Fara í efni

Úhlutunarreglur menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar vegna styrkja til lista- og menningarmála

Samþykkt á fundi menningarnefndar 5. apríl 2017

1. gr.

Tilgangur veitingu styrkja til lista- og menningarmála er að efla menningarstarfsemi hjá Seltjarnarnesbæ.

2. gr.

Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Seltjarnarnesbæjar.

3. gr.

Hægt er að sækja um styrki til almennrar lista- og menningarstarfsemi og/eða um styrki vegna viðburða eða verkefna sem fara fram í Seltjarnarnesbæ. Styrkir til almennrar listastarfsemi skulu veitt einstaklingum, listhópum og félagasamtökum sem sannað hafa menningarlegt gildi sitt eða geta með skýrum hætti sýnt fram á gildi starfs síns, án þess þó að styrkir séu tengd ákveðnu verkefni. Í umsókn skal leitast við að greina frá starfi, leggja fram starfsáætlun næsta árs, birta fjárhagsáætlun og upplýsa um aðrar fjármögnunarleiðir vegna árlegrar starfsemi. Styrkir vegna viðburða- eða verkefna skulu veitt einstaklingum, fyrirtækjum, hópum og stofnunum sem geta sýnt fram á gildi einstakra tilgreindra verkefna á sviði menningar og lista í eða fyrir Seltjarnarnesbæ. Viðburða- og verkefnastyrki er ekki hægt að sækja um eftir að verkefni eða viðburði er lokið.

4. gr.

Umsóknir um styrki skulu sendar á rafrænum eyðublöðum á „Mínar síður“ á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, seltjarnarnesbaer.is. Með umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur.

5. gr.

Umsækjandi leitast við að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnisins.

6. gr.

Menningarnefnd áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál.

7. gr.

Umsækjandi skal við auglýsingu og kynningu á verkefni eða viðburði geta þess að Seltjarnarnesbær er stuðningsaðili við verkið. Lógó Seltjarnarnesbæjar skal einnig vera með í allri framsetningu. Seltjarnarnesbæ skal berast kynning í máli og mynd af verkefninu til birtingar á heimasíðu og Facebooksíðu Seltjarnarnesbæjar áður en af viðburði verður.

8. gr.

Greiðslur fyrir verkefni eða viðburð fara að öllu jöfnu fram að afloknu verki. Greiðslur eru inntar af hendi gegn framvísun reiknings. Umsækjandi getur óskað eftir greiðslum fyrr og þurfa þær óskir og röksemdir fyrir þeim að koma fram á umsóknareyðublaðinu og mun menninganefnd taka afstöðu til þess við afgreiðslu á umsókninni.

9. gr.

Umsækjandi skal útfylla skilagrein eða lokaskýrslu sem felur í sér lýsingu á framkvæmd og árangri verkefnisins og yfirlit um kostnað. Umsækjandi skal skila skriflegri lýsingu (lokaskýrslu) á framkvæmd og árangri verkefnisins innan tveggja mánaða frá því að viðburðurinn fer fram. 10. gr. Útborgun styrkja er háð skilum á lokaskýrslu og ef ekkert verður af verkefni eða verulegar breytingar verða á því eru styrkir afturkræfir. Miðað er við að styrkir séu greiddir út innan mánaðar frá úthlutunardegi, þegar lokaskýrsla og allir reikningar liggja fyrir, en að öðrum kosti mega styrkþegar gera ráð fyrir að fjárframlög falli niður, nema um annað hafi verið samið.

Síðast uppfært 16. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?