Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

13. janúar 2015

19. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 13. janúar, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Kristján Hilmir Baldursson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2014 endurskoðun.
    Lýsing:  Vinnufundur. greinargerð vegna aðalskipulags lögð fram. Árni Geirsson, Hlín Sverrisdóttir og Hrafnhildur  Brynjólfsdóttir frá Alta voru á fundinum.
    Afgreiðsla: Áframhald vinnu að greinargerð aðalskipulags.

    Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar varðandi hugmyndir um 7 hektara landfyllingu norður úr Suðurnesi sem óskað er eftir að verði svarað skriflega:
    1.      Í hverju felst þörf og mikilvægi framkvæmdarinnar?
    2.      Hver eru hugsanleg áhrif á umhverfið, lífríki, náttúru og samfélag? Hér má nefna sérstaklega áhrif á fjölbreytni búsvæða, á dýra-og búsvæði fugla sérstaklega, s.s. möguleika til fæðuöflunar og uppeldis ungviðis?
    3.      Er framkvæmdin í samræmi við náttúruverndarlög varðandi landslagsvernd, líffræðilega fjölbreytni, vistkerfavernd og sjálfbæra þróun?
    4.      Er framkvæmdin í samræmi við staðardagskrá Seltjarnarness, 7 markmið Seltjarnarness í umhverfismálum, nýsamþykkta  umhverfisstefnu Seltjarnarness og hver er breytingin á svæðinu frá gildandi aðalskipulagi til 2024?
    5.      Er framkvæmdin í samræmi við náttúruverndaráætlun Alþingis varðandi náttúruverndarsvæðið Skerjafjörð?
    6.      Er framkvæmdin í samræmi við áherslur svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins varðandi útivistarsvæði, verndun náttúrulegs fjölbreytileika og náttúru í þéttbýli og lífsgæði íbúa í tengslum við útivist og upplifun?
    7.      Hefur farið fram mat á því hvað það er í náttúru Seltjarnarness sem orkar mest og hefur mest gildi fyrir lífsgæði íbúanna? Er hugsanlegt að Grótta, Seltjörn og Kotagrandi til Suðurness hafi þar mikla sérstöðu og geti flokkast sem afburða staður til upplifunar og til þess að njóta?
    8.      Hvað segja rannsóknir um sjólag og sjóvarnir á svæðinu við Seltjörn?
    9.      Hver er áætlaður kostnaður vegna efniskaupa og flutnings á fyllingarefni, auk utanáliggjandi varnargarðs?
    10.  Hvaða breytingar eru áætlaðar á umferð um aðliggjandi götur vegna umsvifa á svæðinu?
    11.  Hvaða athugasemdir bárust eftir auglýsingu verklýsingar fyrir nýtt aðalskipulag?
    12.  Samhliða endurskoðun aðalskipulags er unnið umhverfismat. Hvað er það langt á veg komið?
    13.  Er framkvæmdin í samræmi við áherslur í Landskipulagsstefnu varðandi haf- og strandsvæði?
    14.  Verður það land sem verður til við landfyllinguna í eigu sveitarfélagsins, eins og það land sem nýtt er undir núverandi golfstarfsemi?
    15.  Eru einhver álitamál varðandi framkvæmdina sem vert er að kanna betur eða rannsaka áður en ákvörðun er tekin?
  1. Mál.nr. 201350030
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri
    Lýsing: Lögbundin umsögn Skipulagsstofnunar eftir yfirferð í samræmi við 42. gr skipulagslaga 123/2010, lögð fram ásamt drögum að svarbréfi til samþykktar.
    Afgreiðsla: Samþykkt að vísa breyttum skipulagsgögnum og svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags 8.1.2015 til bæjarstjórnar til ákvörðunar um bitingu í Stjórnartíðindum.

    Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    Setja þarf skýrari skilmála um t.d. sólstofur og minniháttar framkvæmdir sbr. ábendingu Skipulagsstofnunar.
  1. Mál.nr. 2015010009
    Heiti máls: Aðalskipulag Garðabæ lýsing verkefnis
    Lýsing: Lýsing send Seltjarnarnesbæ til umsagnar.
    Afgreiðsla: Lagt fram
  1. Mál.nr. 2014040008
    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfi, breyting vegna Melabrautar 19.
    Lýsing: Breyting á deiliskipulagi þar sem verslun á 1. hæð Melabraut 19 er breytt í 4 íbúðir. Eftir grenndarkynningu komu tvær athugasemdir og var önnur frá eiganda íbúðar í húsinu. Í desember 2014 var sú athugasemd dregin til baka. Drög að svari við athugasemd lögð fram til undirbúnings ákvörðunar um samþykkt Bæjarstjórnar og sendingu til Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkvæmt 43. gr Skipulagslaga nr.123/2010.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

    Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160
    Samþykktir byggingarfulltrúa 9.9.2014
    2014090042 Suðurmýri 58, samþykkt áform frá 2006 endurnýjuð, samþykkt um klæðningu frá 2008 felld úr gildi.
    Samþykktir byggingarfulltrúa 9.12.2014
    2014090045 Unnarbraut 20, samþykkt áform um viðbyggingu sólstofu.
    2014120019Lambastaðabraut 1, samþykkt afmörkun sérafnotaflata á lóð.
    Samþykktir byggingarfulltrúa 18.12.2014
    2014110010 Sæbraut 9, samþykkt áform um þakbreytingu.
    2013120021 Melabraut 33, samþykktar reyndarteikningar eftir úttekt lokafrágangs.
    2014070038 Barðaströnd 49, samþykkt áðurgerð breyting á húsi.
    2014080015 Vallarbraut 19, samþykkt áform um slétta stálklæðningu.
    2014110011 Suðurströnd 12, samþykktar breytingar brunavarna á teikningum.
    Samþykktir byggingarfulltrúa 22.12.2014
    2014120076 Víkurströnd 9, samþykktar reyndarteikningar eftir úttekt frágangs
    Samþykktir byggingarfulltrúa 9.1.2015
    2014110019 Hrólfsskálamelur 1-5, samþykkt áform, nýtt fjölbýlishúss 34 íb (var 1-7)
    Samþykktir byggingarfulltrúa 12.1.2015
    2014100059 Eiðistorg 11, samþykkt áform um kjúklingasteikhús í verslun á 1.hæð.

    Önnur mál
  1. Mál nr. 2014120085
    Heiti máls:Landsskipulagsstefna 2015-2026
    Lýsing: Ragnhildur Ingólfsdóttir og Stefán Bergmann lögðu fram tillögu sem hljóðar svo, til Skipulagsnefndar:
    Landsskipulagsstefna. Leggjum til að ný tilllaga að landsskipulagsstefnu verði kynnt og rædd í skipulags- og umferðarnefnd með áherslu á Skipulag haf-og strandsvæða.
    Afgreiðsla: Lagt fram.
  1. Mál nr. 2014060035
    Heiti máls:Aðalskipulag Seltjarnarness
    Lýsing: Ragnhildur Ingólfsdóttir og Stefán Bergmann lögðu fram tillögu sem hljóðar svo, til Skipulagsnefndar:
    Útivistarstígar. Skipulags- og umferðarnefnd biður umhverfisnefnd Seltjarnarness að yfirfara og koma með hugmyndir um útivistarstíga á Seltjarnarnesi með það í huga að þeir nýtist vel og auðveldi aðgengi að útivistarsvæðum og létti álagi sem búast má við að þau verði fyrir. Gjarnan má fylgja með ábending um forgangsröðun framkvæmda á þessu sviði.
    Afgreiðsla: Lagt fram.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:42.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristján Hilmir Baldursson sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?