Fara í efni

Umhverfisnefnd

157. fundur 12. júní 2003

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Kristján Jónasson (KJ), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð.

Auk nefndarmanna sátu fundinn þau Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Staðardagskrá 21
Heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvæðis, Þorsteinn Narfason

i. Bréf frá Umhverfisnefnd

ii. Grænt bókhald
   Vistvernd í verki, framkvæmdaáætlun lögð fram
    Bátarenna við Bygggarða

3. Verklegar framkvæmdir sumarsins
    Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri
    Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur

4. Önnur mál

Bréf Menningarnefndar

1. IS setti fund kl. 17:06 og bauð fundarmenn velkomna.

2. Staðardagskrá 21

a) Þorsteinn Narfason, heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvæðis var gestur á fundinum. Hann lagði fram minnisblað um stöðu holræsamála annars vegar og loft- og hávaðamengunar hins vegar í framhaldi af bréfi Umhverfisnefndar dags. 9.4.2003 til Helgbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, en þar var óskað eftir áliti eftirlitsins um þessi mál. Það kom fram að tvö fyrirtæki á Nesinu hafa ekki olíugildru í samræmi við kröfur eftirlitsins. Einnig kom fram að Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis telur æskilegt að bærinn láti útbúa hávaðakort fyrir Seltjarnarnes sem síðan getur nýst í skipulagi.

Að auki var rætt um mælingar á mengun í tjörnum á Nesinu. Þorsteinn sagði það ekki vera mælt af eftirlitinu, þær væru of litlar. Lausleg kostnaðaráætlun er um 250.000 krónur að hans mati.

Þorsteinn kynnti fyrir fundarmönnum verkefni sitt um grænt bókhald: " Vísir að grænu bókahaldi fyrir sveitarfélög". Þorsteinn sagði verkefnið vera unnið fyrir Mosfellsbæ fyrir árið 2001 og var afmarkað við það ár. Hann sagði auðvelt, og æskilegt, að útvíkka fyrir fleiri ár til samanburðar. Hægt að heimfæra á önnur sveitarfélög.

b) Vistvernd í verki

Hrafnhildur Sigurðardóttir kynnti verkáætlun og lagði fram drög að kostnaðarþáttum. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en IS óskaði eftir því að Hrafnhildur tæki hana saman og útfærði fyrir næsta fund. Jafnframt samþykkt að Hrafnhildur, í samvinnu við Hauk og Steinunni, kannaði kostnað við flokkunartunnur fyrir þá íbúa sem tæku þátt í verkefninu.

c) Bátarenna við Byggarða

IS lagði fram tillögu meirihlutans um endurgerð bátavarar við Bygggarða. Tillagan rædd. Eftirfarandi tillaga samþykkt:

Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkir að setja á fót vinnuhóp um endurgerð bátavarar við Bygggarða. Vinnuhópinn skipi tveir fulltrúar meirihluta og einn fulltrúi minnihluta. Formaður Umhverfisnefndar verði formaður hópsins. Leitað verði m.a. til Heimis Þorleifssonar og Ólafs Vals Sigurðssonar um heimildir og upplýsingar.

Nefndin samþykkir að stefnt skuli að eftirfarandi:

1. Bátavörin sjálf verði lagfærð

2. Spilið verði endurgert eða lagað

3. Settur verði upp sexæringur á fjörkambinn

4. Endurbyggt verði bátaskýli á kambinum

5. Annað sem þykir tilheyra.

Vinnuhópurinn skal leggja tillögur sínar, þar með talið kostnaðaráætlun, fyrir umhverfisnefnd til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í október 2003.

SB gerði fyrirvara við orðið "endurgerð" í tillögunni.

3. Verklegar framkvæmdir sumarsins

Steinunn garðyrkjustjóri fór yfir það helsta sem er á hennar könnu:

§ Fyrirhuguð uppsetning á þremur bekkjum, einn verður við smábátahöfn, hinir óákveðið

§ Drykkjarfontur við Bakkavör

§ Útigrill við Bakkavör

§ Almennt viðhald

Haukur bæjartæknifræðingur:

§ Áframhaldandi sjóvarnir við Kotagranda í ágúst

§ Þökur við golfvöll/Búðartjörn. Rætt um Búðartjörn og ástand hennar.

§ Dælustöð við Tjarnarstíg, fyrirhuguð frestun framkvæmda.

§ Einnig frestun á þrengingu við Lindarbraut enda eftir að ná sátt um málið.

§ Kantsteinn við Norðurströnd umfangsmesta verk sumarsins.

 

SB óskaði eftir að farið yrði yfir verklagsreglur umhverfsinefndar á næsta fundi. IS sagði að Haukur mundi gera það.

 

4. Önnur mál

a) Bréf menningarnefndar

IS greindi frá svarbréfi menningarnefndar um samvinnu að framkvæmd Staðardagskrár 21.

b) Tillaga meirihlutans um verðlaun fyrir námsmenn lögð fram. MP gerði grein fyrir tillögunni. Eftirfarandi tillaga samþykkt:

Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkir að framvegis veiti nefndin þeim nemanda, sem hæsta einkunn hlýtur á líffræði og náttúrufræðiprófi í 10. bekk Valhúsaskóla vegleg bókaverðlaun.

Einnig samþykkir nefndin að háskólanemum búsettum á Seltjarnarnesi bjóðist að sækja um fjárhagsstyrk vegna lokaverkefnis tengdu umhverfis-, náttúru- eða líffræðinámi til Umhverfisnefndar Seltjarnarness

c) IS kynnti hugmynd að gjöf fyrir Bókasafnið en það verður opnað á nýjum stað á Eiðistorgi 17. júní. Um er að ræða ljósmynd af fuglalífi við Bakkatjörn.

d) SB vakti athygli á góðu framtaki verslunarinnar Bónus með því að bjóða taupoka gegn vægu gjaldi í verslunum sínum í stað plastpoka. Samþykkt að IS skrifi stjórnendum verslunarinnar bréf fyrir hönd nendarinnar þar sem þeim er þakkað gott framtak í umhverfisvernd.

 

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl. 19:32

MÖG, fundarritari



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?