Fara í efni

Umhverfisnefnd

159. fundur 21. ágúst 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Guðmundur H. Þorsteinsson (GHÞ), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Sjóvarnargarður við Kotagranda

3. Erindi Golfklúbbs Ness um bifreiðastæði og stækkun áhaldaskýlis

4. Tillaga N lista um útisafn

5. Önnur mál

1. IS formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Sjóvarnargarður við Kotagranda

IS lagði fram niðurstöðu Skiplagsstofnunar um fyrirhugað áframhald sjóvarna við Kotagranda. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í framhaldinu ítrekar umhverfisnefnd Seltjarnarness bókun sína frá 150. fundi sínum:

Umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd þurfi ekki að hafa umtalsverða umhverfisröskun í för með sér, en telur vinnulag, varúðarráðstafanir og eftirlit skipta miklu um áhrif framkvæmdanna.

Nefndin telur að markmið eigi að vera, að sjóvarnargarðurinn verji land, en hverfi sem mest inn í landslag svæðisins, að röskun á strandgróðri verði sem minnst og aðgengi fólks að fjörunni við Seltjörn skerðist ekki.

3. Erindi Golfklúbbs Ness um bifreiðastæði og stækkun áhaldaskýlis

Teikningar af viðbótarbílastæðum við golfvöll og viðbót við áhaldageymslu lagðar fram og þær ræddar. Samþykkt að fara í vettvangsskoðun í tengslum við næsta fund.

4. Tillaga N lista um útisafn

Formaður lagði fram tillögu N lista um útisafn ásamt greinargerð, sem lögð var fram í bæjarstjórn á 577. fundi þann 25. júní s.l. og vísað var til nefndarinnar.

"Varðveisla, merkingar og kynning á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi .

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela umhverfisnefnd að móta tillögur um varðveislu, merkingar og kynningu (upplýsingum) á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi í samvinnu við menningarnefnd. Tillögurnar liggi fyrir í árslok 2003 og verði lagðar til grundvallar stefnumörkun bæjarins í þessum málaflokki."

SB fór yfir efni tillögunnar. Samþykkt að IS ræði við formann menningarnefndar um samvinnu um mótun tillögunnar. Tekið upp á næsta fundi.

5. Önnur mál

a) Minnisblað frá Hrafnhildi um framkvæmd verkefnisins Vistvernd í verki. Unnið er áfram að verkefninu.

b) SÁ svaraði fyrirspurnum frá síðasta fundi um umhirðu gróðurs við Nesstofu og á Melabraut. Steinunn sagði að áhaldahús sæi um slátt á öllum opnum svæðum á Nesinu. Rætt um frágang á gróðri bæjarins í vistgötu við Melabraut. Kom fram að gróður þar væri snyrtur bæði á vorin og haustin.

c) IS óskaði eftir að Jens Pétur Hjaltested tæki sæti hans í vinnuhóp um Bygggarðavörina til frambúðar. Samþ.

d) Kaffihús við Snoppu. Tillaga frá síðasta fundi lögð fram aftur enda hafði hún ekki fengið tilskilin fjölda nefndarmanna á síðasta fundi til að verða tekin á dagskrá. Tillagan rædd. Kom fram að ekki væri verið að ákveða að byggja heldur að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að kanna málið.

Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að láta kanna með hvaða hætti unnt verði að koma upp kaffihúsi/veitingahúsi á svæðinu milli bílastæðisins við Snoppu og fiskitrananna.

Greinargerð:

Hér er á ferðinni tilraun til þess að koma upp aðstöðu fyrir göngufólk og aðra sem vilja njóta náttúru Seltjarnarness og þess frábæra útsýnis sem er af Snoppu.

Fyrirmyndin er sótt í Nauthól við Nauthólsvík. Þar hefur um nokkurt skeið verið rekið kaffihús/veitingahús í góðri sátt við náttúru og menn, eftir því sem best er vitað.

Gert er ráð fyrir að sett verði upp hús sem taka má burtu ef verkefnið gengur ekki að afloknum reynslutíma. Reynslutími verði 2 ár.

Reksturinn verði í höndum einkaaðila, sem kynnu að hafa áhuga á veitingarekstri á þessu svæði.

Svæðið er á viðkvæmum stað á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd telur því er brýnt að ganga þannig frá málum að svæðið hljóti ekki varanlegan skaða.

Seltjarnarnesi 31. júlí 2003.

Ingimar Sigurðsson
Margrét Pálsdóttir
Magnús Örn Guðmundsson

Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta nefndarinnar. Fulltrúar Neslista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

Tillaga um kaffihús við Snoppu er afar óljós og fjallar um könnun bæjarstjóra á "með hvaða hætti unnið verði að koma upp kaffihúsi/veitingahúsi við Snoppu". Mat okkar er að miklu fleiri þætti þurfi að kanna og það í tengslum við gerð aðalskipulags.

SB.

e) Rætt um vinn um vinnulag við samþykkt fundargerða. Athugasemd N-lista.

f) Bókun fulltrúa Neslistans vegna fundargerðar 158. fundar:

Í fundargerðinni var ekki greint frá atkvæðagreiðslum sem fram fóru á fundinum um meðferð og afgreiðslu á tillögu Sjálfstæðisflokksins um veitingahús í Snoppu. Tillaga Sjálfstæðismanna var lögð fram á fundinum en ekki send út með dagskrá, eins og ætlast er til. Fulltrúar Neslistans lögðu því til að afgreiðslu og umræðu yrði frestaða til næsta fundar, eins og hefðbundið er. Um þetta lét formaður greiða atkvæði. Tillaga Neslistans var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Síðan var gengið til atkvæða um tillögu formanns um að taka tillögu Sjálfstæðismanna á dagskrá. Hún var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Bæjarstjórn hefur nú ógilt þennan gjörning enda er hann ekki í samræmi við bæjarmálasamþykkt Seltjarnarness, en 2/3 atkvæða þarf til að taka mála á dagskrá en til þess dugar umboð Sjálfstæðisflokksins ekki. Málið er alvarlegt og vekur ugg. Sá órói og asi sem einkenndi alla meðferð þess vekur ugg um yfirgang og ólýðræðislega stjórnarhætti, sem alltof oft glitti í stjórnsýslunni á Seltjarnarnesi.
SB

g) IS lagi fram forsenduskýrslu Aðalskipulags Seltjarnarness 2004-2024 og óskaði eftir athugasemdum frá hverjum nefndarmanni. IS mun óska eftir tímamörkum hið fyrsta frá Alta um fyrir hvaða tíma athugasemdir þurfa að berast.

h) SB spurðist fyrir um Staðardagskrármál. Óskaði eftir að því að umræða um hana verði tekin fyrir á næsta fundi.

Fleira ekki rætt

Fundi slitið 18:31

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Guðmundur Helgi Þorsteinsson fundarritari
(sign.)                                  (sign.)                      (sign.)
 

Stefán Bergmann    Kristín Ólafsdóttir
(sign.)                        (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?