Fara í efni

Umhverfisnefnd

03. mars 2021

304. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:00

Dagskrá: 
 1. Málsnúmer: 2021010306.
  Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

  „Umhverfisnefnd fagnar þessari skýrslu og hvetur til framkvæmda á grunni hennar. Nefndin telur mikilvægt að lögð verði áhersla á lausnir varðandi lífrænan úrgang og vandaða upplýsingagjöf til bæjarbúa.“ 

 2. Málsnúmer: 2019090236.
  Endurskoðun friðlýsingaskilmála og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Gróttu.

  „Margt kallar á uppfærslu skilmála fyrir friðlandið Gróttu sem friðlýst var árið 1974. Þar vegur hæst fengin reynsla, aukin aðsókn að svæðinu bæði ferðamanna og íbúa höfuðborgarsvæðisins og nú enn frekar áhrif reksturs veitingahúss í Ráðagerði, starfsemi Náttúruminjasafns í Nesi og sjósport sem ógnar fuglalífi á varp- og uppeldistíma fugla. Uppfærslan á að mæta þeim aðstæðum sem nú eru uppi og styrkja enn frekar forsendur fyrir landvörslu, umsjón og vernd. Í nýjum skilmálum yrði markmiðum lýst, eiginleikum og gildi svæðisins, afmörkun þess, umgengni og friðunarskilmálum. Jafnframt þætti rannsókna, fræðslu og samstarf Umhverfistofnunar og Seltjarnarnessbæjar um útfærslu og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar um brýnustu aðgerðir. Grótta og Seltjörn eru heildstæð eining með tilliti til náttúfars, ólíkra vistkerfa og lífríkis þar með fuglalífs. Friðland getur verið skipt í minni svæði þar sem gilda mismunandi friðunar- og umgengnisreglur með tilliti til sérstaks hlutverks þeirra svo sem varpsvæða, uppeldissvæða unga, fæðuöflunar fugla eða útivistar manna.

  Umhverfisnefnd fagnar að samstarfshópur sem skipaður var árið 2019 vegna undirbúnings fyrir endurskoðun friðlýsingar Gróttu haldi áfram þar sem frá var horfið og skoði m.a. kosti þess að stækka friðland Gróttu þar sem öll Seltjörn yrði hluti af friðlandinu en þó undir öðrum skilmálum.“ 

 3. Málsnúmer: 2021030033.
  Malarblettur við Daltjörn í Suðurnesi.

  „Aðgerðin sem farið var í s.l. vor til að styrkja við kríuvarpið gaf góða raun og leggur Umhverfisnefnd til að þessi aðgerð verði endurtekin. Jafnframt að farið verði að ráðleggingum fuglafræðings og malarbletturinn stækkaður í samræmi við þær.“

 4. Málsnúmer: 2018090165.
  Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

  „Umhverfisnefnd vekur athygli á því að stefnumótun bæjarins í ferðaþjónustu sé ekki lokið. Nefndin kallar eftir því að sú vinna haldi áfram og henni flýtt meðal annars í ljósi aukinnar ásóknar á Vestursvæðin sem og væntanlegrar uppbyggingar í ferðaþjónustu við Ráðagerði og Náttúrminjasafn. Í ljósi viðkvæmrar náttúru á þessu svæði, óskar umhverfisnefnd eftir aðkomu að þessari vinnu.“

 5. Önnur mál.
  1.
  Náttúruvætti á Valhúsahæð og forn og söguminjar.
  „Rætt um stöðu náttúruvættis á Valhúsahæð“

  2. Yfirborðsvatn af Bygggarðareit leitt að Bakkatjörn til að styrkja vatnasvið hennar.
   „Málið rætt, ákveðið að taka fyrir á næsta fundi“

  3. Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033.
  http://www.seltjarnarnes.is/media/skipulag/7.-A1499-002-D03-Verslun-og-thjonusta-i-Radagerdi---Tillaga-til-auglysing....pdf

  „Jafnframt er tækifæri til að létta á bílastæði við Gróttu með því að gestir Vestursvæðis geti lagt bílum sínum við Ráðagerði og fengið upplýsingar um náttúru svæðisins. Gert er ráð fyrir að bílastæði við Ráðagerði geti teygt sig inn á Vestursvæðið, ef þörf krefur“

  „Umhverfisnefnd kallar eftir ferkari skýringum á orðalaginu „..geti teygt sig inn á Vestursvæðið, ef þörf krefur...““


Fundi slitið: 19:15 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?