Fara í efni

Fjölskyldudagur í Gróttu sunnudag kl. 12-14

Fjölbreytt dagskrá: Opið í vitann, klifurmeistarar með Spiderman, Tónafljóð, lífríkið við Gróttu rannsakað, tálgað, vöfflukaffi og pylsur, ljúfir hamonikkutónar, húllafjör, flugdrekasmiðja o.fl.

Fjölskyldudagurinn í Gróttu verður haldinn sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 12.00-14.00.

  • Gróttuviti opinn - einu sinni á ári opnar Seltjarnarnesbær Gróttuvita þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis.
  • Grillaðar pylsur, rjúkandi vöfflukaffi og djús selt til styrktar góðu málefni á vegum Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness.
  • Klifurmeistarar úr Klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita.
  • Bjarki Harðarson leikur ljúfa tónlist á harmonikkuna.
  • Flugdrekasmiðja og vitaföndur í Albertsbúð.
  • Lífríkið rannsakað - Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.
  • Húllafjör Húlladúllunnar - Skemmtileg húllasýning og svo geta allir leikið og lært flott húllatrix.
  • Tónafljóð í Gróttu - Ævintýraleg barnaskemmtun sem inniheldur vinsæl lög úr teiknimyndum. Búast má við litríkum búningum, töfrandi röddunum, dans- og leikgleði í Gróttu.
  • Tálgað í Vitavarðarhúsinu - Bjarni Þór Kristjánsson listamaður, smíðakennari og uppalinn Seltirningur sýnir tálgaða fugla og verður með sýnikennslu. Bjarni hefur tálgað frá barnsaldri og kennt hið sama í 50 ár. Börnum frá 6-12 ára býðst að prófa að tálga (6-9 ára í fylgd forráðamanna).

Velkomin á fjölskyldudag í Gróttu!

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?