Fara í efni

Skólanefnd

97. fundur 08. nóvember 2001

Efni fundarins:

Vinnufundur aðalmanna skólanefndar:

1. Fjárhagsáætlun stofnana

2. Önnur mál

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

97

Fundarstjóri:  Jónmundur Guðmarsson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson og Óskar J. Sandholt. Petrea I. Jónsdóttir boðaði forföll. Árni Ármann Árnason og Hrefna Kristmannsdóttir voru boðuð í hennar stað en komust hvorugt.

Dagsetning :

  08.11.2001

Frá kl. :

18:00

Til kl. :

21:45

Næsti fundur:

19.11.2001

Tími :

17:00

Staður:

Skólaskrifst.

       

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Fjárhagsáætlun stofnana:
Skólanefnd vill beina því til fjárhags- og launanefndar að eftirfarandi verði haft í huga við samþykkt fjárhagsáætlun:

a.        Mýrarhúsaskóli:

                                                               i.      Tölvueign skólans þarf að aukast og skólanefnd  tekur undir tillögur skólastjóra að tölvukaup bæjarins verði miðlæg. Skólanefnd leggur til að sett verði upp 1 ritþjálfaver og 1 tölvuver í stað tveggja tölvustofa.

                                                              ii.      Vettvangsferðir og aðgangseyrir í liðum 04 21 4050 og 04 21 4160 verði fremur auknir en hitt vegna lengingar skólaárs.

                                                            iii.      Mjög brýnt er að lokið verði endurnýjun lyftu.

b.       Valhúsaskóli:

                                                               i.      Það er stefna skólanefndar að fæðissala standi undir sér héðan í frá sem hingað til. Sbr. liði 04 22 2110 og 04 22 0540 vantar nokkuð þar á.

                                                              ii.      Vettvangsferðir og aðgangseyrir í liðum 04 22 4050 og 04 22 4160 verði fremur auknir en hitt vegna lengingar skólaárs.

                                                            iii.      Skólanefnd leggur áherslu á að allar almennar kennslustofur verði kláraðar í gömlu byggingunni en myndmenntastofa verði tekin í næsta áfanga.

                                                            iv.      Skólanefnd telur óraunhæft að reikna með minna en kr. 1.000.000,- í áhaldakaup (liður 04 22 8510).

                                                             v.       Skólanefnd telur viðhald húsnæðis, lið 04 22 4620 mjög vanáætlaðan og telur að hann geti ekki verið lægri en kr. 2.500.000,-.

                                                            vi.      Það er skilningur skólanefndar að í nýja tölvustofu verði keyptur nýr tölvubúnaður sem hluti stofnbúnaður hennar.

c.        Mánabrekka og Sólbrekka:

                                                               i.      Skólanefnd leggur áherslu á að núverandi tölvubúnaður sé ekki fullnægjandi og tekur undir óskir leikskólastjóra um fjárveitingu í þau mál og mælir með að tölvukaup leikskóla verði skoðuð sem hluti af miðlægum innkaupum bæjarins á tölvubúnaði.

                                                              ii.      Gert verði ráð fyrir nýjum þurrkbúnaði á Mánabrekku.

                                                            iii.      Skólanefnd vekur athygli á því að aðstaða til bleyjuskipta er mjög bágborin á Sólbrekku.

                                                            iv.      Skólanefnd leggur til að liður 04 82 8520 (nýr búnaður, inni) verði hækkaður að lágmarki í kr. 200.000,- á báðum leikskólum.

Athugasemd: Skólanefnd vill benda á að launaliður skólanna er að aukast á kostnað almenns skólastarfs og viðhalds og telur það ekki sanngjarna þróun.

 

 

2.        Önnur mál:

a.        Vinnuhópur um skólamáltíðir: Stungið upp á Gunnari Lúðvíkssyni fyrir hönd skólanefndar en formaður óskar eftir að verða áheyrnarfulltrúi í hópnum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. SH sat hjá.

b.       Jónmundur lagði fram bréf frá kennurum Valhúsaskóla varðandi aukningu á 9,14 stundunum (sjá fylgiskjal 97-1).

c.        Ráðning leikskólafulltrúa og starfsmanns í Gróttu: Samþykkt að auglýsa eftir starfsmanni í 100% starf er taki að sér bæði störfin.

d.       Lögð fram umsókn um styrk til þróunarverkefna dags 05.10.2001. Samþykkt samhljóða að hafna umsókninni.

 

 

 

 

 

 

LHJ &JG

 

 

ÓJS

 

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Inga Hersteinsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?