Fara í efni

Skólanefnd

45. fundur 04. október 1999

Fundinn sátu undir málefnum grunnskóla: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, og Anna Birna Jóhannesdóttir kennari frá Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri og Hafsteinn Óskarsson kennari frá Valhúsaskóla. Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Helga Björg Jónasardóttir fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

Undir málefnum leikskóla: auk skólanefndar, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Guðbjörg Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks og Auður G. Sigurðardóttir fulltrúi foreldra.

 

Dagskrá:

 

Grunnskólinn

1.     Skólanefnd samþykkti fyrir sitt leyti framlagða spurningalista með örfáum athugasemdum sem grunnskólafulltrúa er falið að koma áfram til hlutaðeigandi.

2.     Skólanefnd samþykkir að fjárhagsáætlanir séu unnar samkvæmt framlögðu verkferli. (Fskj. 60-99).  Skólanefnd óskar eftir endurskoðun á uppbyggingu fjárhagsáætlunar.

3.     Fundardagskrá vetrarins lögð fram og samþykkt. (Fskj. 61-99)

4.     Önnur mál:

a)     Formaður gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu N-listans sem lögð var fram á 495. fundi bæjarstjórnar 26. maí og samþykkt var að vísa til skólanefndar á 496. fundi bæjarstjórnar 9. júní 1999. Umræður voru um tillöguna.

        

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu: (Fskj. 62-99)

 

"Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að láta gera úttekt á húsnæði grunnskólanna á Seltjarnarnesi og núverandi nýtingu þess. Til verksins verði fengin verkfræðistofa með reynslu á þessu sviði. Skoðaðir verði nýtingarmöguleikar núverandi húsnæðis og vænlegir kostir um breytingar og viðbætur sem m.a. miði að meiri jöfnun nemendafjölda í skólunum tveimur. Stefnt skal að því að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 15. september 1999. Bæjarstjórn felur skólanefnd í samvinnu við tæknideild að hafa umsjón með þessu verki."

 

 

 

Greinargerð:

 

Nauðsynlegt er að huga að húsnæði framtíðarskólans á Seltjarnarnesi Nákvæm úttekt á núverandi húsnæði og nýtingarmöguleikum þess er ein af forsendum fyrir því að það verði gert svo vit sé í. Skólanefnd hefur allar forsendur til að annast faglegar hliðar málsins þannig að svör fáist við brýnum spurningum og sjá til þess að mat verði lagt á kennslufræðilegt gildi einstakra tillagna. Þessi úttekt ásamt mati á skólastarfinu sem unnið verður að næsta vetur undir stjórn Ingvars Sigurgeirssonar er sá grunnur sem framtíðarskólinn verður byggður á. Þær eru eðlileg ráðstöfun til að reyna að koma í veg fyrir mistök við umrædda uppbyggingu og mótun skóla og geta sparað mikla fjármuni og stuðlað að því að koma skólastarfinu í heillavænlegan farveg til framtíðar.

 

Sunneva Hafsteinsdóttir                         Högni Óskarsson

(sign)                                               (sign)

 

b)    Lagðar fram frá SÍS niðurstöður nefndar um slysavarnir í skólum. (Fskj.63-99)

c)     Lagt fram bréf vegna afsláttar í Skólaskjóli fyrir einstæða foreldra. (Fskj.64-99)

d)    Eftirtaldir kennarar voru ráðnir að Mýrarhúsaskóla 1. september 1999:

         Ragnar Hilmarsson              kt. 260655-7799

         Elín Einarsdóttir                kt. 310564-7969

Skólanefnd samþykkir ráðningarnar.

e)     Skólanefnd fagnar því að skólanámskrá Mýarhúsaskóla verði lögð fram á næsta fundi.

f)     Fulltrúi skólanefndar gerði grein fyrir störfum nefndar um Fræðasetur í Gróttu.

g)     Lögn fram umsókn frá Önnu Birnu Jóhannesdóttur um styrk að upphæð kr. 9.200.- til að sækja námskeið hjá Endurmenntunardeild HÍ. Skólanefnd samþykkir umsóknina.

 

Fulltrúar grunnskólanna viku af fundi.

 

Leikskólinn

1.     Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur kynnti niðurstöður þroskamats á 4 ára börnum.

2.     Beiðni um erlendan þjálfara vegna sérkennslunemenda. Samþykkt, en óskað eftir nákvæmari upplýsingum um ferðakostnað.

3.     Beiðni um framlengingu á dvöl á Mánabrekku. Samþykkt að leikskólafulltrúi taki málið upp við Leikskóla Reykjavíkur.

4.     Beiðni frá leikskólum um ferðastyrk vegna tölvuverkefnis að upphæð 120.000,- kr. Erindið lagt fram.

5.     Önnur mál:

a)     Bréf frá leikskólakennurum á Mánabarekku lagt fram til bókunar. (Fsk.65-99)

 

4.10.1999. Skólanefnd Seltjarnarness.

Leikskólakennarar á Mánabrekku mótmæla þeim rökum fjárhags- og launanefndar að hækkun á gjaldskrá hjá leikskólum Seltjarnarness sé vegna stór aukinnar launahækkunar leikskólakennara.  Lög um leikskóla kveða á um að allar stöður í  leikskólum skuli mannaðar leikskólakennurum.  (Það er ekkert til sem heitir menntaður leikskólakennari.)  Það er því skylda bæjarstjórnar að gera ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar.

       Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. september síðastliðin kom fram hjá Sigurgeir Sigurðssyni bæjarstjóra að faglegt starf í leikskólum Seltjarnarness hafi stór aukist vegna launhækkunar  leikskólakennara.  Leikskólakennarar vilja benda á að þegar farið var af stað með kröfu um launahækkun var það gert til þess að koma til móts við hið mikla faglega starf sem þegar var unnið á Mánabrekku og vilji var fyrir meðal leikskólakennara að þróa áfram.  Við mótmælum því þeirri fullyrðingu bæjarstjóra að foreldrar hafi gert kröfu um aukið faglegt starf og leggjum áherslu á að allt frá opnun leikskólans hefur starfið verið mjög metnaðarfullt, en að sjálfsögðu fögnum við nýjum leikskólakennurum, en með þeim munum við halda áfram að efla starfið og þróa.

       Við fögnum því einnig að Seltjarnarnes hefur samið við allar uppeldisstéttir í bæjarfélaginu um launahækkanir og í þeim samningum báru leikskólakennarar ekki mest úr bítum.  Eins má geta þess að nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær, Hafnafjörður, Mosfellsbær og fleiri hafa einnig samið við sína leiksólakennara og eru þeir samningar mjög sambærilegir og sumstaðar ríflegri.

       Í lokin viljum við geta þess að byrjunarlaun leikskólakennara eftir 7 ára nám þ.e. 4 ár í framhaldsskóla og 3ja ára háskólanám eru 96.205. kr.  Samkvæmt samningnum við Seltjarnarneskaupstað fær leikskólakennari 8 tíma í yfirvinnu og 4 tíma aukalega fyrir 100% stöðu eða samtals 12 tíma.  Laun leikskólakennara í 100% stöðu verða þá 108.193. kr. eða 12.5% hækkun.  Leikskólakennari í 75% stöðu fær 72.154. kr. og 6 tíma í yfirvinnu eða samtals 78.148. kr hækkunin nemur þá 8.3%.

 

Leikskólakennarar Mánabrekku.

        

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45.

Fundarritari var Margrét Harðardóttir-Sunneva Hafsteinsdóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?