2.-10. janúar
Til baka í yfirlit
Sigríður Baldursdóttir sýnir Hvaðanæva.
Sýningu lýkur 10. janúar 2026.
Sigríður Baldursdóttir opnaði einkasýningu sína Hvaðanæva í Gallerí Gróttu föstudaginn 12. desember kl. 17.
Myndefni Sigríðar koma hvaðanæva að en undir öllu býr frumkraftur náttúrunnar. Náttúran er yfir og allt um kring í öllum sínum fjölbreytileika.
Litir eru Sigríði mikilvægir og valið á þeim markar oft upphaf verks. Í framhaldinu er það leikgleðin, glíman við formin og leitin að jafnvægi sem knýr listamanninn áfram.
Á sýningunni Hvaðanæva getur að líta klippimyndir, málverk og innsetningu.
Verið velkomin í Gallerí Gróttu