Mathilde Morant opnar sýningu sína Vitar landsins í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 18. sept. kl. 17:00
Mathilde Morant er frönsk listakona, búsett í Reykjavík. Hún er með MA gráðu í leikmyndahönnun. Á undanförnum árum hefur Mathilde einbeitt sér að því að mála með vatnslitum landslag í íslenskri náttúru og ferðast um landið í þeim tilgangi.
Um sýninguna:
Öll ævintýri á ókunnum slóðum hefjast með korti: Það sem byrjaði sem einföld spurning - hvað eru þessar stjörnur eftir endilangri íslensku ströndinni? - varð fljótt að ævintýrum sem vara alla ævi.
Frá árinu 2018 hefur Mathilde Morant málað á staðnum vatnslitamynd af sérhverjum vita á Íslandi. Hún hefur heimsótt yfir 120 vita á landinu, suma af þeim afskekktustu, fegurstu og mest krefjandi landsvæðum sem Ísland hefur uppá að bjóða.
Frá erfiðum gönguferðum til varasamra kajakferða og jafnvel tólf daga ferðalags um borð í varðskipi, hefur Mathilde gert þetta sjálfskipaða verkefni að reynslu sköpunar og seiglu.
Þessi sýning er tækifæri til að deila listrænum þræði sem spann sig í gegnum árin - og hvernig hvert málverk varð að kafla í mun stærri sögu um könnun, einveru og tengingu við Ísland.
Sýningu lýkur 12. október.