Fara í efni

Agnes, Þór og Hildur Luo með gítartríó á Tónstöfum á bókasafninu

TÓNSTAFIR - GÍTARTRÍÓ Nemendur tónlistarskólans þau Agnes Sólbjört Helgadóttir og Þór Kárason ásamt Hildi Luo Káradóttur nemanda í MÍT í munu stilla saman strengi og flytja falleg gítartónverk frá ýmsum löndum fimmtudaginn 23. mars kl. 17:30

Gítartríó á Tónstöfum

Agnes Sólbjört Helgadóttir, Þór Kárason og Hildur Luo Káradóttir ætla að stilla saman strengi og flytja falleg tónverk fyrir gítardúett og -tríó. Það verða m.a. lög eftir Emil Thoroddsen, Mario Gangi, Fernado Diaz Giles, Ludwig van Beethoven, M.A. Charpentier, ásamt þjóðlögum frá ýmsum löndum eins og Argentínu, Japan, Írlandi og Bandaríkjunum.

Agnes og Þór eru nemendur Önnumariu Lopa í Tónlistarskóla Seltjarnarness og eru komin í framhaldsnám á klassískan gítar. Hildur Luo Káradóttir er svo nemandi Svans Vilbergsonar í Menntaskóla Í Tónlist. Þar sem hún er á svipuðum aldri og gítarnemendur Seltjarnarness var ákveðið að byrja á þessu fína samstarfi.

Tónstafir er samstarfsverkefni Tónlistarskólans og bókasafnsins.

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?