Fara í efni

Umhverfisnefnd

10. október 2018
289. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 17:00 í að
stöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Karen María Jónsdóttir, Gísli
Hermannsson og Dagbjört H. Kristinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hákon Róbert Jónsson
Fundur settur: 17:09
Fjarverandi: Sólveig Nordal

Dagskrá:
 1. Málsnúmer: 2018050276.
  Reykjanesfólkvangur - Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs (GFF).
  Björn Guðbrandur Jónsson hélt kynningu á verkefninu (GFF), þeim árangri sem þegar hefur náðst í landgræðslu og skógrækt. Samstarf Grunnskóla Seltjarnarness hófst árið 2005 og hefur verið við lýði allar götur síðan. Umhverfisnefnd mun á fram styðja við verkefnið og þar með endurheimt gróðurlendis í landnámi Ingólfs.
 2. Málsnúmer: 2018060208.
  Umhverfisviðurkenning 2018.
  Umhverfisnefnd veitir í ár fjórar umhverfisviðurkenningar fyrir garð, - götu- og tré ársins auk endurbætur á eldra húsnæði. Vinningshafar hafa þegar verið látnir vita um niðurstöðu nefndarinnar. Viðurkenningar verða afhentar á næstu dögum.
 3. Málsnúmer: 2018080587
  Klappir Core hugbúnaður.
  Jákvæð umsögn hefur borist frá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ um notkun kerfisins Klappir Core. Nefndin leggur til að hugbúnaðurinn verði tekinn í notkun til reynslu í 2 ár. Markmiðið með innleiðingu hugbúnaðarins er að afla gagna sem upphaf að grænu bókhaldi og skoða rekstrarávinning. Gögn verði sótt aftur til ársins 2013 til vinnslu loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið.
 4. Málsnúmer: 2016020093.
  Náttúrufar á Seltjarnarnesi.
  Umhverfisnefnd telur gríðalega mikilvægt að úttekt á gróðurfari á vestursvæðinu fari fram sumarið 2019 og kannaðar verða breytingar sem orðið hafa á gróðurfari á svæðinu síðstu þrjá áratugi. Náttúrufræðistofnun Íslands kom að síðustu úttekt vestursvæðanna og sá einnig um gróðurúttekt á Valhúsahæð árið 2017.
  Tilboð í gróðurúttekt liggur fyrir en fjármagn vantar. Sérstakt erindi verður sent formanni bæjarráðs.
 5. Málsnúmer: 2018100095.
  Utanvegaakstur við Snoppu.
  Nefndin leggur áherslu á að hafist verði handa við að sporna við utanvegaakstri á veginum frá Bygggörðum að Snoppu líkt og viðgengist hefur sl. ár yfir vetrarmá nuðina. Fyrri umhverfisnefnd kallaði eftir svipuðum aðgerðum á fundi sínum þann 10. apríl 2017.
 6. Önnur mál.
  a. Gamla lögguhliðið á vestursvæðinu sem legið hafði niðri síðustu áratugi var reist að nýju í síðustu viku. Með þessu frábæra framtaki sjálfboðaliða er verið að varðveita sögu Seltjarnarness um ókomna tíð. Þakkir fá Árni Pétursson, Bragi Björgvinsson, Einar Hafsteinsson, Hreinn Sigurjónsson og Jón Snæbjörnsson sem fór fyrir hópnum.
  b. Rætt um að fá nemendur í umhverfisskipulagsfræði hjá LBHÍ til þess að koma með hugmyndir að skipulagi á vestursvæðum.
  c. Talning á varpfuglum á vestursvæðinu. Síðastliðin ár hefur talning farið fram á varpfuglum á Seltjarnarnesi og telur nefndin mikilvægt að henni sé haldið áfram. Talning hefur að jafnaði farið fram á 2ja ára fresti, síðast 2017. Formanni falið að senda erindi til bæjarráðs.
  d. Flóðatafla við Snoppu. Nefndin hvetur til þess að sett verði upp flóðatafla á núverandi stað fyrir allt árið 2019. Einnig þarf að bannmerkja dagana frá 1. maí-15. júlí 2019 í töflunni (friðlýsing).
  e. Karen María leggur til að settur verði upp búnaður við Bygggarða sem telur umferð ökutækja að Snoppu. Jafnframt yrði settur upp búnaður í Gróttu sem telur gangandi vegfarendur.
  f. Karen María lagði fram eftirfarandi tillögu.
  „Umfang ferðaþjónustu og áskoranir áfangastaða hafa breyst gríðarlega á síðustu árum. Ferðamálastefna er langtímaáætlun sveitarfélagsins í ferðamálum sem felur meðal annars í sér samhæfingu milli eininga innan stjórnkerfis, fjármögnun innviða, náttúruvernd, faglega uppbyggingu og gæðastarf. Verkefni ferðamála eru margþætt og snertifletir fjölmargir sem kallar á heildstæða nálgun, farsæla samvinnu og samstillt átak allra þeirra sem að málinu koma. Til að samhæfa aðgerðir, útfæra leiðir og leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir er lagt til að skipaður verði þverpólitískur stýrihópur utan um gerð ferðamálastefnu fyrir Seltjarnarnes. Ábyrgðamaður stýrihóps verði Bæjarstjórn. Stýrihópinn skipi formaður menningarnefndar, Guðrún Jónsdóttir (XD); formaður skipulagsnefndar, Ragnhildur Jónsdóttir (XD); nefndaraiðli í skipulagsnefnd, Ragnhildur Ingólfsdóttir (XN/XV); formaður umhverfisnefndar, Hannes Tryggvi Hafstein (XD); nefndaraðili í umhverfisnefnd, Karen María Jónsdóttir (XS). Starfsmaður hópsins verði sviðsstjóri menningarsviðs, María Björk Óskarsdóttir og henni til stuðnings verkfræðistofan Alta.Til viðbótar leiti stýrihópurinn ráð gjafar hjá aðilum innan og utan hins opinbera stjórnkerfis með sérþekkingu á viðfangsefninu. Hlutverk stýrihóps verði að leggja fram drög ferðamálastefnu fyrir Seltjarnarnes, aðgerða- og innleiðingaráætlun ásamt kostnaðarmati. Helstu verkefni hans verði að stýra stefnumótunarferlinu, skilgreina markmið verkefnisins, áskoranir og ávinning, tilgreina og eiga í samráði við helstu hagsmunaaðila, leggja fram drög að stefnu í ferðamálum, áherslur og helstu aðgerðir. Hópurinn skili af sér niðurstöðum eigi síður en 30. apríl 2019“.
  Umhverfisnefnd tekur heilshugar undir tillögu Karenar Maríu og hvetur bæjarstjórn til þess að veita henni brautargengi.
Fundi slitið kl. 19:40
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?