Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. júní 2015
30. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 16. júní, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

 

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Friðrik Friðriksson, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Brynjúlfur Halldórsson, Stefán Bergmann, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.
    Lýsing:  Kynning á áhrifaþáttum varðandi færslu á háspennulínu og breytinga á vatnsverndarsvæðum. Til að flytja kynningu kemur Þórarinn Bjarnason frá Landsneti og Ólafur Árnason frá Eflu.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033.
    Lýsing:  Unnið áfram með aðalskipulagstillögu ásamt ALTA aðalskipulags ráðgjafa. Árni Geirsson kemur til fundar.
    Afgreiðsla:  Lokatillaga að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015 -2033 samþykkt og vísað til umhverfisnefndar eftir ábendingu og Bæjarstjórnar til afgreiðslu, ákvörðunar um sendingu til Skipulagsstofnunar til athugunar sbr. 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010  og ákvörðunar um auglýsingu með áberandi hætti og  í Lögbirtingarblaðinu sbr. 31. grein , Stefán Bergmann og Brynjúlfur Halldórsson greiddu  ekki atkvæði.
  1. Afgreiðsla: .. Mál.nr. 2013060023
    Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar, Hofgarðar.
    Lýsing:  Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 8 athugasemdir bárust,  ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
    Afgreiðsla:  Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
  1. Mál.nr. 2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
    Lýsing:  Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 3 athugasemdir bárust, ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
    Afgreiðsla:  Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
  1. Mál.nr. 2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing: Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu, en 4 athugasemdir bárust ásamt umsögn lögmanns til að svara athugasemdum og lýsa breytingum.
    Afgreiðsla:  Deiliskipulag ásamt svörum við athugasemdum samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæð og aðliggjandi svæði.
    Lýsing:  Samantekt deiliskipulagsráðgjafa um viðbrögð við umsögnum og ábendingum í vinnslu verkefnis.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2033.
    Lýsing:  Svör fomanns við fyrirspurnum Ragnhildar Ingólfsdóttur og Stefáns Bergmann á 19. Fundi 13. janúar 2015.
    Afgreiðsla: Svörin lögð fram voru eftirfarandi:

    Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar varðandi hugmyndir um 7 hektara landfyllingu norður úr Suðurnesi sem óskað er eftir að verði svarað skriflega:

    Í hverju felst þörf og mikilvægi framkvæmdarinnar?
    Við munum vinna aftur land sem tapast hefur, en bent hefur verið á að landbrot hafi tekið allt að 7 ha af landi Seltjarnarness frá 1954 en landfyllingar hafa verið 3-4 ha. Með þessum framkvæmdum getur bæjarfélagi, amk í einhvern tíma, tekið við efni sem gæti nýst t.d. við styrkingu sjávarvarnargarða í bæjarfélaginu. Það mun með þessu skapast enn meira rými til útvistar fyrir íbúa.

    Hver eru hugsanleg áhrif á umhverfið, lífríki, náttúru og samfélag? Hér má nefna sérstaklega áhrif á fjölbreytni bússvæða, á dýra-og búsvæði fugla sérstaklega, s.s. möguleika til fæðuöflunar og uppeldis ungviðis?
    Það er mögulegt að einhver röskun geti orðið á lífríki á meðan á framkvæmdum stendur, en gera má ráð fyrir því að jafnvægi skapist að nýju.

    Er framkvæmdin í samræmi við staðardagskrá Seltjarnarness, 7 markmið Seltjarnarness í umhverfismálum, nýsamþykkta  umhverfisstefnu Seltjarnarness og hver er breytingin á svæðinu frá gildandi aðalskipulagi til 2024?
    Hugsanlega framkvæmd er ekki í fullu samræmi við ofangreinda þætti. Breytingin frá núgildandi aðalskipulagi er helst sú að nú er gert ráð fyrir landfyllingu allt að 5 ha, sem ekki var gert ráð fyrir áður.

    Er framkvæmdin í samræmi við náttúruverndaráætlun Alþingis varðandi náttúruverndarsvæðið Skerjafjörð?
    Í náttúrverndaráætlun Alþingis er rætt um friðun Skerjafjarðar en slíkt er ekki á stefnu bæjarstjórnar Seltjarnarness.

    Er framkvæmdin í samræmi við áherslur svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins varðandi útivistarsvæði, verndun náttúrulegs fjölbreytileika og náttúru í þéttbýli og lífsgæði íbúa í tengslum við útivist og upplifun?
    Framkvæmdin gengur ekki gegn þessum þáttum öllum. Aukin fjölbreytileiki og aðgengi að útivistarsvæðum verður aukin með framkvæmdinni.

    Hefur farið fram mat á því hvað það er í náttúru Seltjarnarness sem orkar mest og hefur mest gildi fyrir lífsgæði íbúanna? Er hugsanlegt að Grótta, Seltjörn og Kotagrandi til Suðurness hafi þar mikla sérstöðu og geti flokkast sem afburða staður til upplifunar og til þess að njóta?
    Íbúar Seltjarnarness og aðrir munu áfram geta notið Gróttu, Seltjarnar og Kotgranda eftir þessar framkvæmdir líkt og áður.

    Hvað segja rannsóknir um sjólag og sjóvarnir á svæðinu við Seltjörn?
    Hér vísast í skýrslu frá Siglingamálastofnun.

    Hver er áætlaður kostnaður vegna efniskaupa og flutnings á fyllingarefni, auk utanáliggjandi varnargarðs?
    Hér vísast í skýrslu frá Siglingamálastofnu.

    Hvaða breytingar eru áætlaðar á umferð um aðliggjandi götur vegna umsvifa á svæðinu?
    Rannsóknir á því hafa ekki verið gerðar.

    Hvaða athugasemdir bárust eftir auglýsingu verklýsingar fyrir nýtt
     aðalskipulag?

    Aðalskipulag lýsing ábending Jóhann Ól og Fuglavernd

    Aðalskipulag lýsing ábending Kristinn H Skarphéðinsson

    Aðalskipulag lýsing ábending Menntasvið Baldur Pálsson

    Aðalskipulag lýsing ábending Sigurður Kr. Árnason

    Aðalskipulag lýsing ábending Sigurður Ólafsson

    Aðalskipulag lýsing umsögn SSH svæðisskipulagsnefnd

    Aðalskipulag lýsing umsögn Reykjavík

    Aðalskipulag lýsing umsögn Minjastofnun

    Aðalskipulag lýsing umsögn Umhverfisstofnun

    Aðalskipulag lýsing umsögn Skipulagsstofnunar


    Til viðbótar einnig settur inn listi yfir kynningu skipulags á vinnslustigi

    Aðalskipulag ábending og aths Birgir R Jónsson 2

    Aðalskipulag ábending og aths Birgir R Jónsson

    Aðalskipulag ábending og aths Erlendur Magnússon

    Aðalskipulag ábending og aths Páll Vilhjálmsson

    Aðalskipulag ábending og aths Stefán Arnarson 2

    Aðalskipulag ábending og aths Stefán Arnarson

    Aðalskipulag ábending og aths Hannes Jón Snæbjörnsson

    Aðalskipulag ábending og aths Haraldur Guðmundsson

    Aðalskipulag ábending og aths Hjörtur Grétarsson

    Aðalskipulag ábending og aths Ólafur Egilsson

    Aðalskipulag ábending og aths Ragnhildur Harðardóttir

    Aðalskipulag ábending og aths Sigrún Antonsdóttir

    Aðalskipulag ábending og aths Stefán Örn og Oddný

    Aðalskipulag ábending og aths Þorkell og Ása 2

    Aðalskipulag ábending og aths Þorkell og Ása

    Aðalskipulag ábending og aths Vésteinn Jónsson

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Samgöngustofa

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Minjastofnun

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Reykjavík

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Skipulagsstofnun

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Veðurstofa

    Aðalskipulag umsögn og ábending, Vegagerð


    Samhliða endurskoðun aðalskipulags er unnið umhverfismat. Hvað er það langt á veg komið?
    Verður kynnt með drögum að nýju aðalskipulagi.

    Er framkvæmdin í samræmi við áherslur í Landskipulagsstefnu varðandi haf- og  strandsvæði?
    Áherslur í Landskipulagsstefnu varðandi haf- og strandsvæði liggja að mestu á svæðum sem snerta ekki okkar sveitarfélag.

    Verður það land sem verður til við landfyllinguna í eigu sveitarfélagsins, eins og það land sem nýtt er undir núverandi golfstarfsemi?
    Landið mun verða í eigu Seltjarnarnesbæjar

    Eru einhver álitamál varðandi framkvæmdina sem vert er að kanna betur eða rannsaka áður en ákvörðun er tekin?
    Það eru margar og mismunandi skoðanir á þessari framkvæmd líkt og öðrum. Það er því ekki ósennilegt að álitamálin séu  mörg.

    Stefán Bergmann bókaði eftirfarandi:
    Bókun vegna svara  við spurningum Ragnhildar og Stefáns frá 13.jan.2015 (19.fundur):
    Svör formanns skipulags- og umferðarnefndar eru lögð fram hér í dag. Sjálfsagt er að þakka þau.
    Ónákvæmni þeirra veldur vissulega vonbrigðum. Í sumum tilvikum er reynt að halda fram staðhæfingum sem ekki eiga  við og mörgu er nánast ósvarað.
    Tilefni er til að taka fram að nánast ekkert landbrot hefur orðið á Seltjarnarnesi frá því um 1990 þegar mikilvægum áfanga var náð í sjóvörnum.

Spurningar okkar snérust einkum um áhrif landmótunarhugmynda við Seltjörn og gildi þess svæðis fyrir Seltirninga og gesti þeirra. Þessar hugmyndir hafa nú verið teknar af dagskrá.

Önnur mál

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:04.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Friðrik Friðriksson sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Brynjúlfur Halldórsson sign, Stefán Bergmann sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?