Fara í efni

Skólanefnd

184. fundur 13. nóvember 2006

184. (7) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 13. nóvember kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Olga B. Þorleifsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara, Sigurlína M. Magnúsdóttir og Birna Helgadóttir fulltrúar foreldra og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 1. Umsögn um erindisbréf skólanefndar. Málsnúmer: 2003020049.
  Skólanefnd bendir á það vanti í erindisbréfið ákvæði um að skólanefnd skuli fylgja skólastefnu bæjarins eftir.

 2. Samantekt fjárhags- og launanefndar um mötuneyti í leik- og grunnskólum. Málsnúmer: 2006100069.
  Samantekt sem Lúðvík Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs gerði fyrir fjárhags- og launanefnd lögð fram. Samþykkt samhljóða að skipa starfshóp sem fari yfir málið og geri tillögur um breytingar á mötuneyti skólans. Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson og Kristján Þorvaldsson skipaðir í hópinn og síðan muni skólastjóri eða fulltrúi skólans ásamt framkvæmdastjóra starfa með hópnum. Hópurinn á að skila af sér tillögum um útfærslu á mötuneytum Grunnskóla Seltjarnarness fyrir lok janúar 2007.

 3. Svör við fyrirspurn foreldraráðs frá 183. fundi. Málsnúmer: 2006100053.

a)            Ný skólanefnd hefur fullan hug á að uppfylla þau markmið og þá framtíðarsýn sem sett er fram í skólastefnu Seltjarnarnesbæjar með því að styðja við grunnskólann og foreldraráð/félag í því starfi sem þar fer fram og leggja sitt af mörkum með því að hafa samvinnu milli skóla og skólayfirvalda sem besta. Næstu skref eru þau að setja viðmið um mælikvarða svo hægt sé að meta árangur í skólastarfi og hvort sett markmið eru að nást.

b)             Skólanefnd hefur skipað starfshóp innan nefndarinnar sem hefur það hlutverk að skoða málefni mötuneytis Valhúsaskóla. Starfshópnum er ætlað að koma með tillögur hvernig hægt er að uppfylla þau markmið sem Seltjarnarnesbær hefur sett sér í fjölskyldustefnu að bjóða börnum hollan og næringarríkan mat samkvæmt stefnu manneldisráðs. Starfshópnum er sömuleiðis ætlað að skoða mötuneytisaðstöðu í Valhúsaskóla.

c)             Formaður skólanefndar, varaformaður skólanefndar og skólastjóri hittu arkitekta sem unnu deiliskipulag íþrótta- og skólasvæðis. Settar voru fram athugasemdir, m.a. vegna bílastæða sem gert var ráð fyrir við hringakstur við gamla Mýrarhúsaskóla og jafnframt vegna bílastæða við Valhúsaskóla ásamt fleiri athugasemdum. Skólanefnd hefur ekki fundað sérstaklega með skipulagsnefnd. Skólanefnd mun ekki gera frekari athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

d)             Þegar deiliskipulag íþrótta- og skólasvæðis hefur verið samþykkt, mun skólanefnd ráðast í það verkefni að láta hanna skólalóðir Grunnskólans á nýjan leik.

 

 1. Bréf frá jafnréttisnefnd Seltjarnarness. Málsnúmer: 2006110008.
  Bréfið lagt fram til kynningar. Skólanefnd samþykkir að beina því til skólastjórnenda þeirra skólastofnana bæjarins sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að þeir móti jafnréttisáætlun. Skólastjóri mun leiða samstarf skólans og jafnréttisnefndar um hönnun einkennismerki fyrir jafnréttisnefnd.

 2. Ferðablað starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness. Málsnúmer: 2005060022.
  Skólastjóri sagði frá ferðinni og lagði ferðablaðið lagt fram til kynningar. 

 3. Skipan starfshóps um fyrirkomulag kennslu fimm ára barna. Málsnúmer: 2006110025
  Samþykkt samhljóða að skipa starfshóp sem fjalla skuli um framtíðarskipulag kennslu fimm ára barna á Seltjarnarnesi. Hópinn skipa Sigrún Edda Jónsdóttir fyrir hönd skólanefndar, einn fulltrúi grunnskóla og einn fulltrúi leikskóla. Óskað er eftir að skólastjórar leik- og grunnskóla tilnefni fulltrúa í hópinn. Framkvæmdastjóri sviðsins og leikskólafulltrúi munu starfa með hópnum eftir þörfum. Stefnt er að því að hópurinn skili fyrstu tillögum fyrir 1. maí 2007.

 4. Málefni nemanda. Málsnúmer: 2006110024.
  Lagt fram bréf frá nemendaverndarráði Grunnskóla Seltjarnarness til kynningar. Skólastjóri kynnti málið fyrir nefndinni. Skólanefnd beinir því til félagsþjónustunnar að áhersla verði lögð á að hraða afgreiðslu málsins og upplýsi skólanefnd um stöðu þess eftir því sem þurfa þykir.
   
 5. Erindi frá kennurum Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla. Málsnúmer: 2006110026
  Erindið verður kynnt á næsta fundi skólanefndar þar sem málefni grunnskóla verða til umfjöllunar. Erindið er þrískipt:
  1. Fréttabréf Félags grunnskólakennara, lagt fram á fundi 13. nóvember.
  2. Umsjónartímar og samtímar með tilliti til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
  3. Brunavarnir í Valhúsaskóla.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?