Fara í efni

Laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármálasviðs Seltjarnarnesbæjar

Hlutverk fjármálasviðs er að tryggja að vel sé staðið að rekstri sameiginlegs sjóðs bæjarbúa, veita stjórnendum og bæjarstjórn bestu mögulegu yfirsýn yfir fjármál og rekstur og hafa umsjón með þeim kostnaðarþáttum sem vega þyngst í starfsemi bæjarins. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2023.

Seltjarnarnesbær auglýsir starf sviðsstjóra fjármálasviðs laust til umsóknar.
Hlutverk fjármálasviðs er að tryggja að vel sé staðið að rekstri sameiginlegs sjóðs bæjarbúa, veita stjórnendum og bæjarstjórn bestu mögulegu yfirsýn yfir fjármál og rekstur og hafa umsjón með þeim kostnaðarþáttum sem vega þyngst í starfsemi bæjarins. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í haust.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á fjármálastjórn, áætlanagerð og skilvirkri miðlun fjárhagsupplýsinga
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, stefnumótun og mannauðsmálum sviðsins
  • Fjárstýring og rekstur bæjarsjóðs
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana fyrir A og B hluta stofnanir ásamt kostnaðareftirliti
  • Umsjón með innkaupum til rekstrar og framkvæmda
  • Samskipti við stofnanir bæjarins, byggðasamlög og aðra hagsmunaaðila
  • Ritari bæjarstjórnar og bæjarráðs

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskiptafræði eða hagfræði
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði fjármála eða endurskoðunar
  • Víðtæk þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og opinberum fjármálum
  • Mikil hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Reynsla af stefnumótun og breytingarstjórnun
  • Þekking og reynsla af innkaupum og samningagerð
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni
  • Þjónustulipurð, jákvætt hugarfar og teymishugsun
  • Mjög góð hæfni í íslensku í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís Ósk Pétursdóttir og Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og er lögð áhersla á að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og starfsfólki gott vinnuumhverfi. Hjá sveitarfélaginu starfa um 350 manns við fjölmargar þjónustustofnanir, sem veita íbúum þá þjónustu sem gott sveitarfélag þarf að veita. Í skipuriti Seltjarnarnesbæjar er stjórnsýslu og rekstri skipt upp í fjögur svið: fjármálasvið, fjölskyldusvið, skipulags- og umhverfissvið og þjónustu- samskiptasvið. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar má finna á www.seltjarnarnes.is.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?