Fara í efni

Fjölröddun - sýningaropnun Þóru Bjargar í Gallerí Gróttu

Þóra Björg Eiríksdóttir myndlistarkona opnar sýningu sína Fjölröddun í Gallerí Gróttu kl. 17:00 fimmtudaginn 8. júní nk. Sýningin stendur til 15. ágúst 2023.

Um sýninguna

Hugmyndin er að sýna stór málverk og mögulega líka vídeóverk (sjá myndir og linka neðar). Þessi verk eru frá sýningu minni Fjölröddun sem var í Listasafninu á Akureyri 2019-20. Þar er ég að tala um lög skynjana sem vefjast hver um aðra og mynda mynstur í líkamanum.

Guðbjörg Jóhannesdóttir skrifaði eftirfarandi texta fyrir sýninguna:
Náttúran nærir okkur, og kennir okkur að skynja, bara til að skynja. Við skynjun hana ekki bara sjónrænt, heldur innan frá og út. Við horfum ekki bara á náttúruna, við erum í henni, finnum lykt, heyrum hljóð, snertum, hreyfumst,erum hreyfð, erum snert. Hver einasta skynjun byggist upp, lag eftir lag í líkamanum, og verður að heild innra með okkur. Ytra landslag verður að innralandslagi líkamans. Hringrás náttúrunnar speglast í hringrás líkamans. Andardráttur, hjartsláttur, flæði vatnsins í líkamanum speglast í takti og flæði náttúrunnar. Þegar við skynjum fegurð náttúrunnar á þennan hátt fyllumst við þörf til að deila upplifun okkar, gefa áfram gjöfina sem við höfum þegið. Við finnum hvernig við erum náttúra, erum hluti af þessari heild sem viðskynjum. Á þennan hátt renna hið fagurferðilega og hið siðferðilega saman. Í gegnum fagurferðilega upplifun vex innra með okkur siðferðileg afstaða tilnáttúrunnar, við skynjum hana sem sjálfstæðan veruleika sem hefur gildi í sjálfum sér.

 

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?