefndar.
  Afgreiðsla:  Lagt fram, en nefndin bendir á að tilvísun í Hafnalög 2003/61, sem nefndin óskaði eftir í sinni vinnu með skjalið hefur fallið niður og óskar leiðréttingar.

  Byggingamál kynnt
 5. Byggingamálaafgreiðslur byggingarfulltrúa
  2013110020 Skerjabraut 1-3 samþykkt áform um byggingarleyfi.
  2013120062 Nesbali 50 samþykkt áform um byggingarleyfi vegna þakbreytingar á vesturenda.

  Önnur mál

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:15..

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?