Fara í efni

Stjórn veitustofnana

04. desember 2019

138. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 16:15.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson, veitustjóri.

Dagskrá:

 1. Fjárhagsáætlun fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu 2020.
  Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
  Lagt er til óbreytt fráveitugjald 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
  Lagt er til óbreytt vatnsgjald 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
  Lagt er til eftirfarandi gjaldskrárbreytingu á gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi frá 1. janúar 2020 þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 5%.
  3.gr. gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020.
  Einingarverð Sala í þéttbýli, húshitun 95,00 kr/m³
  Einingarverð Sala í þéttbýli, til snjóbr. 95,00 kr/m³
  Einingarverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 95,00 kr/m³
  Fast verð A:15mm og stærri 24,00 kr. á dag

  Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli. Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga.
  5.gr.gjaldskrárinnar, gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2020:
  Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 238.860,00
  Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ er kr.288,00 pr. m³
  Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr.192,00 pr. m³
  1 rennslismælir á grind kostar kr. 76.206,00

  Hækkun gjaldskrár er til að mæta kostnaði við breytingu á háhitalögnum og stofnlögum bæjarins.
  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti MD.
  Gjaldskrárbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti, MD.

  Tengigjald fráveitu.
  Stjórn samþykkir að innheimt verði stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Tengigjald skal nema kr. 236.250.- formanni stjórnar falið að breyta reglugerð fráveitu/veitustofnana bæjarins í samræmi við að Seltjarnarnesbær hafi heimild að innheimta stofngjald vegna teningar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi. Gjaldskrárbreyting samþykkt með fimm atkvæðum.

 2. Núverandi framkvæmdir.

  Gísli fór yfir verkefni veitna næstu mánuði.

 3. Vinnslumat á óskilgreindu magni.

  Gísli fór yfir minnisblað um vinnslumat sl. fimm ára.

 4. Samþykkt fyrir fráveitu.

  Stjórn samþykkir ný drög að samþykkt fyrir fráveitu fyrir Seltjarnarnesbæ þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. Ný samþykkt, samþykkt samhljóða.

 5. Málsnúmer 2019100259 Umhverfisstofnun

  GH átti fund með Umhverfisstofnun 27.11.2019 þar sem farið var í gegnum erindi þeirra varðandi dælustöðvar á nesinu. Hann hitti fulltrúa stofnunarinnar og sýndi þeim stöðvarnar og fór í gegnum ferlið hjá fráveitunni. GH mun vinna þetta áfram í samstarfi við Umhverfisstofnun og kynna á næsta fundi.

 6. Önnur mál.

  MD óskar eftir yfirliti yfir allar greiðslur úr veitunum yfir í bæjarsjóð sem eru án kostnaðar fyrir bæjarsjóð t.d. leiga vatnsréttinda, þátttaka í þjónustu á vegum bæjarins, arður og fl. Einnig leggur MD áherslu á að tilkynning fari strax út til íbúa ef fráveita fer á yfirfall vegna bilunar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:30 og óskaði formaður nefndarmönnum gleðilegra jóla.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Gísli Hermannsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?