Fara í efni

Fjölskyldudagurinn í Gróttu kl. 12 - 15

Fjölskyldudagur í Gróttu

Allir velkomnir á Fjölskyldudaginn í Gróttu þar sem að dagskráin verður afar fjölbreytt fyrir allan aldur. Opnað verður upp í vitann og hægt verður að gæða sér á ilmandi góðum vöfflum, grilluðum pylsum, rannsaka lífríkið og njóta góðrar útiveru.

FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU - Dagskrá frá kl. 12.00 - 15.00:

      • Gróttuviti opinn - Einu sinni á ári býður Seltjarnarnesbær gestum í Gróttu að ganga upp í vitann og njóta hins óviðjafnanlega útsýnis þegar efst er komið.
      • Rjúkandi vöfflur, grillaðar pylsur, kaffi og djús til sölu á góðu verði í Fræðasetrinu á vegum Soroptimstaklúbbs Seltjarnarness til styrktar góðu málefni. 

      • Klifurmeistarar úr klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita kl. 12.30, 13.30 og 14.30.

      • Lífríkið rannsakað með sérfræðingum frá Náttúruminjasafninu og Umhverfisstofnun sem ætla að aðstoða gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Það er því tilvalið að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.

      • BARA VIÐ harmonikkudúett ætlar að leika létta og klassísk íslensk sumarlög á harmonikkur. Dúettinn skipa þær Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir en þær hafa ferðast um landið og haldið tónleika m.a. undir yfirskriftinni Óður til Íslands sem nú verður Óður til Gróttu.

      • Albertsbúð - Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness verða á staðnum og svara spurningum um þetta sögufræga hús, endurbæturnar og bryggjuna

      • Sögudýr Náttúruhúss í Nesi -  Í Albertsbúð verður sett upp sýning í tengslum við val á sögudýri Náttúruhúss með myndum sem börn hafa sent inn í sumar. Úrslit í samkeppninni um sjálft sögudýrið verður kynnt auk þess sem boðið verður upp á skemmtilegt föndur í tengslum við sögudýrið.

      • Húlladúllan verður með húllafjör í eyjunni frá kl. 13.00 - 14.30. 

      • Glasagarðurinn - Sýning Vessel og smiðja í Vitavarðarhúsinu

        Íris Erlingsdóttir sýnir 19. aldar glasagarða (e. terrarium), uppfinning sem gjörbreytti ekki aðeins hvernig við flytjum plöntur um allan heim, heldur gerði það einnig mögulegt að geyma plöntur á heimilinu án þess að þurfa að vökva þær. Á sýningunni verða ljósmyndir frá Graen Studios sem kallast á við glasagarða í ýmsum stærðum og gerðum frá VESSEL.

        Smiðja: Börnum býðst að gera sinn eigin glasagarð úr skeljum og steinum sem þau týna í fjörunni. 

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?