
06.06.2023
Vinnuskóli Seltjarnarness hefst mánudaginn 12. júní
Flokkstjórar vinnuskólans taka á móti þeim ungmennum sem skráð eru í vinnuskólann á Vallarbrautarróló þann 12. júní samkvæmt fyrirkomulagi hvers árgangs fyrir sig.

05.06.2023
Áhrif verkfalls BSRB á starfsemi Seltjarnarnesbæjar frá 5. júní
Verkfallsaðgerðir hafa nú áhrif á starfsemi bæjarskrifstofu, leikskóla og þjónustumiðstöðvar. Þjónustuver bæjarins er lokað og bent á heimasíðu bæjarins varðandi upplýsingar um þjónustu, opnunar- og símatíma sem og ýmiss símanúmer og netföng.

02.06.2023
Aðstoðaleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi leikskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu leikskólastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.

30.05.2023
Gámar fyrir trjágreinar dagana 1.-4. júní
Bæjarbúum býðst að losa sig við afklippur af trjám í sérstaka gáma sem settir verða upp á þremur stöðum í bænum dagana 1.-4. júní nk. Staðsetning gámanna eru á bílastæði við Eiðistorg, við smábátahöfnina á Suðurströnd og á Norðurströndinni til móts við Lindarbraut.

30.05.2023
Laus störf á Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða í 50-100% störf leikskólakennara / þroskaþjálfa / leikskólaliða á leikskólanum. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk.

26.05.2023
Sérfræðingar aðstoða við nýju flokkunartunnurnar
Það er kraftur í sérfræðingunum frá Specialisterne á Íslandi sem aðstoða okkur við undirbúning á innleiðingu nýja flokkunarkerfisins og greinilegt að hér eru engir aukvisar á ferð.

26.05.2023
Skólabrekka nýtt leikskólahúsnæði á Skólabraut 1
Unnið er að því að reisa nýjar færanlegar einingar fyrir Leikskóla Seltjarnarness á lóðinni Skólabraut 1 í tengslum við fyrirhugaða byggingu á nýjum leikskóla.

25.05.2023
Nýr leikskóli rís á Seltjarnarnesi
Markvisst hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar leikskólabyggingar á Seltjarnarnesi og þessa dagana er verið að kynna afrakstur þeirrar vinnu. Frumhönnun leikskólans "Undrabrekku" er að klárast og fullnaðarhönnun að taka við. Ráðgert að framkvæmdum ljúki á seinni hluta árs 2025.

21.05.2023
Bæjarstjórnarfundur 24. maí dagskrá
Boðað hefur verið til 966. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 24. maí í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

17.05.2023
Laust starf í Grunnskóla Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða í stöðu textílkennara á unglingastig skólans. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.