Fara í efni

Skýjamyndir - Gallerí Grótta myndlistarsýning

Unnar Ari Baldvinsson myndlistarmaður opnar sýningu sína Skýjamyndir í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00 og stendur hún til 11. febrúar.

Unnar Ari Baldvinsson er fæddur á Akureyri, 1989. Hann lærði í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Accademia Italiana og Florence University of Arts á Ítalíu þar sem hann útskrifaðist árið 2013. Unnar Ari hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga á Íslandi og erlendis.

Einkasýningin “Skýjamyndir” fjallar um það að stöðva tímann og horfa til himins, að velta sér upp úr skýjunum og blanda saman litum og formum sem eru alltaf fyrir framan (ofan) okkur.

Skýjamyndir eru skýjamyndir.
Brot af heilum himni.

Þverskurður af okkar eigin sjónarhorni
upp í geim af hreinum litum og formum.

Fantasíur og draumar.

Ský sem styðja hvort við annað,
vaxa og dafna á meðan að við útréttum.

Verkin eru skipulögð í kringum hvort annað en rýmið stjórnar vindáttinni.
Fletirnir á veggjunum skipa skýjin sem sameinast í heilum himni.

 
Verkin eru yfir 40 talsins og unnin á mismunandi miðla, krossviður og Flashé, pappír, hör og akríl.

 

Sjá nánar á FB síðu Gallerí Gróttu

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?