Fara í efni

Flokkstjórinn - útileikhús við Seltjörn hjúkrunarheimili

Einleikurinn "Flokkstjórinn" byggir á reynslu Hólmfríður sem flokkstjóri í unglingavinnu. Verkið hefur vakið mikla athygli og verður nú sýnt á Seltjarnarnesi.

Flokkstjórinn 2023, útileikhús um unglinga og illgresi sýnt kl. 18 á torginu við Seltjörn hjúkrunarheimilið í tilefni bæjarhátíðarinnar.

Einleikurinn „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnar getur verið þegar hún þráir ekkert heitara en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.

Verkið hefur ferðast víðsvegar um landið í sumar við góðar undirtektir, en leikritið þykir átakanlegt, einlægt og mikilvægt innlegg inn í umræðu um það hvernig nokkur skemmd epli geta eyðilagt allan hópinn. Sýningin á Seltjarnarnesi verður sú síðasta í sumar, og því um að gera að drífa sig til að missa ekki af!

Höfundar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius.

*Athugið! Sýningin inniheldur gróft orðafar og er ekki ætluð börnum yngri en 10 ára.

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?