Fara í efni

Stjórn veitustofnana

10. nóvember 2020

142. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 16:00.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig sat fundinn Einar Már Steingrímsson, sviðstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2021.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

    Lagt er til óbreytt fráveitugjald 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Lagt er til óbreytt vatnsgjald 0,09% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Lagt er til eftirfarandi gjaldskrárbreytingu á gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi frá 1. janúar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitu hækki um 2,5% til að mæta verðlagshækkunum.

    3.gr. gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2021:
    Einingarverð sala í þéttbýli, húshitun 95,63 kr/m³
    Einingarverð sala í þéttbýli, til snjóbræðslna 95,63 kr/m³
    Einingarverð sala í þéttbýli, til iðnaðar 95,63kr/m³
    Fast verð A:15mm og stærri 24,20 kr. á dag

    Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli. Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er drefit jafnt niður á tímabil reikninga.

    Gjöld fyrir heimæðar og rennslismæla skv. 5.gr. gjaldskrárinnar verða sem hér segir og tekur gildi 1. janúar 2021:
    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð er kr. 243.127.-
    Umframgjald fyrir hús að stærð 300 - 1.000 m³ er kr. 290.- pr. m³
    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ er kr. 194.- pr. m³
    1 rennslismælir á grind kostar kr. 76.913.-

    Fjárhagsáætlun og gjaldskrár breytingar fyrir árið 2021 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti MD.

    Bókun MD:
    Rekstraráætlun vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu fyrir árið 2021.
    Þar sem svar hefur ekki borist frá formanni nefnarinnar varðandi sjö spurninga frá 2-8 sem sendar voru með dags fyrirvara til formannsins með tölvupósti.
    Greiði atkvæði gegn hækkun á gjaldskrá Hitaveitu.(Tel hana algjörlega óþarfa).
    Greiði atkvæði gegn(140 4415) kr. 9.323.629 kr Vinnu þjónustumiðstöðvar við Vatnsveitu.(Óska eftir sundurliðun á kostnaði bæjarsjóðs (A hluta) við þessa þjónustu við Vatnsveituna).
    Greiði atkvæði gegn(140 4436) kr. 15.000.000 Afnotarétt við Vatnsveitu. (Afnot af hverju er þessi gjaldtaka réttlætt. Sundurliðun á kostnaði bæjarsjóðs (A hluta) á móti þessarri upphæð)
    Greiði atkvæði gegn(210 4432) kr. 25.444.852 Þátttaka í rekstri þjónustumiðstöðvar. (Hver er kostnaður bæjarsjóðs(A hluta) á móti þessarri gjaldtögu og fyrir hvaða félag)
    Greiði atkvæði gegn(210 4413) kr. 20.347.644 Þátttaka í rekstri bæjarskrifstofu. (Hver er kostnaður bæjarsjóðs(A hluta) á móti þessarri gjaldtöku í Hitaveitunni.
    Greiði atkvæði gegn(370 4419) kr, 50.000.000 Leigð vatnsréttindi. (Hver er kostnaður bæjarsjóðs (A hluta) á móti þessarri gjaldtöku).
    Greiði atkvæði gegn(210 4413) kr. 10.840.685 Þátttaka í rekstri (Hver er kostnaður bæjarsjóðs (A hluta) á móti þessarri gjaldtöku).
    Greiði atkvæði gegn(210 4432) kr. 29.678.461 Þátttaka í rekstri (Hver er kostnaður bæjarsjóðs (A hluta) á móti þessarri gjaldtöku).
    Samtals kr. 160.635.271 króna sem þarf að gera grein fyrir að séu útgjöld bæjarsjóðs(A hluti) gagnvart Hitaveitu, Fráveitu og Vatnsveitunni.

    Tengigjald fráveitu.
    Stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda að holræsakerfi hækkar um 2,5%. Tengigjald verður því 1.1.2021 kr. 242.156.
    Gjaldskrárbreyting samþykkt með fimm atkvæðum.

    Þjónustugjöld.
    Stjórn samþykkir almenn þjónustugjöld taki gildi 1.1.2021:

    Seðilgjald   kr. 198.- 
    Tilkynningar og greiðslugjald  kr. 65.-
    Auka álestur  kr. 2.000.-
    Innheimtuviðvörun  kr. 800.-
    Lokunargjald  kr. 6.000.-
    Gjald fyrir opnun utan dagvinnutíma  kr. 15.000.-

    Þjónustugjöld samþykkt með fimm atkvæðum.

  2. Framkvæmdir.
    Einar Már fór yfir framkvæmdaáætlun næstu mánuði.

    Stjórn samþykkti eftirfarandi framkvæmdir:

    Norðurströnd.
    Dælubrunnur við hlið yfirfallsmannvirkis neðan Lindarbrautar verður endurbyggður. Settar verða upp nýjar dælur með afköst fyrir hönnunarrennsli af svæði 1 að viðbættu um helmingi hönnunarrennslis af svæði 2, sem dælt verður um nýtt kerfi í Lindarbraut. Ný þrýstilög verður lögð frá dælubrunninum meðfram Norðurströnd alla leið að dælustöð Veitna við Seilugranda.

    Lambastaðahverfi.
    Unnið að því að leggja þrýstilögn frá Skerjabraut 1, til sjávar.

    Bygggarðar
    Háhitalagnir (stofnæðar) hitaveitu á Bygggarðasvæðinu verði færðar út fyrir byggingasvæði.

    Veitustjórn samþykkir ofangreindar tillögur og felur sviðstjóra að fara í verðkönnun.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 16:40.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Garðar Gíslason (sign) og Einar Már Steingrímsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?