Velkomin á sýningu Elsu Nielsen í Gallerí Gróttu, þar sem allar 52 frumteikningarnar úr #eináviku2025 verða til sýnis.
Fyrir tíu árum hélt Elsa sýningu á #einádag teikningunum sínum – litlum myndum sem hún teiknaði daglega árið 2015. Í kjölfarið hlaut hún tilnefninguna Bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar.
Í ár, 2025, ákvað Elsa að dusta rykið af trélitunum og skapa eina teikningu á viku. Hugmyndaflugið fékk að ráfa frjálst og úr varð röð mynda þar sem tveir ólíkir hlutir tvinnast saman í einn. Að hennar sögn hefur þetta hefur verið eitt skemmtilegasta verkefni sem hún hefur unnið – og mun hún að deila afrakstrinum í Gallerí Gróttu eins og fyrir 10 árum.
Hægt er að fylgjast með Elsu og sköpun hennar á Instagram https://www.instagram.com/elsanielsen/ hvetja hana áfram og veita henni innblástur á leiðinni.
Sýningu Elsu lýkur þann 7. febrúar 2026.